Fréttatíminn - 24.02.2012, Page 4
Gráða & feta ostateningar henta
vel í kartöusalatið, á pítsuna,
í sósuna, salatið, ofnréttinn og
á smáréttabakkann.
ms.is
Gráða & feta
ostateningar í olíu
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
Fjölsmiðjan nær öruggri fótfestu
Michelsen_255x50_A_0911.indd 1 28.09.11 15:10
Ríkisframlag
til Land-
spítalans
33,1 milljarður
Ósátt við spreðið í
skíðafólk
Sóley Tómasdóttir, borgarráðsfulltrúi
Vinstri grænna, gagnrýnir meiri-
hlutann í borginni fyrir að veita fé í að
opna Skálafell fyrir skíðaiðkendur. Hún
telur ómögulegt að veita meiru fé til
skíðasvæða á sama tíma og grunn-
þjónusta borgarinnar, meðal annars við
börn og fjölskyldur, sé skorin niður.
Borgarráð samþykkti í síðustu viku
að veita allt að 2,5 milljónum króna
í viðbótarframlag til skíðasvæða
höfuðborgarsvæðisins vegna opnunar
í Skálafelli, enda liggi fyrir samþykki
annarra samstarfssveitarfélaga um
þeirra viðbótarframlag. - gag
Tekjur Fjölsmiðjunnar námu 35
milljónir króna á síðasta ári fyrir
utan virðisaukaskatt. Ungt fólk á
aldrinum sextán til 24 ára, sem ekki
hefur náð að fóta sig á vinnumarkaði
sinnir þar hinum ýmsu störfum sem
undirverktakar fyrir stór fyrirtæki
eins og til að mynda Marel, Plast-
prent, álverið í Straumsvík, Góða
hirðinn, Efnamóttökuna og Mannvit.
Borgarstjórinn Jón Gnarr mætti í
Fjölsmiðjuna á miðvikudag með þær
fréttir í farteskinu að borgin hefði nú staðfest formlega að hún stæði, ásamt öðrum
sveitarfélögum og ríkinu, að leigu starfseminnar í fimmtán ár. Borgin leggur 8,2
milljónir króna í leiguna fyrir árið í ár.
„Glæsilegt,“ segir Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar. Hann segir að
frá hruni staldri fólk lengur við þar til það nær festu á vinnumarkaði. „Meðaltalið var
6 til 9 mánuði en það hefur hækkað eftir hrun og er nú 12 til 14 mánuðir.“ - gag
Heilbrigðismál björn Zoëga
Hafnaði forstjórastöðu á einu
besta sjúkrahúsi Norðurlanda
Forstjóri Landspítalans verður áfram í starfi þrátt fyrir gullið tilboð frá einu virtasta sjúkrahúsi
Norðurlanda. Hann segist ekkert geta tjáð sig um málið.
b jörn Zoëga, forstjóri Landspítal-ans, hafnaði á dögunum for-stjórastöðu hjá Skånes Universi-
tetssjukhus, einu stærsta og virtasta
sjúkrahúsi Norðurlanda. Heimildir
Fréttatímans herma að vinnumiðlun
í Svíþjóð hafi haft samband við Björn
fyrir hönd sjúkrahússins og boðið
honum starfið. „Ég get ekki tjáð mig
neitt um þetta. Ef þetta væri rétt þá
mætti ég ekki segja neitt vegna trún-
aðar sem er alltaf beðið um í tilfellum
sem þessum. En ef þetta er rétt er þetta
auðvitað gríðarleg viðurkenning fyrir
allt starfsfólks Landspítalans,“ segir
Björn. Eftir Björn afþakkaði tilboðið
réð stjórn sjúkrahússins Jan Eriksson í
starfið en hann hefur verið í stjórnunar-
stöðu á Sahlgrenska háksólasjúkrahús-
inu í Gautaborg.
Skånes Universitetssjukhus varð til
við sameiningu háskólasjúkrahúsanna
í Malmö og Lundi. Starfsmenn eru tólf
þúsund og fimm hundruð og árleg fjár-
hagsáætlun þess hljóðar upp á um tíu
milljarða sænskra króna eða um 180
milljarðar íslenskra króna. Það er þriðja
stærsta sjúkrahús Svíþjóðar á eftir Kar-
olinska í Stokkhólmi og Sahlgrenska í
Gautaborg.
Björn hefur staðið í stórræðum
síðan hann tók við forstjórastöðunni á
Landspítalanum, fyrst tímabundið 15.
september 2009 í fjarveru Huldu Gunn-
laugsdóttur og síðan til fimm ára frá og
með 1. október 2010. Óhætt er að segja
að Björn hafi náð eftirtektarverðum
árangri í starfi sínu. Eftir áralanga yfir-
keyrslu á fjárlögum hefur Björn skilað
sjúkrahúsinu réttu megin við núllið
undanfarin ár. Eftir því sem Fréttatím-
inn kemst næst er það ekki síst þessi
árangur sem hefur opnað augu Svíanna
fyrir Birni og störfum hans.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Björn Zoëga vill frekar
vera heima. Ljósmynd/Hari
Fjárlög
íslenska ríkisins
509,8 milljarðar
Fjárlög Skånes
Universitets-
sjukhus 180
milljarðar
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
ÉL eða SLyddUÉL FRaman aF degi, en
Síðan RoFaR mikið tiL og kÓLnaR HeLdUR.
HöFUðBoRgaRSvæðið: KraPaSNJÓr Eða
élJaGaNGUr FraMaN aF dEGi, EN SíðaN
úrKoMUlíTið. HiTi UM 0°C.
HægLátt veðUR og víða SÓLSkin. HveSSiR og með SLyddU
og RigningU SUðveStan- og veStanLandS Um kvöLdið.
HöFUðBoRgaRSvæðið: SKýJað MEð KöFlUM oG HiTi UM
FroSTMarK. FrEMUr HæGUr ViNdUr FaMaN aF dEGi, EN
HVESSir UM KVöldið oG MEð riGNiNGU
BLoti og Rigning Um meSt aLLt,
einkUm FRaman aF degi.
HöFUðBoRgaRSvæðið: riGNiNG, EN
SíðaN SKúrir í HiTa 3 Til 5°C
Skiptast á skin og skúrir
lægðirnar berast nú hver af annarri svo
að segja beint yfir landið. Þeim fylgir þó
ekki hvass vindur að ráði, en við úrkomuna
sleppum við ekki. Seinnipartinn í dag og
framan af morgundeginum (laugardag)
verðum við á milli lægða. Fallegt vetrar-
veður og ætti víða að sjást til sólar. Hitinn
verður um eða rétt undir frost-
marki. Undir kvöldið nálgast ný
lægð og á sunnudag er spáð
rigningu eða slyddu um mest
allt landið og gerir þá enn
einn snöggan blotann sem
berst norður yfir.
2
0 0
0
3 -1
-2 -2
-3
0
4
1 5 6
5
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
4 fréttir Helgin 24.-26. febrúar 2012