Fréttatíminn - 24.02.2012, Síða 1
FermingKynningarblað
Helgin 24.-26. febrúar 2012
Við gerðum leik að því í boðs-
kortinu að láta
fólk svara spurn-ingu um hvort
barnanna fædd-
ist á undan ...“
Ó löf Birna Garðarsdóttir, eigandi Reykja-vík Letterpress, fermdi tvíburana sína, þau Örnu Petru og Garðar Stein, á hvítasunnunni í fyrra. „Þetta var rosalega skemmtilegur undirbúningur. Ég áttaði mig fljótt á hversu ólík þau eru þegar kemur að svona löguðu. Arna Petra sýndi undirbúningnum öðruvísi áhuga, vildi taka þátt í öllu en Garðar Steinn hafði að sjálfsögðu líka sínar skoðanir á hlutunum en fannst samt aðalatriðið að þetta yrði skemmtilegt.“ Ólöf Birna segir það mjög skemmtilegt að fá að fylgjast með sitt hvoru kyninu á þessum tímapunkti. Stelpur hafi um svo margt að hugsa og stússast en strákarnir séu kannski sneggri að velja sér jakka-föt og skó. „Það eru allir þessir litlu hlutir sem svo margar stelpur eru farnar að leggja upp úr í dag; strípur, eyrnalokkar, sokkabuxur og hárgreiðslan. Á einhverjum tímapunkti var því líka varpað fram hvort þau gætu ekki haft sitt hvorn daginn. Við foreldrarnir hlógum nú að því, þetta er stór dagur og ekki hægt að bjóða fólki tvisvar en það er eðlilegt að tvíburar velti þessu fyrir sér, að þurfa að deila deginum með öðrum. Auðvitað er gaman að eiga sinn eigin dag en þau eru svo góðir vinir að það var ekkert mál.“Veisla úti í guðsgrænni náttúrunni Ákveðið var að halda veisluna uppi í sveit og tjalda úti. Ólöf Birna segir að sveitastemningin hafi verið allsráðandi og þemaliturinn því auðvitað grænn.„Boðskortið var í náttúrustíl, með grænum aðallit og gaf það tóninn. Við gerðum leik að því í boðskort-inu að láta fólk svara spurningu um hvort barnanna fæddist á undan, gestirnir tóku með sér svörin og settu í pott. Tjaldið var skreytt með greinum og lif-andi blómum, grænum blöðrum og pappaluktum í stíl. Við vorum með græn pappaglös og diska, grafík
úr boðskorti var prentuð á servíettur og merkingar
á eitt og annað til að skreyta á matarborðinu og í
tjaldinu. Okkur langaði að vera með ljósmyndir af
krökkunum og límdum þær á pappaspjöld sem voru
síðan hengd upp á snúru meðfram veggjum með
þvottaklemmum sem var búið að mála grænar – að
sjálfsögðu!“
Dýrmæt stund með fjölskylduMarkmiðið var að skapa afslappaða og notalega
stemningu í sveitasælunni og segir Ólöf að allir
hafi verið tilbúnir að hjálpa til við undirbúninginn
sem varð því mjög dýrmæt stund með fjölskyldu og
vinum. „Við gerðum mjög mikið sjálf. Við lögðum
upp með að hafa mat sem börnunum fannst góður;
míníhamborgara, kleinuhringjafjall og marengstert-
ur, svo eitthvað sé nefnt. Garðar Steinn græjaði svo
skilti úr spýtu sem á stóð „Ferming“ og leiðbeindi
gestunum að veislunni.“ Viku fyrir veisluna fóru
börnin svo í myndatöku út í Gróttu. „Við létum taka
fjölskyldumynd í leiðinni og fengum svo líka stúdíó-
mynd af þeim. Okkur fannst best að gera þetta í
rólegheitum. Arna Petra fékk létta prufugreiðslu
fyrir myndatökuna hjá frænku sinni.“„Eitt það skemmtilegasta sem við gerum hjá
Reykjavík Letterpress er að taka þátt í svona
undirbúningi. Að vinna vel í góðu boðskorti
gefur tóninn. Oft er útlitið á boðskortinu fært
áfram og haft í stíl við servíettur, kerti, merk-
ingar fyrir matinn og fleira. Vinsælt er líka
að tengja grafíkina við áhugamál unglingsins.
