Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.02.2012, Síða 62

Fréttatíminn - 24.02.2012, Síða 62
 ÍMARK LúðRAþytuR MARKAðsfóLKs Leikkonan og grínarinn Anna Svava Knútsdóttir fór með lítið hlutverk þung- aðrar unnustu besta vinar aðalgæjans í hinni grjóthörðu glæpamynd Svartur á leik sem verður fumsýnd eftir slétta viku. Anna Svava segist hafa lagt mikinn metnað í hlutverkið en sú vinna reynd- ist til lítils því hún var klippt út og sést hvergi í myndinni. Persóna hennar er ekki glæpakvendi þannig að hún kafaði ekki ofan í undir- heima við undirbúninginn en á móti kom að hún borðaði ósköpin öll. „Ég átti að vera ólétt og borðaði mikið af saltkjöti. Ég fór eiginlega sömu leið og Robert De Niro í Raging Bull og reyndi mikið að þyngja mig. Ég fór líka í svona óléttu- tíma og krækti mér í bjúg.“ Anna Svava sá einnig um leikaravalið í Svartur á leik en gekk þó ekki svo langt að ráða sjálfa sig í hlutverk hinnar barns- hafandi Þóru. „Það var Óskar [Þór Ax- elsson, leikstjóri] sem gerði það. En þar sem ég er alltaf með stór brjóst þá voru þau alveg tilbúin fyrir hlutverkið – ætli ég hafi ekki fengið hlutverkið út á þau.“ Anna Svava harmar hlutinn sinn ekki þótt svona hafi farið. „Ég get nú ekki sagt að ég sé sár. Maður fær borgað hvort eð er og þá getur maður bara verið í fleiri myndum. Svartur á leik er svöl og spennandi glæpamynd og ég hef senni- lega hvorki verið nógu svöl né spenn- andi.“ Hún segist einnig bera þess bætur þó hún hafi lagt mikið hlutverkið. „Já, já. Það fór bara af. Ég er svo mikill „method actor“ að bara á meðan ég er að leika þá gerist þetta. Alveg ótrúlegt með mig,“ segir Anna Svava og hlær dátt. Anna Svava er reynslunni ríkari eftir Svartur á leik og segir greinilega mjög gaman að vera ólétt. „Ég hlakka til að prófa það einhvern tíma en ég þarf þess eiginlega ekki vegna þess að ég er búin að því fyrir myndina.“  AnnA svAvA KLippt úR svARtuR á LeiK Ekki nógu svöl og spennandi Ef jólin geta komið í skóg- inn þá getur þú komið heim. En þar sem ég er alltaf með stór brjóst þá voru þau alveg tilbúin fyrir hlut- verkið. Sokoloff fór með vaskan hóp í dýpstu myrkur frumskóga Kólombíu og breytti risavöxnum trjám í jólatré sem hreyfðu við tilfinningum ljóngrimmra skæruliða. Stöðvaði skæruliða með jólaskrauti Íslenskt markaðs- og auglýsingafólk heldur ÍMARK-daginn, árlega uppskeruhátíð sína, hátíðleg- an í dag, föstudag. Gleðin hefst árla dags með ráðstefnu í Hörpu þar sem einna hæst ber erindi Kólombíumannsins Jose Miguel Sokoloff sem er ekki síst þekktur fyrir árangursríka markaðs- herferð gegn FARC-skæruliðinum sem varð til þess að fjöldi þeirra lagði niður vopn og hvarf til daglegs lífs. Um kvöldið eru síðan veitt verðlaun fyrir bestu auglýsingarnar- og herferðir. Hinn svokallaði lúður er veittur. f imm fyrirlesarar taka til máls í Hörpu og fjalla um það nýjasta í snjallsímatækni, vefsíðugerð, neytendahegðun, áhrifaríkum auglýs- ingaherferðum og heitustu stefnu og strauma ársins 2012. Markaðsfólki þykir ekki síst fengur í að fá að kynnast Jose Miguel Sokoloff í návígi. Hann býr að áratuga reynslu úr auglýsingabrans- anum og tókst með frumlegum aðferð- um að fá 331 kólumbískan skæruliða til að leggja niður vopn og fara heim til sín um jólin. Í erindi sínu fjallar hann um hvernig breyta megi heiminum með því að hafa raunveruleg áhrif á líf fólks og fer yfir aðferðarfræði verk- efnisins Operation Christmas sem var sett af stað með það fyrir augum að róa herskáa skæruliða FARC. Varnarmálaráðuneyti Kólumbíu leit- aði til Sokoloffs