Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Síða 38

Fréttatíminn - 06.07.2012, Síða 38
KYNNING É g byrjaði að fikta við golfið árið 1973 – þá kynntist ég því. Og við tók heilt sumar í barnapössun og við að selja Vísi auk þess að vera kylfusveinn til að eiga fyrir fyrsta golfsettinu. Já, ég byrjaði níu ára gamall,“ segir Ingibergur Jó- hannsson deildarstjóri Golfdeildar Úrvals Útsýnar. Þrátt fyrir þetta segist hann ekki vera keppnismað- ur í íþróttinni, „mitt nafn er ekki þekkt í keppnis- golfinu, ég hef farið lægst 3 í forgjöf, sem er ágætt svo sem. En, ég er lærður golfkennari, var að ljúka því um daginn ásamt góðum hópi og er PGA-kenn- ari.“ Draumalíf golfarans Ingibergur hefur starfað í um það bil átta ár við það að flytja Íslendinga út til heitari landa þar sem þeir geta lagt stund á golfíþrótt- ina og einbeitt sér að henni við fyrsta flokks aðstæður. Það hlýtur að teljast draumastarfið? „Við getum orðað þetta sem svo að hann er margur félaginn sem spilar golf og öfundar mig mikið. Ég er sjö til átta vikur, vor og haust, úti og á Tenerife yfir veturinn. Já, ég er mikið erlendis með góðu og skemmtilegu fólki að vafstra í kringum golfið. Eini gall- inn er að þeim mun meira sem maður vinnur við þetta, þeim mun minna spilar mað- ur sjálfur,“ segir Ingibergur. En, það verður náttúrlega ekki við öllu séð. Það eru ekki síst félagar hans í hinum rótgróna golf- klúbbi Amen sem renna til hans öfundarauga. „Amen? Já, þetta er með tilvísan í Amen Corner. Þetta er eina heilaga stundin hjá mér og fastur liður í hverjum ráðningar- samningi, að ég sé laus við þá. Alltaf á mánudögum eftir hádegi hittumst við og spilum,“ segir Ingibergur. Amen telur um sextán til tuttugu manns, hópur sem hittist árið 2001 þegar Ingibergur var á Spáni í æfingabúðum. „Þá var klúbburinn stofnaður, þar var kveikjan.“ Allt að 60 þúsund Íslendingar í golfinu Ingibergur segist vitaskuld ekki hafa farið varhluta af þeim mikla og vaxandi áhuga á golfinu meðal Ís- lendinga. Hann segir jafnframt að kreppan hafi sett að einhverju leyti strik í reikninginn, þá með þeim hætti að einkennandi fyrir þá hópa sem hann er að flytja út séu á aldrinum 55 plús. „Þó þetta sé allur aldursskalinn þá eru þeir sem helst sækja í þessar ferðir fólk á besta aldri sem er minna skuldsett og með sæmilega tryggar tekjur. Þá hefur áhrif að ferð- irnar hafa lækkað miðað við gengi evru – við höfum náð gríðarlega hagstæðum samningum og fengum okkar birgja úti til að endurskoða verðskrá sína að teknu tilliti til gengismála. Þeir sem það gerðu ekki urðu af viðskiptum okkar.“ Og það er eftir nokkru að slægjast fyrir þá sem standa í ferðaþjónustu sem tengist golfinu. Þar eru Íslendingar heimsmeistarar miðað við hina margfrægu höfðatölu, eins og í svo mörgu öðru. Samkvæmt könnunum, þeir langstærstu, að sögn Ingibergs. „Aðeins í Sví- þjóð eru hlutfallslega f leiri skráðir í golfklúbba. En, þeir eru svo margir sem ekki eru í klúbbum hér sem eru að spila. Miðað við tölur frá Gallup og Capacent erum við langstærst – þær tölur sýna að 50 til 60 þúsund Ís- lendingar fara í golf einu sinni á ári eða oftar.“ 38 ferðir Helgin 6.