Hjá okkur getur fólk annað hvort valið úr fyrir-
liggjandi hönnun eða komið með séróskir og þá
hönnum við sérstaklega eftir þörfum hvers og
eins.“
tvíburaferming
Tvíburar deila stóra deginum
Ólöf Birna Garðarsdóttir. Markmiðið
var að skapa afslappaða og notalega stemningu í sveitasælunni.
24.-26. febrúar 2012
8. tölublað 3. árgangur
18
Hverfa 1200 ár aftur í
tímann
Úttekt
Nútíma-
víkingar
8
Konum með sílikon-púða sem sóttu ómskoðun í hópleit hjá Leit-arstöð Krabbameinsfélagsins var ekki sagt frá lekum púðum sem greindust við leitina. Vinnureglan var að segja aðeins
þeim það, sem pöntuðu sérstaklega tíma vegna einkenna í brjóstum,
segir Kristján Sigurðsson, yfirlæknir á Leitarstöðinni.
Í sjúkraskýrslu konu sem hún fékk frá Leitarstöðinni í lok janúar
vegna heimsóknar um mitt ár 2008 kemur skýrt fram að læknirinn
sjái merki um leka á sílikoni í vöðva. Enginn grunur var um illkynja
mein og því sá læknirinn ekki ástæðu til frekari aðgerða. Konan fékk
ekkert að vita um lekann og hefur kvartað til landlæknis vegna þessa.
Hún segist sjálf hafa pantað tímann vegna verkja.
Konan fékk sílikonígræðslur árið 1995 í kjölfar misheppnaðrar
brjóstaminnkunar fimm árum áður. Frá árinu 2004 hefur hún ríflega
þrjátíu sinnum sótt til heimilislæknis vegna ýmissa verkja; í lungum,
doða í höndum, kláða, svima og stórra eitla, sem hún rekur nú til skað-
legra áhrifa sílikonsins. Fjórtán skiptin eru eftir umrædda heimsókn
á Leitarstöðina. Fréttatíminn fer yfir sjúkraskýrslur konunnar sem
lét fjarlægja sílikonið fyrir hálfum mánuði. „Það var eins og búið væri
að taka bókaskáp af bringu minni þegar ég vaknaði eftir aðgerðina,“
segir konan.
Kristján segir landlækni hafa óskað þess að Leitarstöðin breyti
vinnureglum sínum og greini konum frá lekum púðum í kjölfar fregna
af fölsuðu sílikon-púðum franska PIP framleiðandans. Ógjörningur sé
að fara í gegnum eldri gögn félagsins til þess að sjá hvaða aðrar konur
hafi ekki fengið upplýsingar um leka púða. - gag
Bragðpróf 22
Benedikt
klaustur-
bjór þykir
bestur Læknar Leitarstöðvarinnar
þögðu um leka sílikon-púða
Leitarstöðin greindi konum, sem fóru í hópleit hjá Krabbameinsfélaginu, ekki frá því að rofnar sílikon-brjóstafyllingar
hefðu komið í ljós við ómskoðun. Kona sem pantaði sér ómskoðun hefur kvartað til landlæknis eftir að henni varð ljóst að
læknir sá sílikon-leka í vöðva hennar árið 2008 en upplýsti hana ekki um það.
Sonurinn
helsti
fylgi-
hluturinn
Stíllinn
hennar
thelmu
síða 24
VIðTaL Auður TinnA AðAlbjArnArdóTTir spurningAKeppnisséní
Stoltur nörd
46
fermingar
Sérblað
Í miðju
blaðsins
Hrakfalla-
saga Þórs
auður tinna aðalbjarnardóttir kláraði stúdentinn á þremur árum í stað fjögurra og tók að auki 170 einingar þegar 140 hefðu dugað. Ljósmynd/Hari
fréttaSkýriNg
Meira um sílikonbrjóst á síðum 12-15
páska-
bjórarnir
smakkaðir
tíSka
Kynntu þér
spennandi ferðir okkar
í Fréttatímanum í dag!
JL-húsinu
JL-húsinu Hringbraut 121 www.lyfogheilsa.is
Við opnum kl: Og lokum kl:
Opnunartímar
08:00-22:00 virka daga
10:00-22:00 helgar
auður tinna hefur slegið í gegn í Útsvari