Fréttatíminn - 24.02.2012, Side 28
28 fréttir vikunnar Helgin 24.-26. febrúar 2012
Slæm vika
fyrir Ástráð Haraldsson
hæstaréttarlögmann
Góð vika
fyrir Árna Odd Þórðarson,
forstjóra Eyris
32
milljónir voru árslaun Árna
Odds Þórðarsonar, forstjóra
Eyris Invest, á síðasta ári.
Óafturkræf aukaverkun
Í bandarísku hernaðartungumáli er til hugtakið „collateral
damage“. Það lýsir þeim aukaverkun, skaði sem getur orðið á öðru
en skotmarkinu í stríðsaðgerðum. Mannorð Ástráðs Haraldssonar
hæstaréttarlögmanns varð fyrir slíkum skaða í vikunni þegar
stjórn Fjármálaeftirlitsins lagði til atlögu við Gunnar
And- ersen forstjóra stofnunarinnar. Gunnar
stendur eftir laskaður en líka Ástráður.
Hann hefur verið sakaður um að matreiða
pantað álit, þegar fyrra lögfræðiálit dugði
ekki til að koma Gunnari frá. Að auki greindi
DV frá því í vikunni að hann stóð ásamt mági
sínum, þáverandi starfsmanni Glitnis,
í sérstöku braski með skuldabréf
í Kaupþingi 2008. Skildi það eftir
sig 250 milljón króna gat þegar
bankinn féll. DV segir féð hafa
verið afskrifað, Ástráður segir
gjörninginn hafa verið sátt en
situr eftir með óafturkræfan
blett á mannorði sínu.
4320
vikan í tölum
HeituStu kolin á
ævintýrinu
ætlar ekki að
linna
Einn umtalaðasti íþróttamaður
ársins og þótt lengra sé litið aftur
í tímann er Jeremy Lin, leikmaður
New York Knicks í NBA körfubolt-
anum. Með hann innanborðs
hefur liðið unnið 8 af síðustu 10
leikjum sínum stuðningsmönnum
liðsins til mikillar gleði. Þeir
reyna að finna upp skemmtilegar
leiðir til að koma nafni hans á
stuðningsskilti og í fyrirsagnir.
Nordic Photos/Getty Images
umsóknir bárust um leyfi til
að veiða hreindýr á þessu ári.
Aðeins verður leyft að veiða
eitt þúsund og níu dýr.
Eyrir uppsker fyrir Marel
Stjórn Marels tilkynnti í vikunni að félagið muni
greiða um 6,9 milljónir evra, eða um 1,1 milljarð
króna, út í arð fyrir árið 2011. Þetta samsvarar um
það bil 20% af hagnaði ársins.
Stjórnarformaður Marels er
Árni Oddur Þórðarson en hann
er jafnframt forstjóri og einn
aðaleigandi Eyris Invest, sem er
stærsti eigandi Marels með um
36 prósent hlut. Árni Oddur er
augsýnilega á góðri og
öruggri siglingu
með sín félög
því bæði sýndu
glimrandi góða
afkoma í því
mikla ölduróti
sem var á fjár-
málamörkuð-
um heimsins
árið 2011.
Biðst afsökunar á bréfaskriftum
Ung kona, sem vensluð er Jóni Baldvini
Hannibalssyni, segir í tímaritinu Nýju Lífi
að hann hafi áreitt sig kynferðislega með
bréfaskriftum þegar hún var unglingur. Hún
kærði brotin til lögreglu árið 2005 en málið
var látið niður falla. Jón Baldvin hefur beðist
afsökunar á bréfaskriftunum.
Umdeildur tímafrestur vegna
fyrirhugaðrar uppsagnar
Skúli Bjarnason, lögmaður Gunnars Ander-
sens, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, segist
ekki líta svo á að frestur Gunnars til að skila
inn andmælum við fyrirhugaða uppsögn
hafi átt að renna út á fimmtudagskvöld.
Stjórnlagaráð kallað saman
Meirihluti Alþingis samþykkti í vikunni að
kalla stjórnlagaráð saman til fjögurra daga
fundar til að fjalla um spurningar og tillögur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis að
mögulegum breytingum á frumvarpi ráðsins.
Safnasafnið hlaut Eyrarrósina
Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlaut
Eyrarrósina 2012, viðurkenningu fyrir
afburða menningarverkefni á landsbyggð-
inni. Dorrit Moussaieff forsetafrú afhenti
verðlaunin.
