Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 06.07.2012, Qupperneq 26
E N N E M M / S ÍA / N M 5 2 9 2 6 Ergo vill aðstoða þig við að eignast farartæki Með því að lækka lántökugjöld um 50% vill Ergo auðvelda þér að taka lán fyrir farartækinu sem þig dreymir um. Á ergo.is finnur þú nánari upplýsingar um bílalán, græn lán og ferðavagnalán. Reiknaðu með Ergo. 50% lægri lántökugjöld* Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is *Tilboðið gildir til 15. júlí þrjú herbergi og sturtan var krani í loftinu með ísköldu vatni og allt morandi í flugum. Ég náði nú að sofna aðeins en þegar ég vaknaði stóðu þrjár ungar stúlkur yfir mér, ein frá Bandaríkjunum, ein frá Kanada og ein frá Tékklandi. Þær voru grátandi og ekkert vinalegar við mig. Þá kom í ljós að ein þeirra hafði verið í fjórar vikur, önnur í þrjár og sú þriðja í tvær. Þær höfðu komjð alla þessa leið og ekki fengið neitt að gera. Maður fær á tilfinn- inguna að þarna hafi verið peninga- plott á ferð, þetta var algjört fíaskó. Samtökin hér heima stóðu sig vel, en samtökin í Tansaníu klikkuðu algjörlega. Við borgðum 100 doll- lara á mann fyrir leigu á kofanum í sex vikur, en ég er ekki alveg búin að gera upp við mig hvort það væri verið að svindla á okkur eða ekki. Það er ekkert sem heitir skipulag í Tansaníu. Við urðum mjög góðar vinkonur þessar fjórar og ákváðum að taka málin í okkar hendur og skipuleggja starfið. Við vissum að það væri von á fjörutíu sjálfboðaliðum eftir nokkra daga. Ekkert húsnæði var að fá, svo við fengum það i gegn að keyptar væru kojur í kofann og þar bjuggum við rúmlega fjörutíu plús leðurblaka og tvær rottur. Ég gat ekki sofið fyrstu vikuna því ég hafði ekki flugnanet en þegar ég vaknaði með andlitið á rottu á kinninni á mér, skírði ég hana bara Remi og við urðum góðir vinir. Og þetta var ekkert lítil krútt- leg rotta sko! Svo voru risakóngu- lær um allt...“ Þær vinkonur komu sér upp starfsaðstöðu á ströndinni, skrif- uðu, plönuðu og gerðu allt sem gera þurfti fyrir verðandi sjálfboðaliða. „Það var ekkert auðvelt, því þarna eru til dæmis kaþólskir skólar og í þeim skólum mátti ekki nefna orðin kynlíf, smokkur eða eyðni. Þegar við stelpurnar vorum búnar að taka þetta verkefni að okkur, bjuggum við til heimasíðu og gerðum áætlun fyrir þessa fjöru- tíu sem voru að koma svo þeir lentu ekki í því sama og við. Við útdeild- um verkefnum á þau. Þá fór þetta að ganga smurt. Sendum þeim tölvupósta hvað þau þyrftu að taka með sér, því mér hafði verið sagt að ég þyrfti ekki að koma með neitt nema fötin mín. Það var undantekn- ing að fólk væri sótt á flugvöllinn, krakkar niður í átján ára stóðu þar oft heila nótt. En við sáum til þess að það yrði alltaf einhver að sækja þau.“ Rænt í Dar es Salaam „Við vinkonurnar gátum ferðast vegna þess að okkar vinna fór að mestu leyti fram í tölvum svo við fórum til Zanzibar og svo til Kenýa og þegar við vorum á leiðinni þaðan komum við inn í borgina Dar es Salaam, stærstu borgar Tansaníu. Rútan stoppaði ekki á rútustöðinni, heldur keyrði inn í borgina og við vorum ekki alveg vissar um hvar við værum staddar. Undir venju- legum kringumstæðum hefðum við bara gengið, en ein stelpnanna hafði snúið svo illa á sér fótinn að við ákváðum að taka leigubíl. Það voru þarna tveir leigubílstjórar sem létu okkur ekki í friði, buðu okkur verð sem hljómaði vel, við værum greinilega nálægt ferjunni. Ég ætlaði að setjast fram í, þegar bílstjórinn sagði að vinur hans yrði að koma með í bílnum – semsagt hinn leigubílstjórinn. Ég rúllaði niður rúðunni hjá mér alveg niður, en það geri ég alltaf í útlöndum til að eiga undankomuleið. Eftir hálf- tíma