Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 06.07.2012, Blaðsíða 19
LEIÐIN TIL HOLLUSTU www.skyr.is Norræna matvælamerkið Skráargatið auðveldar þér að velja holla matvöru. Vörur með Skráargatinu verða að uppfylla ákveðin næringar- viðmið og teljast hollastar í sínum fæðuflokki. Skyr.is drykkirnir standast þessar ströngu kröfur, þú getur því treyst á hollustu Skyr.is. milli félagslegrar stöðu og heilsu. Í Grænlandi sést þetta greinilega í rannsóknum sem gerðar voru á ár- unum 2005-10 á heilsu hinna efnuð- ustu og fátækustu í samfélaginu. Tvöfalt fleiri hinna fátækustu reykja, tæp 80 prósent á móti 40. Munurinn á drykkju er sá sami, 60 prósent hinna fátækustu drekka of mikið en 28 prósent hinna efnuðustu. Hinir fá- tækustu þjást frekar af langvarandi sjúkdómum og búa við mun fábreytt- ara mataræði. En hver eru stærstu vandamálin? „Það fer eftir því til hvers maður horfir. Það er margt mjög jákvætt að gerast,“ segir Birgit. „Við sjáum þó að það hefur reynst erfitt fyrir hluta samfélagsins að taka þátt í þessum breytingum, sérstaklega fólk í byggðunum. Þar eru skólar oft ekki eins góðir og því erfitt að sækja sér góða menntun sem verður þess jafnframt valdandi að það er erfið- ara fyrir fólk að taka þátt í þeim já- kvæðu breytingum sem eru í gangi í samfélaginu. Íbúar í samfélögun- um í byggðunum hafa jafnframt aðra reynslu en fólk í stærri samfélögum og það er erfitt að breyta einhverju sem fólki finnst ekkert vera vanda- mál. Þess vegna verða breytingar fyrst í Nuuk og breiðast síðan út um landið,“ segir Birgit. „Mitt helsta áhyggjuefni er heilsa barna. Ég hef til að mynda skoðað sérstaklega fjölskyldur þar sem for- eldrar geta ekki hugsað um börn sín án utanaðkomandi hjálpar. Vanda- málin tengjast mjög oft misnotkun áfengis sem hefur áhrif á fjölskyldu- lífið og heilsu barnanna,“ segir Birg- it. Áfengisneysla mikið vandamál Áfengisneysla í Grænlandi er mun meiri en á öllum öðrum Norðurlönd- unum nema í Danmörku en Danir neyta mesta magns áfengis allra Norðurlandabúa. Neysla Grænlend- inga er hins vegar annars eðlis en Dana og einkennist af túrafylleríum. Áfengisneysla hefur dregist all- verulega saman í Grænlandi frá því um miðjan níunda áratuginn þegar hún náði hámarki. Árið 1782 lögðu Danir bann við sölu áfengis til ný- lenduþjóðarinnar Grænlendinga. Banninu var aflétt smám saman og árið 1954 gátu íbúar á vesturströnd- inni keypt áfengi að vild. Árið 1960 neyttu Grænlendingar yfir 14 ára aldri að meðaltali 6 lítra af vínanda á ári. Það jókst hratt á 7. áratugn- um og í kjölfarið var Edrúráðið sett á fót í því skyni að greina áfengis- vandann og bregðast við honum. Í niðurstöðum Edrúráðsins frá árinu 1971 kemur fram að 37 prósent allra heimila stríða við áfengisvandamál. Árið 1974 var neyslan komin í 19 lítra á mann á ári en í kjölfarið voru settar takmarkandi reglur á sölu áfengis sem urðu til þess að neyslan dróst saman um nær helming. Eftir að reglurnar voru afnumdar jókst áfengisneyslan að nýju og náði sögulegu hámarki árið 1987 í 22 lítr- um af vínanda á mann árlega. Árið 2011 var neyslan 9,8 lítrar á mann á