Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 24.02.2012, Qupperneq 18
Sögur um íslenska víkinga gengu þarna um allt og mikið talað um Gunnar á Hlíðar- enda og Egil Skalla- Grímsson. V ölsungavíkingarnir eru mjög virkir og halda veglega hátíð í febrúar ár hvert og njóta þá aðstoðar félaga sinna úr öðrum fé- lögum í nærliggjandi héruðum. Meðal þeirra sem sækja hátíðina í Jórvík eru Hrafnsdale, um 40 manna hópur og Ydrag frá Stoke on Trent sem telur um tuttugu manns. Víkingahátíðin í Jórvík er aðeins ein fjölmargra slíkra sem haldnar eru á hverju ári, allt árið um kring. Stærstu hátíðirnar eru auk Jórvíkur, í Wolin í Póllandi, Hastings á Englandi, sjötta hvert ár, Mosegård í Danmörk og Borre í Noregi. Þessar hátíðír sækja þúsundir manna á hverju ári. Þeir sem mæta til leiks eru ekki einungis bardagamenn heldur þykir æskilegt að meðlimir í víkingafélög- um tileinki sér einhverja handiðn. Þannig smiða margir sér sinn eigin búnað; vopn, fatnað, skildi eða belti og annan leðurbúnað svo sem skó. Afar mikið er lagt upp úr að sögulegri nákvæmni sé fylgt í stóru sem smáu. Þannig hafa með árunum orðið til sér- hæfðir handverksmenn og kaupmenn sem selja muni á víkingahátíðum. Segja má að upp hafi sprottið heill iðn- aður sem endurgerir muni sem fundist hafa við fornleifarannsóknir. Hátíðin stendur yfir í tíu daga og var nú haldin í 27 skipti. Gunnar Ólafsson stofnaði árið 2008 Einherjana, Víkingafélag Reykjavík- ur. Hann fór í fullum herklæðum til Jórvíkur og hreifst mjög af því sem fyrir augu bar. „Þetta vakti gríðar- lega athygli og ferðafólk kom þarna í risastórum hópum til að fylgjast með þannig að öll hótel voru fullbókuð,“ segir Gunnar. Íslendingar eru að vonum hátt skrifaðir í þessum félags- skap og Einherjunum frá Íslandi var tekið með kostum og kynjum. „Sögur um íslenska víkinga gengu þarna um allt og mikið talað um Gunn- ar á Hlíðarenda og Egil Skalla-Gríms- son,“ segir Gunnar en eftir heimsókn íslensku víkinganna hefur verið ákveðið að framvegis verði einungis töluð íslenska á vígvellinum. „Við fórum þarna bara til þess að kanna þetta en ætlum héðan í frá að fara á hverju ári.“ Gunnar fór á vígvöll- inn en þó ekki til bardaga. „Við fórum á vígvöllinn en ekki vopnaðir enda sögðum við í góðu gríni strax í upphafi að við værum komnir í friði.“ Gunnar hefur undanfarin ár reynt að koma á fót almennilegri víkingahá- tíð á Íslandi og furðar sig á hversu litla rækt Íslendingar leggja við sinn forna menningararf sem hafður er í hávegum í öðrum löndum. „Þegar maður kemur heim eftir svona flotta og mikla hátíð botnar maður ekkert í hversu mjög við erum sofandi gagn- vart þessu. Þeir þarna úti hafa sagt okkur að við gætum haldið stærstu víkingahátíð heims. Félög úr öllum áttum myndu stefna sínu fólki til Ís- lands. Aðrar þjóðir eru miklu upptekn- ari af sögu víkinganna og horfa til Ís- lands sem Mekka víkingaheimsins en við gerum ekkert til þess að viðhalda sögu okkar.“ Gunnar Ólafsson í miðjum hópi góðra félaga sem sögðu gestum og gangandi Íslendingasögur af mikilli þekkingu og innlifun.Eins og geta má nærri hafa orðið til miklir bardagakappar sem lifa fyrir að hittast og reyna með sér. Er þá farið eftir ströngum reglum sem eru samræmdar milli landa bæði hvað varðar bardagaaðferðir og vopna- og klæðaburð. Ítrasta öryggis er gætt og afar sjaldgæft að menn slasist í bardaga eða við æfingar. Vígreifir víkingar fagna fornri menningu Í Evrópu og Ameríku fyrirfinnast fjölmargir hópar sem á góðum stundum hverfa tólf hundruð ár aftur í tímann og reyna að endurskapa þá stemningu sem þá ríkti. Fréttatíminn fór til Jórvíkur á Englandi á árlega víkingahátíð og kannaði hvernig Englendingar standa að slíku. The Volsung Vikings er eitt hinna fjölmörgu félaga í Englandi sem hefur í hávegum heim Íslendingasagna. Félagarnir tuttugu og fjórir koma frá Jórvík og þar af eru fimmtán bardagakappar. Börn allt niður í níu ára taka þátt í gleðinni. Hér eru ungir félagar að tefla myllu og hnefatafl að fornum sið. Ljósmyndir Ingó Andy McKie er leiðtogi The Volsung Vikings sem standa fyrir öflugu starfi í Jórvík. Tom Wyles hefur mikinn áhuga á að láta endurgera og koma upp safni um orr- ustuna við Stamford Bridge. Jórvíkurskíri Árið 866 réðst her danskra víkinga inn í norðaustur England og hertók borgina sem í dag heitir York og nefndi hana Jórvík. Þeir héldu áfram landvinningum sínum og her- tóku stóran hluta Bretlands sem síðar varð nefndur Danalög. Jórvík var eina svæðið á Englandi sem var algerlega norrænt og þess sjást merki enn þann dag í dag í örnefnum, siðum og málfari í Jórvíkurskíri. Ríki þetta stóð í 100 ár og fór þá undir Konungsríkið Wessex. Jórvíkurskíri naut nokkurs sjálf- stæðis og fengu norrænir íbúar þess og siðir að mestu að vera í friði. Jórvíkurskíri er stundum kallað níunda norræna ríkið. 18 úttekt Helgin 24.-26. febrúar 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.