Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Síða 61

Fréttatíminn - 06.07.2012, Síða 61
Tónlistarmaðurinn Bryan Ferry hefur sett sig í samband við Sin- fóníuhljómsveit Íslands og vill fá sveitina til að leika með sér á tón- leikum í Hörpu á næsta ári. Eins og Fréttatíminn greindi frá á dögunum var Ferry svo ánægður með hvernig til tókst með tvenna tónleika hans í Hörpu í maí að hann vill ólmur koma aftur. Þá er ráðgert að tón- leikarnir verði teknir upp og heim- ildarmynd gerð um heimsóknina. Augljóst er að Ferry vill öllu til tjalda vegna væntanlega tónleika. Ekki er þó víst að Sinfóníuhljóm- sveit Íslands geti þ e k k s t þ e t t a ágæta boð enda er hún bókuð langt fram í tímann og þarf jafnan góð- an fyrirvara fyr- ir verkefni sem þetta. „ Hann ha fði samband og vill vinna með hljóm- sveitinni. Meira er ekki hægt að segja núna, við höfum ekki einu sinni átt símafund með honum og hans fólki,“ segir Margrét Ragnarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Bryan Ferry hélt tvenna tónleika í Hörpu á vegum samtakanna Í okk- ar höndum, dóttursamtaka Nelson Mandela Foundation í Jóhannesar- borg, í maí. Ferry er mikill veiði- áhugamaður og hefur hug á að renna fyrir lax í heimsókn sinni á næsta ári. -hdm Hann hafði samband og vill vinna með hljómsveit- inni. Hlíðasmára 1 | 201 Kópavogur | Sími: 554-6969 | www.lur.is Lífsins gæði og þægindi frá Passion Danski framleiðandinn Passion býður kröfuhörðum svefnenglum aðeins upp á það besta. Rúm, dýnur svefnsófar hægindasófar gjafavöru og fleira Ferry vill syngja með Sinfó Bryan Ferry skipuleggur tónleika í Hörpu á næsta ári og vill fá Sinfó til að spila undir hjá sér. Nordicphotos/Getty

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.