og fékk hann til þess að stjórna jólaaðgerðinni sem hefur vakið heimsathygli. Markmið herferðarinnar var að fá FARC-liða til að leggja niður vopn og snúa aftur til samfélagsins sem löghlýðnir þegnar. Yfirvöld í landinu hafa í 60 ár barist við liðsmenn þessara elstu skæruliðasamtaka heims þannig að löngu var orðið ljóst að vopnaskak stoðaði lítið. Því var ákveðið að höfða til skæruliðanna, tilfinninga þeirra og fjölskyldna á býsna sérstakan hátt. Sokoloff fór ásamt fylgdarliði sínu inn í dýpstu skóga Kolumbíu þar sem skæru- liðarnir halda sig. Fjölfarnar gönguleiðir voru kortlagðar og stór tré valin í frum- legt hlutverk.Tvær þyrlur voru notaðar við að setja 2000 jólaljós á trén. Ljósin voru síðan tengd við hreyfiskynjara þann- ig að þegar gengið var framhjá trjánum lýstust þau upp og vöktu athygli á stórum skiltum sem letrað var á: „Ef jólin geta komið í skóginn þá getur þú komið heim. Leggðu niður vopnin. Um jól er allt hægt.“ Óhætt er að segja að þessi sérstæða herferð hafi skilað árangri þar sem 331 skæruliði sagði skilið við FARC og sneri til síns heima. Þegar landsliðið í markaðsmálum hefur hlýtt á speki fyrirlesaranna verður skipt um gír og slegið upp gleðskap í Hörpu þar sem Lúðrar verða afhentir fyrir þær aug- lýsingar og markaðsherferðir sem þykja hafa skarað fram úr á árinu. toti@frettatiminn.is Tobba Marínós ætlar að standa í bás með litlu systur sinni, Rebekku, í Kolaportinu um helgina og selja föt sem þær systur hafa ekki pláss fyrir. Meðal þess sem þær bjóða upp á eru flíkur og skór sem þær keyptu nýlega í New York. Skóna neyðist Tobba til að selja vegna þess að hún mátaði þá með þrútna fætur og þeir eru því aðeins of stórir. Annars er Tobba að grynnka á fatahrúgu sinni af illri nauðsyn þar sem sambýlismaður hennar, Karl Sigurðsson, Baggalútur og borgarfulltrúi, þvertók fyrir að hún dröslaði öllum fatalagernum inn á nýtt sameiginlegt heimili þeirra í Vesturbænum. Tobbu tókst þó að semja við kærastann um að hann færði einnig fatafórn og mun því falbjóða Brooklyn Five-jakkafötin hans. Íslensk kona með lag í Melodifestivalen Íslensk kona, Nanna Sveins- dóttir, keppti í hinni geysivin- sælu forkeppni Eurovision í Sví- þjóð um síðustu helgi – Mel- odifestivalen. Nanna ber millinafnið Bjarman og hefur alla tíð búið í Svíþjóð. Hin 34 ára Maria BenHajji söng lagið á laugardagskvöldið síðasta og heitir það: I mina drömmar. Hún hefur oft verð í bakröddum keppninnar en fékk þarna tæki- færið sitt. Lagið komst ekki áfram en Maria stóð sig nokkuð vel. Nanna samdi lagið með Thomasi Cars og var þetta í fyrsta sinn sem hún tekur þátt í undankeppninni. Hún býr í Uppsala í Svíþjóð. Er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. - gag Össur fylgist með Borgen Dönsku sjónvarpsþættirnir Borgen hafa gert það gott í Danmörku og víðar og Sjónvarpið hefur nú hafið sýningar á þessum grípandi og spennandi þáttum um pólitískan hráskinnaleik í dönskum stjórnmálum. Efniviðurinn er safaríkur og sumir telja sig stundum geta greint bergmál frá íslenskri pólitík í þáttunum til dæmis í tilfelli ráðherra sem sest á ritstjórastól þar sem hann lætur öllum illum látum. Ætla má að þættirnir höfði ekki síst til fólks sem lifir og hrærist í stjórnmálum og heyrst hefur að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, haldi mikið upp á þættina og reyni að missa ekki af Borgen á sunnudagskvöldum. Tobba selur föt TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk 54 dægurmál Helgin 24.-26. febrúar 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.