Fréttatíminn - 06.07.2012, Qupperneq 44
Brimborg kynnti
fyrr í mánuðinum
nýjan Ford Explo-
rer, kláran í fjöl-
skylduferðalögin
í sumar fyrir þá
sem vilja öflugan
jeppa. Explorer er
með 290 hestafla
V6 bensínvél sem
skilar 290 hest-
öflum. Eldsneytis-
notkun er 10,3 lítrar
á hundraðið miðað
við langkeyrslu.
Bíllinn er búinn
6 gíra SelectShift sjálfskiptingu
auk þess sem hægt er að velja um
fjórar mismunandi skynvæddar
stillingar á drifstýringarkerfinu
allt eftir aðstæðum.
Í nýja Ford Explorer er lýsingin
stillanleg og því hægt að velja þá
lýsingu sem er þægilegust í mis-
munandi aðstæðum og við mis-
munandi birtuskilyrði. Einnig er
hægt að fá hann með BLIS (Blind
Spot Information System) sem
skannar blinda blettinn og gerir
ökumanni viðvart með því að það
kviknar á ljósi í hliðarspegli þeim
megin sem bifreið nálgast.
Ford Explorer er með 20 tommu
álfelgum og hljómflutningstækjum
frá Sony, 11 hátölurum, leður-
áklæði og einnig er hægt að panta
úrval aukabúnaðar hjá ráðgjöfum
umboðsins, að því er fram kemur á
heimasíðu þess.
Sæti jeppans eru fjölstillanleg
þannig að auðvelt er að hlaða hann
og koma fyrir fyrirferðamiklum
hlutum.
44 bílar Helgin 6.-8. júlí 2012
Ford Nýr ExplorEr jEppi kyNNtur rENault–NissaN VEðjuðu á raFbíla Fyrir rúmum Fjórum
Nýr Ford Explorer er með 290 hestafla V6 bensínvél og
sex gíra sjálfskiptingu.
Klár í sumarferðalögin
Eldsneytisnotkun er 10,3 lítrar á hundraðið miðað við langkeyrslu.
Nýjung!
D-vítamínbætt
LÉttmJÓLK
Nýjar höfuðstöðvar Toyota
Toyota hefur flutt alla starfsemi sína frá Kópavogi yfir í Kauptún 6 í Garðabæ, við hlið
Ikea þar sem áður var stórverslun Byko. Í Kauptúni verður sala á nýjum og notuðum
Toyota- og Lexusbifreiðum, auka- og varahlutaverslun, bílaverkstæði, málningar- og
réttingaverkstæði, bílaþvottur og hraðþjónusta sem sinnir smurþjónustu og þjónustu-
skoðunum auk annarrar starfsemi sem tilheyrir þjónustu fyrirtækisins.
Fram kemur í tilkynningu Toyota að með
flutningnum sé stigið stórt skref í átt að betri
þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins þar
sem öll starfsemin sé komin undir eitt þak, en
þjónustan var í ellefu byggingum áður.
Toyota afhenti fyrsta bílinn í hinum nýju
höfuðstöðvum á mánudaginn. Björn Friðrik
Svavarsson tók við lyklunum að Toyota Yaris Hy-
brid úr höndum Úlfars Steindórssonar, forstjóra
Toyota á Íslandi.
Björn Friðrik Svavarsson, Úlfar
Steindórsson, Haraldur Þór
Stefánsson, Kristinn J. Einarsson
og Gunnar Þór Eggertsson.
b ílaframleiðendurnir Renault–Nissan veðjuðu opinberlega á rafbíla fyrir rúmum 4 árum og nú eru báðir fram-
leiðendurnir búnir að ná þeim áfanga að
fjöldaframleiða rafbíla, að því er fram kemur
í tilkynningu umboðsins, BL. Renault hóf al-
menna sölu á Kangoo-rafbíl og Fluence-rafbíl
í nóvember á síðasta ári í nokkrum löndum,
Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Írlandi og
Danmörku. Fleiri lönd hafa verið jafnt og þétt
að bætast í hóp þeirra sem selja Renault-raf-
bíla. BL er að vinna að því að fá leyfi til inn-
flutnings á rafbílum og ef allt gengur eftir þá
ætti innflutningur að geta hafist fyrri hluta
næsta árs.
Rafmagnsútgáfa af Kangoo er framleidd
í sömu verksmiðju og núverandi Kangoo og er eins.
Hinn bíllinn sem kom á markað í fyrra var rafmagns-
útgáfa af fólksbílnum Fluence sem kemur í kjölfarið
á Megane II Saloon. Fluence er þó aðeins stærri en
Saloon-bíllinn en þeir eiga það sameiginlegt að vera
framleiddir í sömu verksmiðjunni í Tyrklandi. Hinir
2 bílarnir sem fara í framleiðslu 2012 eru annars
vegar nýr bíll sem er í svipaðri stærð og Clio og heitir
Zoe og hins vegar mjög lítill bíll, á mörkum vespu og
bíls, eins til tveggja manna og kallast Twizy. Mikil
þróunarvinna og prófanir hafa átt sér stað og má
meðal annars nefna að nokkur hundruð Kangoo- og
Fluence-prófunarbíla fóru á göturnar í Evrópu strax
árið 2010 og voru þeir þá þegar komnir í endanlegri
útgáfu.