ári og hefur dregist saman um 3,7 lítra frá því árið 2000. Til saman- burðar var áfengisneysla á Íslandi 7,5 lítrar árið 2007 en Hagstofan hefur ekki gefið út tölur um áfengis- neyslu Íslendinga síðan þá. Fyrsta áfengismeðferðarstöðin var opnuð á Grænlandi árið 1995 og í kjölfarið var önnur meðferðar- stöð opnuð í Ilulissat. Árið 1999 var áfengis- og vímuefnaráð sett á stofn sem hefur það að markmiði að vinna að forvörnum gegn áfengis- og vímu- efnaneyslu, sem og að úrræðum. Mikill meirihluti fólks sem fætt er á árunum 1960-1985 ólst upp við að foreldrar þeirra áttu við áfengis- vandamál að stríða, samkvæmt rannsóknum Peter Bjerregaard, prófessors í miðstöð heilbrigðis- rannsókna í Grænlandi. Alls sögð- ust 60-70 prósent þessa fólks hafa alist upp við alkóhólisma. Þriðjungur þeirra varð oft fyrir kynferðislegri misnotkun, 43 prósent höfðu gert til- raun til sjálfsvígs eða strítt við sjálfs- vígshugsanir, 42 prósent átti sjálft við áfengisvandamál að stríða og nær 70 prósent reyktu. Börn alkóhólista nú foreldrar Birgit er spurð að því hvers vegna áfengisneysla er svona mikið vanda- mál í Grænlandi? „Vegna þess að Grænlendingar eru ekki vanir því að neyta áfengis. Þetta átti sér líka stað í iðnríkjunum – þegar fólk flutti frá þorpum í bæi og borgir urðu til mikil vandamál tengd áfengisneyslu. Áfengi kom í raun til Grænlands á sjötta áratug síðustu aldar og börn fyrstu kynslóðar þeirra sem neyttu áfengis eru nú foreldrar. Vandamálið verður enn stærra ef þú elst upp við misnotkun áfengis, hefur ekki fengið að læra hvernig setja á mörk eða ein- faldlega hvernig venjulegir hlutir eru gerðir. Það er skaðlegt að eiga ekki í nánu tilfinningasambandi við for- eldra þína líkt og gerðist á þessum árum. Hvernig geturðu átt í tilfinn- ingasambandi við börnin þín ef þú áttir ekki í slíku sambandi við for- eldra þína? Ef þú hefur aldrei fengið að borða á reglulegum tímum, hvern- ig áttu að geta gefið börnunum þín- um morgunmat áður en þau fara í skólann? Það tekur skamma stund að eyðileggja en margar kynslóðir að laga aftur,“ segir Birgit. „Við lítum á áfengisvandamálið sem stærsta vandamálið í hinni nýju lýðheilsuáætlun. Í öðrum vanda- málum, svo sem reykingum, mat- aræði, hreyfingu og þess háttar erum við með eitt ár þar sem við undirbúum aðgerðir tengd þessum vandamálum og framkvæmum þær síðan árið á eftir. Hvað varðar áfeng- isvandann erum við hins vegar með aðgerðir í framkvæmd öll fjögur árin. Það á ekki aðeins við um okkar áætlun heldur einnig aðrar áætlanir sem tengjast heilbrigði, svo sem heil- brigði barna,“ bendir hún á. „Frá og með 1. janúar 2012 hafa verið gerðar miklar umbætur á áfengismeðferðarkerfinu sem er hluti af lausninni á þessu fjölþætta vandamáli, því áfengisneysla er ekki orsök vandamálsins heldur afleiðing. Það hafa almennt orðið miklar fram- farir á sviði áfengisvarna frá því lýð- Alls sögðust 60-70 prósent þessa fólks hafa alist upp við alkóhólisma. Þriðj- ungur þeirra varð oft fyrir kynferðis- legri misnotkun ... Framhald á næstu opnu úttekt 19 Helgin 6.-8. júlí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.