Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.10.2011, Page 12

Fréttatíminn - 21.10.2011, Page 12
Þeir sem taka ekki lýsi eða D-vítamín sérstaklega fá ekki nóg af því. Alvar- legur skortur veldur hörgulsjúkdómi hjá börnum sem kallast beinkröm og hjá fullorðnu fólki kemur hann ekki aðeins niður á beinheilsu heldur hef- ur víðtækari áhrif, segir Laufey Stein- grímsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. „Eingöngu þeir sem taka lýsi eða D-vítamín ná núverandi ráðlögðum skammti, aðrir ekki, því D-vítamín er í svo fáum fæðutegundum.“ Laufey segir að nú sé unnið að því að hækka ráðlagða dagskammta og ekki sé ólík- legt að þeir verði hækkaðir. „Það þarf að setja D-vítamín í fæðu sem flestir neyta, svo sem mjólkurvör- ur. Víða annars staðar á Norðurlönd- unum eru menn farnir að gera það.“ Spurð um fjörmjólk, sem er D-vítamín- bætt, segir hún að í henni sé einfald- lega ekki nógu mikið af D-vítamíni og að betur færi á því að önnur mjólk væri einnig bætt með vítamíninu sem og olíur, smjörvörur og annað feitmeti. Evrópa með úrelt ráð Laufey segir að nú sé ráðlagður dag- skammtur hér á landi af D-vítamíni 10 míkrógrömm fyrir fullorðna en 15 fyrir fólk yfir sextugu. Í Bandaríkjun- um sé hins vegar mælt með 15 mík- rógrömmum fyrir fullorðna og 20 fyrir eldra fólk. „Mér finnst ekki ólíklegt að það verði í líkingu við það hér.“ Annars staðar í Evrópu hafi hins vegar gætt íhaldssemi og lítið verið haggað við ráðlögðum dagskammti síðustu ára- tugi. Almennt sé í gildi á Norðurlönd- unum 7,5 fyrir fullorðna en aðeins 5 annars staðar. „Þetta er of lágt, því miður. Og fólk ætti að vera vakandi fyrir því að merk- ingar á vítamíni á matvöru geta verið mjög villandi. Það er vegna þess að gefnar eru upp prósentur af ráðlögðum dagskammti, sem er þá reiknað út frá evrópskum stöðlum. Leiðbeiningarnar eru því villandi.“ - gag Laufey Steingrímsdóttir segir þá sem taka ekki lýsi eða töflur skorta D-vítamín Verðum að bæta D-vítamíni í mat Laufey Steingrímsdóttir segir gífurlega mikilvægt að taka D-vítamín. Mynd/Hari R úmlega tveggja ára gömul stúlka greind- ist síðasta vetur með beinkröm vegna skorts á D-vítamíni. Hún er ein fjögurra barna sem greinst hafa síðustu tvö ár en Soffía Jónasdóttir læknir hefur ekki séð alvarlegra til- felli hér á landi. Stúlkan kjagaði inn á sjúkrastofuna, hafði hægt um sig og óx ekki sem skildi. Beinkröm er sjúkdómur sem var hverfandi hér landi. Hann er afleiðing D-vítamínskorts og segir Soffía að fái börn ekki vítamínið vinni líkam- inn ekki kalk úr fæðunni með þeim afleiðingum að beinin vaxi ekki eðli- lega, sem sjáist á hnjám og úlnliðum sem bólgni út. „Beinin halda ekki líkamsþunga barnanna sem verða hjólbeinótt,“ segir hún. „Börnin fá beinverki, líður illa. Þau eru þreytt og úthaldslaus. Þau vilja bara sitja.“ Foreldrar gefi börnum lýsi Soffía bendir á að beinkröm hafi svo gott sem horfið með lýsisgjöfum í skólum landsins. Hún hefur áhyggjur af því að börn taki ekki lýsi sem fyrr. Foreldrar treysti leikskólum fyrir lýsisgjöfinni, gangi ekki eftir því að börnin taki það þar og gefi þeim ekki lýsi um helgar. Soffía segir litlu stúlkuna hafa náð undraverðum árangri við háskammta D-vítamínmeðferð og sé nú búist við því að hún nái sér að fullu og að bein- breytingarnar gangi til baka. „Eftir meðferðina var hún hlaupandi og