Tækni rafbílanna
Rafmótorarnir sem eru í þróun hjá Renault–Nissan
eru frá 60 hestöflum uppí 140 hestöfl eða á bilinu 44 til
100 kW. Rafmótorarnir koma strax inn með hámarks
tog þegar gefið er inn og eru mjög hljóðlátir. Hröð-
unin er línuleg og stiglaus, engar gírskiptingar. Raf-
mótorarnir eru um 160 kíló að þyngd.
Rafhlöður
Rafhlöðurnar eru lithium-ion og mismunandi í lögun
og stærð allt eftir því hver þörfin og plássið er í
hverjum bíl. Hver eining í rafhlöðunni samanstendur
svo af fjórum rafhlöðusellum. Þyngd á 24 kWh raf-
hlöðunni er 250 kg.
Drægni
Uppgefin drægni bílanna er frá 155 km í Kangoo og
upp í 210 km í tilfelli Zoe en við íslenskar aðstæður,
segir í tilkynningu umboðsins, er rétt að ræða frekar
um 80 til 120 km en fer auðvitað mikið eftir aksturs-
lagi. Þegar rætt er um uppgefna drægni þarf að hafa
hugfast að hér er um fræðilega getu að ræða en ýmis-
legt dregur úr þeirri vegalengd sem mögulegt er að
komast á hleðslunni svo sem aksturslag, ljósanotkun
og notkun á miðstöðinni.
Ending á rafhlöðum
Rafhlöðurnar eru 22 til 24 kWh en af því eru bara 20
kWh sem nýtast en það er gert til þess að eftir uppgef-
inn notkunartíma, sem er 5 til 6 ár, þá sé notandinn
nánast ekkert farinn að finna neinn mun á endingu
þeirra. Talað er um að eftir 5 ár sé hámarks geta
þeirra komin niður í 20 kWh og niður í 16 kWh eftir
8 til 10 ár sem þýðir að rafhlöðurnar eru sannarlega
nothæfar í bíla eftir 10 ár en drægnin er komin niður
í 100 til 120 km. Eftir 10 ára notkun eru rafhlöðurnar
enn öflugri en hefðbundnar nýjar rafhlöður eru í dag
og því er hægt að nýta þær áfram við annað svo sem
til að geyma orku við sólarorkuframleiðslu. Þetta
tryggir að ekki þarf að hafa fyrir því að farga raf-
hlöðunum eftir notkun í rafbílum með tilheyrandi
kostnaði og meira að segja er Renault að vinna að því
hægt verði að selja rafhlöðurnar, ekki bara skila inn,
en ekkert er enn í hendi í þeim efnum.
Báðir með rafbíla
í fjöldaframleiðslu
BL vinnur að því að fá leyfi fyrir innflutningi rafbíla sem ætti að geta hafist á næsta ári
Kangoo Express ZE. Sendibíll ársins 2012. Lengd: 4,21m. Hæð: 1,85m.
Breidd: 1,83m. Flutningsrými: 3m³. Vél: 60 hestöfl og tog 226Nm.
Fluence ZE. Lengd: 4,62m Hæð: 1,48m. Breidd: 1,81m. Farang-
ursrými: 327 lítrar. Vél: 96 hestöfl og tog 226Nm. Einnig gæti
verið í boði stærsta vélin sem er í þróun en hún er 140 hestöfl.
Zoe ZE. Lengd: 4,08m. Hæð: 1,59. Breidd: 1,73m. Vél: 88hest-
öfl og tog 220Nm. Uppgefin drægni: 210 km.
Twizy ZE. Lengd: 2,33m. Hæð: 1,45. Breidd: 1,24m. Tveggja
sæta. Vél: 5 til 20 hestöfl og tog 70Nm. Hefur hröðun á við
125cc hjól.
jEppliNgur NissaN QashQai
Sparneytinn með nýrri dísilvél
Fyrir stóru fjölskyldurnar hentar Qashqai +2.
Hinn nýi Nissan Qashqai er einn hinna nýju
jepplinga sem margir sækjast eftir. Bíllinn er
með 2WD og 4WD sem gefur ökumanni kost á
að haga stillingum í takt við aðstæður og spara
þar af leiðandi eldsneyti. Nú er Nissan Qashqai
fáanlegur með nýjum dísilvélum sem eyða frá
4,6 lítrum af eldsneyti á hverja 100 kílómetra,
sem er með því allra lægsta sem þekkist meðal
fjórhjóladrifsbíla. Jafnframt er útblásturinn
mjög lítill og hér er því á ferðinni umhverfis-
vænn kostur.
Í boði eru, að því er fram kemur á heima-
íðu umboðsins BL, tvær vélarstærðir af dísil;
ný kraftmikil og sparneytin 1.6dCi sem fæst
með 6 gíra beinskiptingu og sérstökum auto
stop-start búnaði sem drepur á vélinni og ræsir
hana sjálfkrafa þegar stöðvað er, til dæmis á
umferðarljósum. Qashqai fæst svo sjálfskiptur
dísil með 2.0dCi 150 hestafla vél sem búinn er 6
gíra sjálfskiptingu.
Fyrir þá sem eru með stórar fjölskyldur
er sjálfsagt að skoða Qashqai+2 sem er ný 7
manna útgáfa af Nissan Qashqai. Með Qashqai
+2 gefst fjölskyldum sem þurfa að geta flutt
fleiri en 4 farþega tækifæri kostur á hentugum
bíl fyrir íslenskar aðstæður. Sparneytinn Nissan Qashaqai-jepplingur með dísilvél.