Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Side 12

Fréttatíminn - 24.02.2012, Side 12
Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is H2O heilsukoddinn Verslaðu á vefnum Frí sending að 20 kg 1 árs skilaréttur • Minnkar verki í hálsi og eykur svefngæði • Fylltur með vatni eftir þörfum 9.750 kr. K ona sem lét fjarlægja tæplega sautján ára sílikon-púða úr brjóstum sínum fyrir tæpum hálfum mánuði fékk ekki að vita eftir ómskoðun hjá Leitarstöð Krabbameins- félagsins fyrir fjórum árum að annar púðinn væri sprunginn, þrátt fyrir að það hefði mátt vera lækninum ljóst. Hún hefur glímt við sívaxandi heilsubrest síðustu tíu ár. Konan sendi púðana til kanadíska sér- fræðingsins, Pierre Blais, með aðstoð Önnu Lóu Aradóttur sem greindi frá þeirri ákvörðun sinni í fjölmiðlum í upp- hafi árs að hún hefði sent honum sína púða. Blais úrskurðaði að púðarnir heyrðu til tilraunaframleiðslu PIP eins og Fréttatíminn skýrði frá í síðustu viku. Franska fyrirtækið PIP falsaði sílikon-púða í yfir áratug og fyllti með iðnaðarsílikoni. Konan hefur síðan fengið staðfest að púðarnir sem græddir voru í hana árið 1995 séu ekki samstæðir. Annar hafi verið fullur af eiturefnum að mati dr. Blais. Eftir ómskoðunina fyrir fjórum árum segir hún að henni hafi verið sagt að hún væri með þrymla í brjóstunum, sem væri algengt hjá konum. Hún hefur kvartað til land- læknis. „Ég kom svo kvalin þarna inn á leitar- stöðina. Ég fann fyrir eitlunum og fann að eitthvað var að,“ segir hún en ekkert hafi fengist staðfest. Eftir að hafa sótt sjúkraskýrslu sína í janúarlok hafi hún lesið í fjögurra ára gamalli skýrslunni að annar púðinn lak. Í henni stendur: „Viðtal, þreifing og ómskoðun. Ein- kenni konunnar eru aumur hnútur eða þrymill í innanverðu vinstra brjósti. Við þreifingu er þessi hlutur brjóstsins mjög þrymlóttur, en mér finnst enginn þrymill vera öðrum meira áberandi og finn ekki neina hnúta. [...] Lengra caudalt í innan- verðu brjóstinu sjást merki um leka á síli- koni frá púðunum, inn í vöðvann, en ein- kenni konunnar eru ekki frá því svæði.  Fréttaviðtal Leitarstöðin sá sprunginn sílikon-púða en sagði ekki frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins sá sprunginn sílikon-púða í konu fyrir fjórum árum síðan. Konan segir að henni hafi ekki verið sagt frá því heldur að læknirinn hafi greint frá því að bólgur og verkir í brjóstinu væru vegna þrymla. Ekki væri ástæða til aðgerða. Púðarnir reyndust tilraunapúðar franska PIP-fyrirtæksins og sá konan sem bar þá, upplýsingar um lekann í sjúkraskýrslu sinni nú í janúar.  tímalína úr læKnasKýrslum Konunnar Sífelldar heimsóknir til lækna skiluðu engu Myndatökur, blóðrannsóknir og þrjátíu læknis- heimsóknir skýrðu ekki veikindi konunnar. *Heimild: Úr sjúkraskýrslum frá heilsugæslu konunnar sem hún fékk afhentar nú í vikunni. Hitti fjölda lækna á tímabilinu. Svona klikka þeir Nýr sílikon- púði Bólgnar og glufur myndast Fell- ingar og þjöppun Eitlarnir grípa efnið í sig Vefjahylki rofnar Púðinn rofnar Blanda af olíu, geli og óhrein- indum Efnabland- an safnast saman (e. mineral deposition) Álit: Enginn grunur um illkynjun. Ég sé ekki ástæðu til frekari aðgerða.“ Kvartar til landlæknis Á síðasta ári segir konan að kostnaður við læknisheimsóknir af ýmsum toga hafi verið um 600 þúsund krónur. Í kvört- Framhald á næstu opnu Heimild: P. Blais 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 22. nóvember 2004. Sár í hálsi, aum utan á hálsi vinstra megin og upphöfuð/hnakka, aumir eitlar utan á hálsi vinstra megin. Munnangurssár vinstra megin í gómi. Greining: Hálsrígur. Úrlsaun: Voltaren Rapid; sem er bólgueyðandi- og verkjastillandi lyf. 10. júní 2005. Missir kraft í vinstri hendi. Getur lítið gert með henni. Dofi í framhandlegg. Hjart- sláttartruflanir. 