Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 24.02.2012, Blaðsíða 40
Uppáhalds aðstoðarlögreglustjórinn Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL A Te ik ni ng /H ar i Allt endurtekur sig. Það sést ekki síst þegar barnabörnin koma í heimsókn til afa og ömmu og fá að sofa. Vera kann að það sé heldur meira látið eftir þeim en var þegar foreldrar þeirra voru í föðurgarði en fjörið er það sama. Það er jafn gaman að fara út og ólmast í snjón- um, gefa öndunum, koma inn og fá eitthvað í gogginn, hoppa í sóf- anum, láta lesa fyrir sig þegar úr stuðinu dregur, sofna og skríða upp í – og vakna svo fyrir allar aldir, að minnsta kosti allt of snemma fyrir afa og ömmu sem telja sig hafa klárað þennan pakka fyrir margt löngu. Þá getur verið freistandi að grípa til ráða sem síður voru fyrir hendi áður og fyrrum, að setja disk í tækið eða kveikja á barnaefninu í sjónvarpinu til þess að kaupa sér örlítinn morgunfrið áður en leikurinn byrjar á ný. Sá er samt svipaður og var þótt leikföngin séu kannski önnur og heiti nöfnum sem erfitt getur verið að greina þegar litlar hendur handleika bíla sem heita Leiftur McQueen, Guido og Luigi. Það gæti jafnvel vafist fyrir þeim sem eldri eru að bera þau nöfn fram. Í mínu ungdæmi, og gott ef ekki ungdæmi barna okkar, voru nöfn leikfangabílanna heldur einfaldari; jeppi, vörubíll, sjúkrabíll, brunaliðs- bíll eða rúta... allt eftir fyrirmynd- um í raunheimi – og Doddabíll ef farþegarnir voru sköpunarverk Enid Blyton, félagarnir Doddi og Eyrnastór. Víst leika börnin sér enn að jeppum, brunaliðsbílum og vöru- bílnum en svo virðist sem Doddi hafi, að minnsta kosti tímabundið, tapað fyrir vinsælum fígúrum úr Disney-myndinni Bílar. Sá mynd- diskur hefur snúist hring eftir hring í tækinu heima hjá okkur án þess þó að afinn hafi náð að kynna sér persónur og leikendur þar að gagni. Svo mikið veit sá gamli þó að forystusauðirnir eru sprellifandi í bílagervi, fyrrnefndur Leiftur McQueen og félagi hans Krókur. Leiftur er, eins og nafnið gefur til kynna, sport- eða kappakstursbíll en Krókur hins vegar dráttarbíll. Með fylgja smábílarnir með suð- rænu nöfnin og mjúkar línur klass- ískra Fíata. Börnum samtímans fylgja líka brúður af ýmsum gerðum, hefð- bundin tuskukvikindi og leggjalöng Barbie heldur velli kynslóð eftir kynslóð. Mínir strákar áttu ofurmennið Hi Man, beinagrindina Skeletor og fleiri heldur ófrýnilegar skepnur. Með fylgdi kastali þar sem þessi afstyrmi tókust á. Sá græni Hulk gægðist stundum fram. Enn fremur festust í höfðum foreldra þess tíma undarlega nöfn þeirra Hans Olo, Obi-Wan Kenobi og Loga geim- gengils og fleiri Stjörnustríðsvera – án þess að foreldrarnir hefðu nokkurn tíma þrek til þess að komast í gegnum heila Stjörnu- stríðsmynd. Flokkur þessara furðuvera ku vera að lifna við á nýjan leik, og það í þrívídd, svo harðfullorðnir menn geta endurnýjað kynnin, horfið um stund aftur til bernskuára og jafnvel splæst í geislasverð. Þau fást nú í betri leikfangabúðum. Ef rétt er munað voru gerðar ótal tilraunir með geislasverð í kjallar- anum hjá okkur. Það var erfiðara að nálgast þau þá en nú. Brúður samtímans, að minnsta kosti þau sem minni börnin koma með í heimsókn til afa og ömmu, tengjast einnig kvikmyndum. Þar þekkir afinn þá Bósa ljósár og lög- reglustjórann Vidda. Í útliti minnir hann talsvert á annan einmana kúreka næstu kynslóðar á undan, Lukku Láka sem eltist við Dalton- bræður. Hatturinn er á sínum stað en sígarettan að sönnu víðs fjarri. Disney gamli er seigur. Hann sendir frá sér teiknimyndir sem hrífa börnin og fígúrurnar fylgja í kjölfarið. Leikfangasagan, Toy Story, tryggir að nú fylgja þeir Bósi og Viddi börnunum hvert sem þau fara. Baktaskan sem þeir félagar hvíla í er að öllum líkindum skreytt myndum af þeim og gott ef börnin sofna ekki í Bósa- eða Viddanáttfötum. Afinn er því meðvitaður um tilvist Leifturs McQueen, Króks, Bósa ljósárs og Vidda þótt hann hafi enn ekki sest niður og horft á Leikfangasög- una til enda, ekki frekar en Stjörnustríðið og Bíla. Fylgd- armenn tveggja ára afa- og ömmustráks til helgardvalar í sumarbústaðnum um síðustu helgi komu því ekki á óvart. Fyrirferðin var mest í Bósa ljósári. Hann er all digur, fer um með ljósagangi og bregður út vængjum ef hratt þarf að fara yfir. Þá er Bósi skrafhreif- inn ef hann vill það við hafa. Sama gildir um þann mjó- slegna kúreka, Vidda. Ef ýtt er á belginn á honum bregst hann fráleitt illa við heldur ávarpar viðkomandi kumpána- lega: „Sæll kúreki, segir hann, „þú ert uppáhalds aðstoðar- lögreglustjórinn minn,“ svona lauslega þýtt, auk þess sem hann tilkynnir óumbeðið að snákur sé í kúrekastígvélinu. Drengurinn gerir engar at- hugasemdir við þótt þessir félagar ávarpi hann á ensku. Leiftur og Krókur voru einnig á sínum stað. Þeirra hlutverk var hins vegar að aka, ekki að ávarpa viðstadda. Eftir ljúfan dag í sveitinni sofnaði sveinninn með Bósa og Vidda við sitt hvorn vang- ann auk þess sem hann hélt þétt um þá Krók og Leiftur McQueen. Trúr eðli lítilla barna skreið hann upp í hjá afa og ömmu þegar leið á nóttina. Út undan mér sá ég að með voru Leiftur, Krókur og Viddi. Bósi beið sem betur fer í barnarúminu. Hann er þannig í laginu að það er ekki gott að sofa hjá honum. Drengurinn hafði ekki frekari orð um málið en að bjóða Vidda að sofa á milli okkar. Sá var talgleiðari því hann til- kynnti mér, þegar ég rakst í bumbuna á honum, að hann væri með snák í stígvélinu, en hughreysti mig jafnframt með því að ég væri uppáhalds að- stoðarlögreglustjórinn. 32 viðhorf Helgin 24.-26. febrúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.