Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.10.2011, Page 33

Fréttatíminn - 21.10.2011, Page 33
viðtal 33 HÚÐVÆNT án ertandi ilm- og litarefna uppþvottalögur glerhreinsirbaðherbergishreinsir yfirborðshreinsir sturtuhreinsirblettahreinsir uppþvottaefni þvottaefnimýkingarefni þvottaefni og mýkingarefni Allt sem þú þarft er smá umhverfisvæn og húðvæn hreinsiefni sem virka UMHVERFISVÆNT framleitt samkvæmt ströngustu umhverfisstöðlum án kemískra efna ÖFLUG VIRKNI NÁTTÚRULEGAR ILMOLÍUR ferskur ilmur Hagkaup Víðir Þín Verslun Seljabraut Fjarðarkaup Kardicali-hjónin aðstoðuðu fjölskyldurnar í heila viku Danieli Kardicali á rætur í Tyrklandi Ræðismaður Íslands í Izmir í Tyrklandi, Esat Kardicali, og konan hans, Iclal, reyndust fjölskyldum Dagbjartar og Jó- hanns ákaflega vel. Hann var kallaður til þegar slysið varð. „Þau sinntu eingöngu þessu máli í heila viku og það kauplaust. Við buðum þeim greiðslu og þau afþökk- uðu. En í þakklætisskyni buðu aðstand- endur Daníels þeim að koma í tveggja vikna ferð til Íslands og skiptust á að fylgja þeim um landið,“ segir Úlfhildur sem gekk Daníel í móðurstað. Hún var mágkona Dagbjartar, móður hans. Úlfhildur segir þau aldrei gleyma hvað Tyrkir hafi gott hjartalag. „Kardi- cali-hjónin stofnuðu minningarsjóð og nefndu eina skólastofu í skóla sem þau reka í góðgerðarskyni í höfuðið á Daníel. Þau kalla hana Johannsson. Þau greiddu allar okkar götur. Esat fylgdi Árna og Stefáni á vettvang og greiddi úr öllum laga- og pappírsmálum. Iclal sá um fjöl- miðlana eins og hún hefði aldrei gert ann- að – afskaplega frambærileg kona. Þau voru með innviði tyrknesks samfélags alveg á hreinu, sem hjálpaði okkur mikið. Hann hafði undirbúið alls staðar þar sem við komum að Daníel gæti fylgt okkur heim, því þótt við hefðum vegabréfið hans vorum við ekki foreldrar hans.“ Ræðismannshjónin hafa engin tengsl við Ísland en bjuggu lengi í Kanada og höfðu heimsótt Ísland nokkrum sinnum áður. „Þau eru eins og fjarskyldir ætt- ingjar í Tyrklandi. Okkur þykir vænt um Tyrki og Tyrkland og finnst eins og Daníel eigi sína arfleifð þar. Við berum þessar tilfinningar þrátt fyrir slysið og við eigum eftir að rækta samskiptin við Kardicali-fjölskylduna. Í Tyrklandi var hann kallaður Danieli. Við köllum hann því stundum Danieli Kardicali.“ Daníel og duddan. Í Tyrklandi var hann oft kallaður Danieli og vegna góðra tengsla við ræðismannshjónin í Izmir í Tyrk- landi og hjálpsemi þeirra er Daníel stundum kallaður Danieli Kardicali, sem er ættarnafn hjónanna. Ljósmynd/Hari honum eru hlutirnir ekki vanda- mál. Hann er rosalega duglegur.“ Úlfhildur segir að það hafi þau Jóhann og Dagbjört einnig verið. „Bæði voru þau aktíf. Þau voru töffarar.“ Hún segir að þótt Dag- björt hafi verið níu árum eldri en Jóhann hafi þau verið mjög samtaka. „Þau áttu sömu áhuga- mál, stunduðu sama námið úti í Danmörku þar sem þau kynntust. Ég var búinn að þekkja Jóhann í ár þegar hann sagði mér hvað hann væri gamall. Ég ætlaði ekki að trúa honum. Aldur er afstæður og þau voru hjónaefni. Ein frænka hans Jóhanns hafði orð á því við útförina að hún hefði haldið að fjölskyld- urnar myndu hittast við brúðkaup.“ Útförin var átakanleg. „Mér fannst fallegt og tilkomu- mikið að þau Dagbjört og Jóhann voru vígð saman til moldar. Það er til eilífðar. Brúðkaup er aðeins í blíðu og stríðu, þar til dauðinn aðskilur, en þau eru vígð saman að eilífu. Það skilur eftir sig góða tilfinningu,“ segir Úlfhildur. Hún segir að þau reyni að sjá það fallega við endalok lífsins. „Við verðum að gera það því dauðinn má ekki skilja eftir sig slæma tilfinningu hjá börnum, því dauðinn fylgir okkur alla ævi og við læknumst ekki af sorginni þótt við lærum að lifa með henni,“ segir hún. „Það vill enginn deyja eða missa ástvini sína. En við verðum að gera ráð fyrir að það gerist. Maður þarf að vera sáttur og hver og einn að finna sína leið út úr sorg- inni svo hann sé ekki bitur alla ævi út frá ástvinamissi.“ Úlfhildur segir sorgina þó banka upp á á hverjum degi og Gunnar segir að jólin hafi verið þeim erfið. „Við vorum að fást við svo margt. Pabbi hennar Úlfhildar lést rétt eftir jólin. Hann barðist við krabba- mein. Þetta tvinnaðist því saman,“ segir hann. Úlfhildur tekur við: „Daginn sem slysið varð var pabba greint frá því að hann væri veikur. Við fórum á fund læknisins til þess að vita hvers kyns var. Við fengum þar þessar slæmu fréttir að hann væri með mjög alvarlegt krabbamein í lifur. Við vorum í áfalli yfir því. Pabbi bjó þá hjá okk- ur og þegar við komum heim fæ ég fréttirnar af andláti Dagbjartar og Jóhanns. Ég gat ekki sinnt pabba og varð að senda hann frá mér til systur minnar. Þar var hann þar til hann dó. Ég gat ekki sinnt honum,“ segir Úlfhildur. Þögn. „Já, þau þrjú voru svona heimaalningarnir okkar,“ segir hún af mikilli hlýju. Gunnar segir að það styrki þau í sorginni að hafa Daníel í fjöl- skyldunni. „ Mér finnst mikilvægt að þau hafi skilið eitthvað eftir sig. Það var ekki ætlunin hjá okkur að eignast fleiri börn og við vildum óska þess að þetta slys hefði aldrei orðið. En úr því að svo fór sem fór er mikil huggun að fá að eiga Daníel og fá hann óskaddaðan út úr þessu slysi.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Helgin 21.-23. október 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.