17. mars 2006. Verkir og eymsli við öxl, háls og bringu. Verkir versna við hreyfingu. Þreifing eðli- leg. 30. mars 2006. Hálsbólga og bólga undir hendi. 14. nóvember 2006. Ávalt hraust og aktvíf. Nú einkenni frá brjóstkassa og lungum. Verkur sem nær í gegn frá baki og fram í bringu. Erfitt að ná lofti og djúpum anda. Verri eftir áreynslu og líkams- rækt. Þetta er þriðji veturinn sem hún fær svona svipuð einkenni frá lungum. Lyf: sýklalyfið Zitro- max og ventolin; skjótvirkt astmalyf. 18. janúar 2007. Hálsbólga í viku. 28. mars 2007. Blóðprufur. Mjög slæm vöðva- bólga, háls eðlilegur nema stækkaður skjaldkirtill. Óþægindi í lungum. 4. apríl 2007. Niðurstöður. 24. febrúar 2008. Síðustu daga fengið flekki á hendur. Eymsli og bólga með miklum kláða. 17. október 2008. Verkur hægra megin í hálsi og hnakka. Byrjaði fyrir nokkrum vikum. Er góð á milli. Vöðva-eymsli í hnakka. Tilefni: Mikil höfuðverkur. Fyrirmæli læknis: Verkjameðferð og æfingar. 26. febrúar 2009. Með svima og vanlíðan. Úr- lausnir: Beiðni um blóðrannsókn. 16. september 2009. Tilefni: bakverkur. Verkir verulegir við herðablað og í vinstra lunga. Greining: vöðvabólga, lyf; Voltaren rabid, bólgueyðandi- og verkjastillandi lyf, og Norgesic, sem hefur vöðva- slakandi verkun og dregur úr sársauka vegna vöðvakrampa. 8. apríl 2010. Fær pensillín samkvæmt viðtali. 19. apríl 2010. Fékk kvef um páskana. Lá alla páskana. Finnst erfitt að anda. Fær stöðug hósta- köst. Sett á púst. 30. desember 2010. Biður um blóðprufu. Járnlítil. Rosalega slöpp. 30.09.2011. Versnandi verkir vinstra megin í and- liti, roði í andliti. 6. apríl 2005. Andþrengsli við áreynslu. Þrenging við barka. 5. október 2005. Verkur í hendi hægra megin og slæm í hálsinum, nokkrir saklausir eitlar hægra megin og vinstra megin á hálsi. Greining: Hálsrígur. Lyf: Voltaren Rapid. 23. mars 2006. Bólga undir hendi. Greining: Áhyggjur. 14. júní 2006. Mjög slæm vöðvabólga og fest- umein í hálshrygg vinstra megin. 15. nóvember 2006. Beiðni um myndgreiningu. 30. mars 2007. Blóðprufur. 13. apríl 2010. Fær Zitromax sýklalyfið. 22. mars 2007. Fær oft kvef, er lasin og er komin með háan hita, beinverki og tak verk vinstra megin í lunganu. Fær lyfin íbúfen, bólgueyðandi, og para- taps, sem er verkjastillandi og hitalækkandi. 29. nóvember 2007. Kvartar undan óljósum ein- kennum og slappleika. Fær mun auðveldar mar- bletti en fyrr. Blóðrannsókn. 8. október 2008. Mjög slæm vöðvabólga í hnakka og eymsli í líkamanum. 2. desember 2008. Staðbundinn verkur í hægri brjóstvöðva sem leiðir aftur í bak. Fékk beiðni í sjúkraþjálfun, teyging, nudd og hitabylgjur. 22. september 2010. Biður um myndgreiningu. Út af vöðvabólgu og eymslum í hálsi. 9. janúar 2010. (Læknavakt á Smáratorgi). Óþæg- indi í brjósti. Hefur áhyggjur af ýmsum líkamlegum einkennum. Fær þrýsting í fingur, marblettagjörn. Hefur áhyggjur af hjartasjúkdómum. Ætlar að fara í Hjartavernd í skoðun og hafa samband við heim- ilislækni. 21. júlí 2009. Með hita, beinverki og hósta. Líður illa í lungum. Fær sýklalyfið Zitromax. 16. september 2011. Illt í úlnlið. Gerum ekkert í bili. Er með tvo til þrjá millimetra breytingu í húð undir bringuspölum. En gerum ekkert í því heldur. .. .. .... .. ..... . .. .. .. .. ..... .. 12 fréttaskýring Helgin 24.-26. febrúar 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.