Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.10.2011, Qupperneq 70

Fréttatíminn - 21.10.2011, Qupperneq 70
Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is Þ etta eru viðburðaríkar vikur og mánuðir í lífi Stefáns Mána rithöf- undar. Í vikunni kom út tíunda skáldsaga hans: spennutryll- irinn Feigð og í byrjun árs er stefnt að því að frumsýna kvikmyndina Svartur á leik sem er gerð eftir samnefndri bók hans. Stefáni mun bregða fyrir í litlu hlutverki í myndinni. Hversu mörg andartök hann fær á hvíta tjaldinu er enn óljóst, myndin er í klippingu, en hann óttast þó ekki að enda í tunnu klippitölv- unnar. „Nei, nei, þetta er hluti af byr jun myndar - innar. Ég er í hlut- verki löggu sem er að yfirheyra einn af aðalkrimmum sög- unnar Stebba Sækó, sem Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur.“ A ð s p u rð u r u m hvernig það hafi verið að leika löggu segir Stefán að það hafi þyrmt yfir hann þegar hann skoðaði sig í spegli í búningnum. „Ég hafði vonast til að fá að leika ein- hvern töffara en svo er maður orð- inn plús 40 ára og smellpassaði bara í bláu skyrtuna. Ég leit nákvæmlega út eins og lögga. Þetta var hrikalegt.“ Stefán aftekur að hafa sett sem kröfu að hann færi með hlutverk í myndinni þegar hann seldi handritið. „Þetta var eins og gerist í íslenskri kvikmyndagerð. Allir sem eru til- búnir að leika ókeypis fá hlutverk.“ En hver myndi leika hann ef gerð yrði bíómynd um Stefán Mána? „Ég hugsa að Hlynur Björn Haraldsson gæti klárað sig af því.“ Og ef mynd- in yrði endurgerð í Hollywood? „Mögulega Colin Farrell. Hann hefur andlitið í það.“  Stefán Máni ný bók og hlutverk á hvíta tjaldinu Leikur löggu í Svartur á leik Stefán Máni. Nýja bókin hans er spennusaga sem gerist í Reykja- vík og á Vestfjörðum. Snjóflóðin í Súðavík 1995 leika meðal annars stórt hlutverk. Ljósmynd/Jónatan Grétarsson É g er nú ekki beint að elda en er að sinna ýmsu sem maður þarf að gera þegar maður er eigandi,“ segir Hrefna sem hefur í mörg horn að líta enda rekur hún einnig hinn marg- rómaða Fiskmarkað. „Ég held að það sé bara ekki hægt að taka sér almennilegt fæðingarorlof þegar maður á staðina sjálfur. Það væri svolítið erfitt.“ Hrefna segir þó að sér gangi vonum framar að sameina móðurhlutverkið starfinu enda sé litli drengurinn vær og sofi svo mikið að mamma hans fái svigrúm til að sinna vinnunni. „Hann er byrjaður að koma með mér í vinnuna og er mjög góður. Hann er athugull og hefur gaman af því að horfa út í loftið,“ segir Hrefna um soninn sem unir sér vel á Fiskmarkaðnum og Grillmarkaðnum enda margt að sjá og skoða á vinnustöðum móðurinnar. Þegar Hrefna er ekki á veitingastöðunum fjar- stýrir hún þeim að heiman, ým- ist með þann stutta á handlegg eða brjósti. Hrefna segist hafa opnað Grillmarkaðinn full bjartsýni en viðtökurnar hafi engu að síður farið fram úr björtustu vonum hennar og félaga hennar. „Ég var bjartsýn en átti ekki von á því að þetta myndi ganga alveg svona vel. Þetta er aðeins meira en við bjuggumst við. Þetta gerðist líka svo hratt og staðurinn varð strax  hrefna Sætran enginn tíMi fyrir fæðingarorlof Mætt í vinnu með mánaðargamlan soninn Landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Sætr- an stóð kasólétt í ströngu í sumar þegar hún færði út kvíarnar og opnaði Grillmarkaðinn í brunarústunum á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Veitingastaðurinn var opnaður í júní og nýtur slíkra vinsælda að Hrefna er komin á kreik með rétt mánaðar- gamlan son sinn á handleggnum. Hún hefur einfald- lega engan tíma fyrir almennilegt fæðingarorlof. Hrefna Rósa þeytist á milli Grillmarkaðarins og Fiskmarkaðarins, oftar en ekki með litla strákinn sinn í fanginu, en sá stutti unir sér vel í vinnunni með mömmu sinni. vinsæll. Það er eiginlega búið að vera fullt frá fyrsta degi. Hér er fullt út úr dyrum á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum margar vikur fram í tímann þannig að ég mæli með að fólk panti sér borð í tíma. Aðsóknin er svo mikil.“ Grillmarkaðurinn fær helstu hráefni sín beint frá bændum. Sá háttur hefur mælst vel fyrir og í vikunni hrósaði sá kröfuharði matgæðingur, Jónas Kristjánsson, staðnum í hástert á bloggi sínu undir fyrirsögninni: „Ótrúlega flott og gott“ og lýsti sér- stakri ánægju með hráefnisvalið. „Jú, jú. Beint af býli hefur slegið í gegn enda finnur fólk alveg mun- inn og það er ekki verra að Jónas sé svona ánægður með okkur.