Fyrrum Kaupþingsmenn ákærðir
Sérstakur saksóknari hefur ákært
fjóra fyrrum Kaupþingsmenn. Þeir eru:
Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri og
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður,
ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og
Ólafur Ólafsson, stór hluthafi, og Magnús
Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaup-
þings í Lúxemborg, fyrir hlutdeild í þeim
brotum.
Markaður fyrir grásleppu í Kína
Nýr markaður fyrir grásleppu hefur skapast
í Kína, þangað sem hún er seld sem lostæti
á veitingastöðum. Útlit er fyrir að nokkur
þúsund tonn verði flutt þangað í ár. Þessum
fiski var áður hent.
Stóra bomban
Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins Nýtt líf,
varpaði kjarnorkusprengju í umræðuna á fimmtu-
dag með umfjöllun um vafasamar og blautlegar
bréfaskriftir Jóns Baldvins Hannibalssonar,
fyrrverandi ráðherra og sendiherra, til ungrar
frænku eiginkonu sinnar. Facebook fuðraði upp
og heitar tilfinningar kraumuðu.
Eiður Svanberg Guðnason
Hin ,,nýja“ blaðamennska. Cui bono? Hverjum til
góðs? Kannski sölutölum ritstjórans. Hvað gerir
fólk sér ekki að féþúfu? Svei.
Helga Kress
Ef einhverjum á að sveia, Eiður, þá er það
bréfritaranum. Barnaníð í tungumáli. Ekki tilviljun
að það eru konur sem koma því á yfirborðið sem
átti að þegja um.
Heiða B Heiðars
Hvað þýðir „Maladomestica 10 punktar“ ?
Foj hvað ég er búin að fá mig fullsadda á miðaldra
perverta-krumpudýrum.
Bjarki Hilmarsson
Ég sé einn kost við stóra JBH málið. Ef Nýtt Líf
græðir á þessu virkar þetta sem hvati til að fara
að fletta ofan af mun ógeðfelldari málum sem
við vitum að þjóðþekktir einstaklingar, sem hafa
notið verndar valdatoppana, tengjast.
Andri Þór Sturluson
Og eftir það var hann aldrei kallaður neitt annað
en Jón Bréfvin.
Kolbrun Baldursdottir
Einhverjir mættu vel taka Jón Baldvin til fyrir-
myndar hvað varðar að viðurkenna mistök sín
og biðjast afsökunar. Engin afneitun, engar
réttlætingar.
Jónas Kristjánsson
Ef aldraður maður sendir stúlku undir lögaldri
klámfengin bréf með tilvitnunum í bók Vargas
Llosa, er það alvarlegt mál, þótt bók Vargas Llosa
sé kannski frekar erótísk en klámfengin, svona
fyrir fullorðna.
Þórunn Erlu Valdimarsdóttir
stend með litlu frænku minni, sammála því að það
að birta bréfin hans Jóns Baldvins geti hjálpað
öllum að slaka á - svo ferleg spenna fylgdi þessu
máli á allan hátt. Litlar stelpur eru sætastar í
heimi en það verður að fæla með illu og góðu
karla svo þeir láti þær í friði sem kynverur.
Guðmundur Rúnar Svansson
Hérna, hvað segja lögfræðingar. Er nokkur leið
að komast að þeirri niðurstöðu að birting á þessu
bréfi óstyttu sé ekki augljóst og gróft brot á
friðhelgi einkalífs 3. aðila sem ekki er gerandi í
málinu?.
Hafþór Ragnarsson
Íslendingar: fólk sem tjáir sig um hluti sem það
nennir ekki að lesa um fyrst.
7
prósent er aukning loðnu-
kvótans fyrir þessa vertíð.
Aukning nemur 38 þúsund
tonnum og verður kvótinn
nú 591 þúsund tonn.
1,05
er meðaltal marka sem
argentínski snillingurinn
Lionel Messi hefur skorað á
þessu tímabili. Messi hefur
skorað 42 mörk í 40 leikjum
á tímabilinu.
10
milljarðar er verðið sem bú-
ist er við að fáist fyrir verkið
Ópið eftir Edward Munch á
uppboði hjá Sothebys í New
York í vor.
Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is
Borðapantanir í síma 517-4300
Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr.
Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó,
sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum
ásamt hvítvínsglasi.
Bláskel & Hvítvín 2.950 kr.
Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt
hvítvínsglasi.
G
e
y
s
ir
B
istro & Bar
FERSKT
&
FREiSTa
ndi
Fagmennska
í Fy
ri
rr
ú
m
i
SpennAndi
sjávarrétta
tilBoð
M
YN
D
M
ar
ía
B
ir
ta