klifrandi upp um alla veggi og tók vaxtarkipp,“ segir hún og bendir á að tilfellið hafi orðið svona alvarlegt þar sem stúlkan var með fæðu- ofnæmi. Spurð hver örlög lit lu stúlkunnar hefðu orðið hefði hún ekki fengið hjálp segir hún að litla stúlkan hefði vart orðið há í loftinu og hefði átt erfitt með hreyf- ingar. „Það er stórkostlegur munur á litlu stúlkunni eftir háskammta D-vítam- ínmeðferð,“ segir hún. „Bein eru lif- andi vefur. Þau eru alltaf að breytast. Með því að meðhöndla skort og með nógu D-vítamíni myndast eðlilegt bein aftur. Skorturinn mun þó alltaf sjást á röntgen.“ Vaxandi vandi um allan heim Soffía skrifað grein í Læknablaðið, ásamt læknunum Sigurði Björnssyni, Pétri Lúðvíkssyni og læknaneman- um Hörpu Kristinsdóttur. Þar rekja þau sjúkrasögu stúlkunnar og bata. Í greininni benda sérfræðingarnir á að heilbrigðisstarfsmenn þurfi að hafa beinkröm og D-vítamínskort í huga, sérstaklega hjá börnum sem þrífast illa og hjá börnum með fæðuofnæmi. Erlendar rannsóknir sýni að sjúk- dómurinn sé vaxandi vandamál um allan heim en hann hafi áður verið talinn sjaldgæfur og hverfandi. Sjálf vann Soffía í rúman áratug sem læknir í Kaliforníu í Banda- ríkjunum og segir að þrátt fyrir sólina þar, sem er ein helsta leið líkamans til að ná sér í D-vítamín, hafi hún tekið á móti börnum með krampa af völdum D-vít- amínskorts og jafn- vel hjartsláttartruf lanir. Hún hafi ekki séð svo alvarleg tilfelli hér. Í Bandaríkjunum sé þó algengara en hér að ungbörn fái D-vítamín því fleiri fái vítamínbætta þurr- mjólk en aðeins móðurmjólk. „Bæði konur á meðgöngu og með börn á brjósti þurfa að taka D-vítamín. Mér hefur ekki fundist algilt að börn fái D-dropa þótt það sé ráðlagt,“ segir hún. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Barn kjagaði til læknis með löngu gleymdan sjúkdóm Börnin fá beinverki, líður illa. Þau eru þreytt og úthaldslaus. Þau vilja bara sitja. 27 mánaða gömul stúlka greindist síðasta vetur með beinkröm vegna skorts á D-vítamíni. Fjögur börn hafa greinst með beinkröm síðustu tvö ár, en sjúkdómurinn var svo gott sem upprættur með lýsisgjöfum í skólum á árum áður. Heimildir: *Læknablaðið 9. tbl. 97. árg. 2011 **Vefjagigt.is n Í nýlegri rannsókn, sem gerð var á 40 konum með vefjagigt, reyndust 32 (80%) þeirra haldnar verulegum D-vítamínskorti. Skorturinn reyndist vera meiri hjá yngri konum í hópnum.** Margt um D-vítamín n D-vítamín myndast ekki í húð yfir háveturinn á Íslandi vegna legu landsins.* n Fáar fæðutegundir innihalda D- vítamín, en það gerir feitur fiskur. Hann inniheldur mikið af D3-vítamíni. Einnig má finna D3-vítamín í eggjarauðum.* n D-vítamín er mjög mikilvægt fyrir eðlilegan beinvöxt. D-vítamínskortur hefur einnig verið tengdur við aukna sýkingartilhneigingu og við ýmsa sjálfs- ónæmissjúkdóma eins og sumar tegundir krabbameins, iktsýki og sykursýki.* n Skortur á D-vítam- íni er algengur hjá fólki með vefjagigt, lang- vinna verki, depurð og þunglyndi. D-vítamín- skortur er ekki talinn orsaka vefjagigt heldur eiga þátt í að viðhalda henni og gera einkenni verri.** n Hér á landi er ekki algengt að bæta D-vítamíni í matvörur en það er algengt í öðrum löndum.* Sér- staklega í mjólkur- vörum. Áframhaldandi umfjöllun á næstu opnu 12 fréttaskýring Helgin 21.-23. október 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.