“ Hrefna segir að það sé svolítið skrýtin tilfinning að standa í rekstrinum eftir að drengurinn kom í heiminn. „Þetta er öðruvísi og dálítill munur en það er náttúrlega líka mjög skemmtilegt starf að sjá um lítið barn. Það kemur svolítið í staðinn en þetta er skrýtið. Maður þarf líka að venjast því að geta ekki alltaf komist í burtu þegar maður þarf þess. Nú þarf alltaf að gera ráðstafanir en ég á svo góðan kærasta þannig að þetta gengur upp. Hann er í skóla og er rosaduglegur að sinna barninu.“ Þórarinn Þórarinnsson toti@frettatiminn.is Hann er byrjaður að koma með mér í vinnuna og er mjög góður. Fórnarlömb mann- orðsmorðingjanna Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, tók hús á félögum sínum í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi að morgni laugardags í fyrri viku. Þar ræddi hann við sitt fólk í bænum yfir kaffi og kruðeríi og eins og við var að búast bar margt á góma. Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjar- stjóri í Kópavogi, lét sig ekki vanta á sam- komuna og hreyfði við hinu viðkvæma vafn- ingamáli sem hefur verið Bjarna fótakefli síðustu misseri. Bæjarstjórinn fyrrverandi vildi með fyrirspurn sinni gefa Bjarna kost á að skýra málið í eitt skipti fyrir öll fyrir flokksfélögum og gera upp sinn þátt. Nokk- urrar samúðar virtist þó gæta hjá Gunnari sem vandaði DV ekki kveðjurnar í inngangi sínum að spurningunni til Bjarna. DV hefur, sem kunnugt er, leitt umræðuna um vafningana og talaði Gunnar í því sambandi meðal annars um „mannorðsmorðingjana á DV“. Sjálfur er hann ekki alveg ókunnugur DV því hann hefur nokkrum sinnum farið í gegnum hakkavél Reynis Traustasonar ritstjóra. Allur gangur var svo á því hvort sjálfstæðis- fólki í Kópavogi þóttu skýringar Bjarna full- nægjandi. Fallið, bók Þráins Bertelssonar um það þegar hann féll fyrir freistingum Bakkusar í sumar og fór í kjölfarið á Vog, hefur almennt fallið í frjóan jarðveg enda ber hún helstu einkenni höfundarins, er lipurlega skrifuð og bráðskemmtileg þótt umfjöllunarefnið sé grafalvarlegt. Bloggarinn Harpa Hreinsdóttir, sem sló í gegn ekki alls fyrir löngu með banvænni gagnrýni sinni á Sögu Akraness, las hins vegar bókina sér til mikils ama í vikunni og slátraði henni á bloggi sínu. Dómur Hörpu varð Eyjunni síðan tilefni til að slá málinu upp sem frétt. Harpa virðist nokkuð pirruð út í Þráin fyrir að hafa ekki verið jafn duglegur að stunda AA-fundi og „við hin“. Þá er ljóst að þau deila ekki skopskyni en Harpa stimplar bókina „skrípó“. Þráinn situr ekki þegjandi undir þessu og segir á Facebook-síðu sinni að gremju Hörpu megi rekja til þess að hann vilji ekki vingast við hana á Facebook. Þá segir hann bók sína of góða til þess að fá svona „hýsterískan illgirnisvaðal yfir sig.“ Þá óskar Þráinn Hörpu góðs bata sem og „alkóhólistanum á eyjan.is sem ákvað að gera uppsláttarfrétt úr þessu aumkunar- verða bloggi.“ Ekki fylgir þó með hvort sneiðin er ætluð Karli Th. Birgissyni, ritstjóra Eyjunnar, eða einhverjum sér- stökum húskarli hans. Bloggari æðrast yfir bók Mikill áhugi á högum flóttafólks Bókinni Ríkis- fang: Ekkert eftir Sigríði Víðis Jóns- dóttur hefur verið tekið gríðarlega vel. Gagnrýnendur halda vart vatni yfir frásögn Sígríðar af nokkrum flóttakonum sem komu til Íslands og settust að á Akra- nesi. Í tengslum við útkomu bókarinnar var efnt til fjögurra fyrirlestra raðar um flóttafólk en bókin tengir saman málefni flóttamanna, Íraks og Palestínu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir talaði fyrir fullum sal um friðarhorfur í Palestínu, og þegar Lína Mazar, önnur tveggja aðalpersóna bókarinnar, lýsti á íslensku í fyrsta fyrir- lestrinum aðbúnaðinum í flóttamannabúð- unum féllu ófá tár. Sveinn Guðmarsson fréttamaður lokaði fyrirlestraröðinni í vikunni en þær Sigríður og Lína hafa verið hvattar til að halda áfram að vekja athygli á ástandinu í þessum heimshluta. Og þar sem hér eru konur sem láta ekkert stöðva sig eru góðir möguleikar á að framhald verði á málefnalegum umræðum um þessi viðkvæmu mál. 66 dægurmál Helgin 21.-23. október 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.