Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 30
2 ferming Helgin 24.-26. febrúar 2012 Gjafabréf Icelandair gildir í tvö ár frá útgáfudegi. BROT AF HEIMINUM Í FERMINGARGJÖF Gjafabréf Icelandair gildir sem greiðsla upp í flugfar til allra áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Þú velur upphæðina. + Pantaðu fermingargjöfina á www.icelandair.is ÍS LE N SK A SI A. IS I C E 5 83 51 0 2/ 12 67% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011  ásta Sigríður ArnArdóttir Shakespeare á óskalistanum „Ég hef alltaf verið ákveðin í að fermast,“ segir Ásta Sigríður Arnardóttir sem á að fermast við hátíðlega athöfn þann 9. apríl í Neskirkju. „Ég trúi svo mikið á guð að það væri hrein- lega skrýtið ef ég myndi ekki fermast. Mér finnst hann alltaf vera hjá mér. Ég er farin að hlakka mikið til. Við ætlum að halda huggulegt kaffiboð hérna heima og njóta dagsins með stórfjölskyldunni en erum ekki búin að senda út boðskortin. Þau ætlum við að gera sjálf og höfum valið eina mynd af mér sem prýða á kortin. Ég á eftir að velja mér fermingarkjól en hef hugsað mér að vera í hvítum eða rjómalituðum kjól með blómum á og svo ætla ég líka að fara í hárgreiðslu og mynda- töku. Gjafalistinn er ekki alveg tilbúinn en mig langar mest í síma í fermingargjöf og svo Shakespeare-safnið, annað hvort bækurnar eða myndirnar.“  hólmfríður SnorrAdóttir Mac-book tölva efst á gjafalistanum “Já, við erum á fullu við að undirbúa,“ segir Hólmfríður Snorradóttir aðspurð um ferminguna sem mun fara fram við hátíðlega athöfn 31. mars í Lindakirkju. „Við erum ennþá að búa til boðskortið en það verður skreytt með nokkrum myndum af mér bæði síðan ég var lítil og nýlegri myndum. Ég er búin að ákveða í hvaða kjól ég ætla að vera en á eftir að fara í bæinn og velja fylgihluti. Kjóllinn er fallega hvítur og frekar einfaldur. Við keyptum hann í Zöru. Fermingar- myndatakan mun fara fram á ljósmyndastofu og ég reikna með að hún verði fyrir ferminguna. Veislan verður svo í sal og við ætlum að bjóða um áttatíu manns.“ Hólmfríður segist að lokum vera orðin mjög spennt og hlakkar til að fermast. Gjafalistinn sé ekki ennþá orðinn langur en efst á honum tróni þó Mac-book tölva og iPod Touch.  jökull Máni ÞrAStArSon Staðráðinn í að fermast ekki Jökull Máni Þrastarson er einn þeirra unglinga á fermingar- aldri sem staðráðinn er í því að fermast ekki í vor. „Ég trúi ekki á guð, foreldrar mínir eru trúlausir og ég skil hreinlega ekki hvað borgaraleg ferming gengur út á,“ segir Jökull Máni, sem segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrir ári síðan eftir að hafa velt fyrir sér öllum möguleikum. „Vinir mínir ætla flestir að fermast. Ég á tvo fyrrverandi bekkjarfélaga sem ætla ekki að fermast eða halda veislu eins og ég. Mér er alveg sama um það hvort ég haldi veislu eða fái gjafir. Við gerum þá bara eitthvað annað fyrir peninginn sem færi í veisluna. Kannski förum við saman til útlanda, fjölskyldan. Vinum mínum finnst þetta ekkert sérstaklega merkilegt en þeir hafa samt sem áður velt því fyrir sér af hverju ég fermist ekki bara út af gjöfunum en mér finnst það alls ekki koma til greina.“  oddur BlöndAl SigurðSSon Spilar á gítar í fermingarveislunni „Ég valdi að fermast borgaralega frekar en að fermast í kirkju,“ segir Oddur Blöndal Sigurðsson sem fermist við hátíðlega athöfn í Háskólabíói þann 15. apríl næstkomandi. „Ég hef velt þessu fyrir mér í nokkur ár og finnst þetta vera rétta leiðin fyrir mig vegna þess að mér finnst ég ekki vera tilbúinn til að játa einhverja tiltekna trú. Mér var einu sinni boðið í borgaralega fermingu og fannst það spennandi val- möguleiki. Ég er ekki enn búinn að velja fermingarfötin en veislan verður í sal sem skreyttur verður myndum af mér og svo verða tónlistaratriði flutt af mér og fleirum. Ég er að læra á gítar og er að safna mér fyrir mínum eigin gítar. Þess vegna eru peningar efstir á óskalistanum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.