-8. júlí 2012  Golf Draumastarf að flytja ÍslenDinGa út til heitari lanDa ÍS L E N SK A SI A .I S U T I 60 19 1 06 /1 2 Úrval af vönduðum gönguskóm frá þekktum framleiðendum. Þú getur treyst okkur Þegar velja Þarf gönguskó. verð: 52.990 kr. Meindl island GTX Hálfstífir og margrómaðir. fáanlegir í dömu- og herraútfærslu. tilboð: 34.392 kr. Meindl Kansas GTX sérlega þægilegir og traustir, gore- tex vatnsvörn. fáanlegir í dömu- og herraútfærslu. almennt verð: 42.990 kr. verð: 29.990 kr. TnF VindicaTor Mid GTX Þægilegir í léttar göngur. fáanlegir í dömu- og herraútfærslu. verð: 54.990 kr. scarpa HeKla GTX klassískir gönguskór fyrir dömur. fást í kringlunni og glæsibæ. Herraútfærsla: scarpa ladakh. NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS gakktu lengra Í sumar Heimsmeistarar í ástundun golfs Ingibergur Jóhannsson lifir og hrærist í golfíþróttinni og hefur gert alla tíð. Sem krakki tók hann stefnuna í þá átt og hefur undanfarin ár starfað við að flytja Íslendinga til sólríkra landa til að spila golf - nú sem deildarstjóri Golfdeildar Úrvals Útsýnar. Ingibergur Jóhannsson. Níu ára passaði hann börn, bar út Vísi og var kylfusveinn til að safna fyrir fyrsta settinu – hann lifir og hrærist í golfinu. KYNNING „Fyrst þegar bókin kom út, árið 1973, seldist hún upp með látum. Varð allt brjálað og handagangur í öskjunni – eins og maðurinn sagði. Og ný útgáfa kom út strax árið 1974,“ segir Halfdan Örlygsson útgefandi. Kortabók fylgir Ný útgáfa Vegahandbókarinnar er komin í bókabúðir og á bensínstöðvar – hinn ómissandi ferðafélagi. Þessi merkilega útgáfustarfsemi stendur nú á tímamótum en hún er nú fertug. „Já, þetta eru tímamót. Þetta er í raun fertugasta sumarið sem hún er í bílum landsmanna,“ segir Halfdan: „Hún hefur verið í stöðugri uppfærslu alla tíð. Þetta er 15. útgáfa og það sem má teljast bylting varðandi notkun bókarinnar nú er sérstök kortabók. Fólki hefur stundum fundist erfitt að eiga við lítil kort og sjá ekki framhaldið en nú er auðvelt að fletta á milli bókarinnar og svo kortabókarinnar til að fá yfirsýn yfir það svæði sem ferðast er um. Menn geta, ef þeir lesa leiðbein- ingarnar um notkun bókarinnar, hæglega sveiflað sér á milli.“ Útgáfa Vegahandbókarinnar, sem nú stendur á tímamótum eins og áður segir, er athyglisverð. „Upphafið er að guðfaðir bókarinnar, Örlygur Half- danarson faðir minn, gaf út Ferðahandbókina sem er þá forveri Vegahand- bókarinnar. Svo var það fyrir um fimmtán árum að við steypum saman Vegahandbókinni og Ferðahandbókinni. Þá komu allar þessar myndir inn; mönnum þótti til að setja inn kort og texta,“ segir Hálfdan. Þrír ættliðir Ritstjórar bókarinnar eru þrír og er hver um sig fulltrúi sinnar kynslóðar – þrír ættliðir: Eva Hálfdanardóttir, Hálfdan Örlygsson og Örlygur Hálf- danarson. Nýju útgáfunni fylgja f leiri hundruð ljósmyndir, hljóðbók þar sem sjálfur Arnar Jónsson les þjóðsögur ásamt fleirum... „Þetta er heilmikil útgerð og margir sem koma að mál- um auk þess sem við erum í sam- bandi við sveitarfélög, þá sem eru staðkunnugir og svo höfum við verið í fimm ár við að þróa vef – vegahandbokin.is – bækurnar eru komnar „on line–, á íslensku, ensku og þýsku. Ferðavefur þar sem finna má upplýsing- ar, meðal annars um yfir þrjú þús- und örnefni og ágætt að byrja ferðalagið þar. Hinn ómissandi ferðafélagi Vegahandbókin er nú fertug og er útgáfusaga þessarar bókar, sem mörgum ferðalangnum er ómissandi ferðafélagi, merk.  ferðalöG VeGahanDbókin fertuG Háldan Örlygsson er ánægður með nýja Vegahandbók; aukin og bætt útgáfa og er þessi ágæti ferða- félagi nú kominn „on line“.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.