í bílnum var komið myrkur og þeir keyrðu bara inn í dularfullt hverfi. Ég talaði spænsku við eina vinkonu mína og sagði henni að þetta væri orðið eitthvað furðu- legt. Skyndilega vorum við stödd í dimmasta hverfi borgarinnar, félagarnir stöðvuðu bílinn, sneru sér við og beindu að okkur byssum. „Við erum sómalískir sjóræningar. Okkur langar ekki að drepa ykkur en afhendið okkur alla peningana ykkar. Ef þið reynið að flýja verðið þið drepnar, ef þið reynið að öskra verðið þið drepnar. Það eru þrír bílar með okkur svo þið getið ekki flúið.“ Þá kom þriðji maðurinn inn í bílinn og settist farþegamegin frammi í, en sá sem hafði setið þar lagðist yfir okkur. Við fórum að tína upp úr töskunum okkar alla peninga sem við fundum og þeir sögðu að ef við værum með innan- klæðisveski og létum þá ekki fá þau fengjum við að kenna á því. Þá mundi ég skyndilega að ég var með eitt slíkt. Ég náði að draga peninga upp og stakk þeim á vinkonu mína án þess að þeir sæu. Ein vinkona mín sagðist vera með kreditkort og þeir náðu því og tveimur öðrum og svo var rúntað milli banka í þrjá klukkutíma. Ég var með byssu- stinginn í lærinu allan tímann. Þeir sögðu alltaf að hraðbankarnir virkuðu ekki. Sá þriðji fór úr bíln- um, en hinir tveir ræddu hvort þeir ættu að drepa okkur eða sleppa okkur. Sá sem vildi drepa okkur tók af okkur myndavélar og síma, en hinn laumaði peningum að okkur þegar við vorum komnar út úr bílnum. Annar mannanna fór með okkur að þriðja leigubílnum og setti okkur inn í hann. Ég var viss um að nú yrðum við drepnar, seldar mansali eða nauðgað. Þegar við vorum komnar úr augsýn ræningj- anna rukum út úr bílnum, fundum „tuc tuc“ og hann keyrði okkur á ferjuna. Þegar við vorum komnar á okkar „heimaslóðir“ fórum við á einskonar bar þar sem við þekktum alla og þar brotnðum við algjörlega saman. Það liðu sex tímar þar til við komum úr rútunni, á tryggt land og vorum meðal vina.“ Síðar kom auðvitað í ljós að hver einasti hraðbanki hafði virkað og sjóræn- ingjarnir höfðu tæpa hálfa milljón íslenskra króna upp úr krafsinu, sem kreditkortafyrirtækin endur- greiddu stúlkunum. Með sveðju við hálsinn „Það var ekki fyrr en ég lenti í næsta hryllingi sem ég varð verulega hrædd. Þarna náði ég ein- hvern veginn að hugsa: „Þetta er nú bara töff. Ég lenti í höndunum á sómölsk um sjóræningjum og lifði af.“ Pabbi kom til mín í heimsókn og við gistum á stað við ströndina. Þar voru lítil hús og boðið upp á alvöru mat, en ég hafði eiginlega bara lifað á avocado, mangó og hrís- grjónum þessar vikur. Fyrsta dag- inn sem pabbi var þarna ákváðum við að fara til Dar es Salaam. Við gengum að ferjunni eftir vegi sem er mjög langur og yfirleitt mikil umferð þar. Við höfðum gengið í einn og hálfan tíma í átt að ferjunni og ákváðum að ganga alla leið, 1. Sunnefa gerði sér að góðu að handþvo allan þvott, enda lúxusnum ekki fyrir að fara. 2. Hér bjó Sunnefa, fyrst með þremur öðrum, svo með fjörutíu og þremur, tveimur rottum og einni leðurblöku og lét sér fátt um finnast. 3. Vinkonurnar hvíla sig í stofunni. 4. Fallegt fólk sem á nóg af brosi. Þarna sá Sunnefa hversu litlu veraldleg auðæfi skipta. Hins vegar var myndatextinn hennar við þessa mynd: „Ég vildi bara taka þá og bjarga þeim öllum frá flugunum...“ 5. Stundum þarf að hafa hugmyndaflug og þegar þurrkherbergi vantar er bara búið til eitt slíkt í svefn- herberginu. 6. Hér var ekki fyrir að fara flottri eldavél en maturinn bragðaðist engu að síður vel – það er að segja þegar þær fundu loksins mat- vöruverslun eftir þriggja vikna dvöl. Frá Tansaníu:    26 viðtal Helgin 6.-8. júlí 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.