Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Page 36

Fréttatíminn - 06.07.2012, Page 36
Skammdegisflipp H Höfðatún í Reykjavík er kennt við frægasta hús borgarinnar og raunar landsins alls. Erlent ferðafólk í rútuförmum kemur að Höfða svo það geti séð með eigin augum húsið sem hýsti fund Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikaels Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Á þeim fundi var grunnur lagður að lokum kalda stríðsins, þeirrar ógnar sem hvílt hafði yfir allri heimsbyggðinni allt frá lokum síðari heimstyrjaldarinnar. Kjarna­ flaugar stórveldanna beindust að hvoru öðru með hættu á gjöreyðingu heimsbyggðarinnar. Þessi fundur og sá árangur sem þar náðist, þótt menn áttuðu sig ekki fyrr en nokkru síðar, var merki­ legri en flestir slíkir og með ýmsu öðru undanfari heimssögulegra atburða, niðurrifs hins illræmda Berlínarmúrs, falls kommúnismans og endaloka Sovétríkjanna. Þess vegna greyptist mynd Höfða í minni fólks víða um heim. Þetta hvíta hús Íslendinga var á sjónvarpsskjám og forsíðum um allan heim haustið 1986 og sú frægð helst enn. Það sjá starfsmenn Fréttatímans við Sætún eins og aðrir sem daglega eiga erindi fram hjá þessu fræga húsi. Þar stilla útlendir gestir landsins sér upp til þess að fara með minn­ inguna heim, líkt og þegar við látum mynda okkur í París með Eiffelturninn í baksýn eða í Washington með annað hvítt hús í bakgrunni. Höfði sýnir, þegar heim er komið, að viðkomandi var í Reykjavík, höfuðborg Íslands. Ekki þarf að hafa mörg orð um átök stjórnar og stjórnarandstöðu í landsmálum eða meiri­ og minnhluta í stjórnum sveitarfélaga, til dæmis borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrir kemur þó að samstaða myndast um mál sem kjörnir fulltrúar fást við. Það átti við þegar æðstu yfirvöld höfuð­ borgarinnar náðu saman um það að fella niður nafn þeirrar götu sem kennd er við frægasta hús borgarinnar. Samstaða náðist um það í desember 2009, í stjórnartíð Hönnu Birnu og hennar fólks, að nafni Höfðatúns, milli Laugavegar og Sæbraut­ ar, yrði breytt í Katrínartún. Katrínartún, eftir hverjum? Svo hugsuðu þeir og spurðu sem lásu tíðindi af þessu á sínum tíma og reyndu að rifja upp hvort Íslendingar ættu Katrínu miklu í sögu sinni en voru litlu nær þegar þeim var sagt að Höfðanafnið fræga viki úr götu­ heitinu svo minnast mætti Katrínar Magnússon. Jafnvel fróðustu menn kveiktu ekki á konunni. Þeir kipptu sér samt ekki verulega upp við þetta, töldu ákvörðun borgaryfirvalda skammdegisflipp og gengu út frá því að næsti borgarstjóri kæmi viti fyrir sitt fólk með hækkandi sól, enda borgar­ stjórnarkosningar þá í vændum. Jón Gnarr var kominn á skrið með sitt Besta lið. En það breytti engu þótt skammdegið viki fyrir björtum dögum og Gnarr settist í stólinn. Ágrein­ ingur varð verulegur milli meiri­ og minnihluta, nema í einu máli. Höfðatúnið hélst á dauðalista borgaryfirvalda og sama gilti um Skúlatún, milli Borgartúns og Skúlagötu, sem er ekki kennt við ómerkari mann en sjálfan Skúla fógeta, föður borgarinnar. Nýi meirihlutinn hélt fast við ákvörðun þess gamla að breyta Skúlatúninu í Þórunnartún, eftir Þórunni Jónassen. Sömu menn og kveiktu ekki á Katrínu miklu, það er að segja þeirri íslensku, voru litlu nær um frú Jónassen. Sama gilti um Sætún, sem liggur milli Borgar­ túns og Höfðatúns, þaðan sem sér út á sæ, eins og nafnið bendir til. Fyrrverandi og núverandi borgaryfirvöld rífast um flest en eru þó sam­ stiga um að sjávartúnið heiti framvegis Guð­ rúnartún. Kennt við hvaða Guðrúnu?, spurðu þeir sem hvorki könnuðust við Katrínu né Þórunni og mundu í svipinn ekki eftir neinni frægari í Íslandssögunni en Guðrúnu Ósvíf­ ursdóttur. Jú, sögðu þeir sem gerst máttu vita, Guðrúnu Björnsdóttur. Vóru þeir, frómt frá sagt, öngvu nær, þótt eflaust hafi Guðrún Björnsdóttir verið hin mætasta kona, ekki síður en frú Magnússon og frú Jónas­ sen á sinni tíð. Verkið var síðan fullkomnað með ákvörðun fyrri borgaryfirvalda, með fullum stuðn­ ingi núverandi borgaryfirvalda í framkvæmd, að austurhluti Skúlagötu héti framvegis Bríetartún. Það lifnaði aðeins yfir þeim sem voru eins og álfar Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Mesta úrval landsins af rafgeymum fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is Kíktu á gjafatilboðin lindesign.is Einstakar búðargjafir Fært til bókar Guðni og „samfylkingarandinn“ Guðni Ágústsson, fyrrum ráðherra og formaður Framsóknarflokksins var helsti hvatamaður þess að Ólafur Ragnar Grímsson gæfi kost á sér fimmta kjör- tímabilið í röð, þótt vart væri hægt að leggja annan skilning í orð forsetans í áramótaávarpinu en að hann ætlaði sér að hætta. Guðni gladdist því á kosninganótt þegar úrslitin lágu fyrir og enn fremur í grein í Morgunblaðinu í gær, fimmtudag. Þar fagnar hann því að forsetinn fái fjögur ár til viðbótar til þess að berja á Jóhönnu, Steingrími og Össuri og verja landið fyrir þeim, í Evrópusam- bands- og Icesavemálum. „Varðstaða Ólafs Ragnars Grímssonar boðar okkur öryggi á erfiðum tímum. Forsetinn hefur orðið að slá á fingur ríkisstjórnar- innar hvað eftir annað. En hann veitir nú sínum gömlu samherjum það aðhald sem þeir þurfa í stærstu málum samtímans. Hann hefur tekið sér stöðu með þjóðinni.“ Eitt helsta skammaryrði Guðna í greininni er „samfylkingar- andi“ sem hann telur vera meðal þess sem helst ógnar framtíð Íslendinga. Þessi andi „sem hefur minnimáttarkennd og undirgefna al- þjóðahyggju að leiðar- ljósi. Andi sem vill ekki sjálf- stæði Íslands og berst með öllum tiltækum að koma okkur undir er- lent vald, er á móti fullveldi landsins.“ Af skrifum Guðna, helsta stuðningsmanns Ólafs Ragnars, má ráða að þessi sami andi hafi herjað á helsta keppinaut for- setans í nýafstöðnum kosningum. „Þóra Arnórsdóttir,“ segir ráðherrann fyrr- verandi, „komst aldrei í kosninga- baráttunni frá því að vera fulltrúi Icesave-manna og ESB-sinna sem kaus að láta ríkisstjórn- ina í friði með öll sín ætlunarverk. Hún féll úr hreinum meirihluta niður í 33% fylgi af því að hún sjálf náði ekki að þvo hendur sínar og hafði í kringum sig óða samfylkingarmenn sem sköðuðu framboð hennar.“ 36 viðhorf Helgin 6.-8. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.