Fréttatíminn - 21.10.2011, Blaðsíða 67
dægurmál 63 Helgin 21.-23. október 2011
UPPLIFÐU JÓLIN
Í EINUM GLÆSILEGASTA SAL LANDSINS
Jólahlaðborð á LAVA - Bláa Lóninu
Helgarnar 25. & 26. nóvember, 2. & 3. desember,
9. & 10.desember og 16. & 17 desember
Verð 7.900 krónur á mann
Innifalið: Jólahlaðborð, fordrykkur
og boðsmiði í Bláa Lónið
„Við viljum þakka fyrir alveg einstaklega vel
heppnað jólahlaðborð. Við vorum alsæl með allt
sem þessu kvöldi tengdist, maturinn var alveg æði,
þjónustan framúrskarandi og veitingastaðurinn
sjálfur svakalega flottur.“
Starfsfólks Frímerkjasölu Íslandsspósts
www.bluelagoon.isBókanir í síma 420 8800 eða sales@bluelagoon.is
A
N
TO
N
&
B
E
R
G
U
R
Hundruð milljóna
til góðgerðarmála
Brúðarkjóll Kate Middleton hefur dregið
600 þúsund forvitna ferðamenn inn í
bresku konungshöllina frá því í júlímánuði
og miðasalan hefur halað inn tæpa tvo
milljarða króna. Peningarnir áttu upp-
haflega að renna í sjóð konungsfjölskyld-
unnar sem ákvað þó að gefa meirihlutann
til góðgerðarmála. Talsmaður konungsfjöl-
skyldunnar lét svo eftir sér hafa að restin
af peningunum yrði notuð til að endurnýja
listaverk konungshallarinnar.
Gagnrýnir holdafar
Christinu
Raunveruleikastjarnan og fyrrum dópist-
inn Kelly Osbourne sýndi á sér klærnar fyrr
í vikunni þegar hún gagnrýndi holdafar
söngkonunnar Christinu Aguillera. Kelly
vinnur á sjónvarpsstöðinni E! og stjórnar
þætti sem heitir Fashion Police þar sem
hún gagnrýnir stjörnur fyrir bæði fataval
og holdafar. „Christina kallaði mig feita
í mörg ár en nú er hún þögnuð. Ég var
aldrei jafn feit og hún er núna,“ sagði Kelly
í þættinum sínum.
Y oko Ono er greinilega ein-staklega vel af guði gerð. Á 79. aldursári lætur hún
sér ekki nægja að rokka af krafti
með Plastic Yoko Ono Band held-
ur sinnir hún listinni og ýmsum
mannúðarstörfum af krafti.
Nýjasta verkefnið á síðarnefnda
sviðinu er liðsinni Yoko við Styrkt-
arfélag lamaðra og fatlaðra (SLF)
hér á Íslandi en hún hannar Kær-
leikskúlu félagsins fyrir þessi jól.
Þetta er í níunda skiptið sem
SLF sendir frá sér Kærleikskúlu og
ávallt hafa þekktir listamenn lagt
verkefninu lið. Í fyrra var hönnunin
í höndum listakonunnar Katrínar
Sigurðardóttur, en þar áður hafa
meðal annars Erró og Gabríela Frið-
riksdóttir lagt verkefninu lið. Allir
listamennirnir gefa vinnu sína en
kúlurnar eru handgerðar, blásnar og
eru því engar tvær nákvæmlega eins
Allur ágóði af sölu kúlunnar fer
í að auðga líf fatlaðra barna og ung-
menna sem dvelja í dvalarbúðum
félagsins í Reykjadal, en þar koma
fötluð börn og ungmenni saman
jafnt sumar sem vetur og sprella
ýmislegt saman.
Kúla Yoko heitir Skapaðu þinn
eigin heim og er til sölu á fjöl-
mörgum stöðum, þar á meðal Epal,
Kokku, Casa og Þjóðminjasafninu.
Þann 1. nóvember stendur Yoko
svo fyrir íhugunarstund á heimsvísu
til þess að beina athygli að barátt-
unni gegn fátækt og hungri meðal
barna.
Stundina kallar hún „Imagine
There's No Hunger“ og biður hún
fólk um að staldra við klukkan 17
þetta þriðjudagssíðdegi og leiða
hugann að þessu málefni.
Kærleiksrík Yoko
Söfnun StYrktarfélag lamaðara og fatlaðra
Þann 1. nóvember stendur
Yoko fyrir íhugunarstund
á heimsvísu til að minna
á baráttuna gegn fátækt
og hungri barna. Stundin
kallast „Imagine There’s
No Hunger“ og hefst
klukkan 17 að íslenskum
tíma.