Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.07.2012, Page 62

Fréttatíminn - 06.07.2012, Page 62
„Þegar Halldór Guðmundsson er kominn þarna inn sem æðsti maður þá þarf ekkert að ræða þetta. Hann er toppmaður,“ segir tón- listarmaðurinn Bubbi Morthens. Hann hefur ákveðið að halda Þorláksmessutónleika sína í Hörpu þetta árið en sú ákvörðun er athyglis- verð í ljósi þess að Bubbi setti fram afar harða gagnrýni á stjórnendur Hörpu í fyrra og hafði þá uppi orð í þá veru að þangað kæmi hann ekki inn fyrir hússins dyr, enda óvelkominn. Bubbi vildi meina að húsið væri bara hugsað fyrir Sinfóníuna og Óperuna. Popptónlistar- menn væru afgangs stærð í húsinu. Bubbi var sérstaklega ósáttur við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu. Sagði hann meðal annars að hrokinn læki af henni eins og hráolía. Bubbi lýsti því jafn- framt yfir að hann ætlaði ekki að spila í hús- inu fyrr en nýr stjórnarformaður og stjórn tækju við. Stjórnarformaðurinn situr að vísu enn en Bubbi er sáttur: „Bæði er Dóri kominn þarna inn og svo er kominn maður frá Reykjavíkurborg í stjórn- ina og það virðist vera vilji til að endurskoða stefnuna,“ segir Bubbi sáttur. „Hlutirnir í Hörpu eru ekki akkúrat eins og þeir ættu að vera en með tilkomu Halldórs lagast þeir. Við höfum verið í tölvupóstsamskiptum en ég þarf að fara að taka kaffi með honum.“ -hdm  Sölvi TryggvaSon Skrifar Sögu JónS PálSEplið fellur ekki langt frá EIR-íki Ég var nú bara að gera mér grein fyrir því nýlega að ég er í dag jafn gamall og Jón Páll þegar hann lést. Jón Páll var goðsögn í lifenda lífi og afrek hans munu halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Skoðar æskuhetju úr sögulegri fjarlægð Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason er að skrifa ævisögu kraftakarlsins Jóns Páls Sigmarssonar sem varð á gullaldarárum sínum ítrekað sterkasti maður heims. Í janúar á næsta ári eru tuttugu ár liðin frá því Jón Páll kvaddi þennan heim aðeins 33 ára að aldri. Þau tímamót gefa Sölva tilefni til þess að skoða þessa æskuhetju sína úr sögulegri fjarlægð. É g er byrjaður að skrifa og viða að mér efni og heimildum úr öllum áttum, “ segir Sölvi Tryggvason sem vinnur nú hörðum höndum að því að færa í letur sögu Jóns Páls Sigmarssonar. „Ég notast við öll gögn sem ég mögulega kemst yfir og byggi einnig á viðtölum við samferðafólk Jóns Páls. Ég hef þegar talað við nokkra og á eftir að heyra í fleirum. “ Jón Páll varð bráðkvaddur í janúar árið 1993, aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall. Nákvæmlega jafn gamall og Sölvi er núna. „Ég var nú bara að gera mér grein fyrir því nýlega að ég er í dag jafn gamall og Jón Páll þegar hann lést. Manni finnst þetta svolítið skrýtið enda fannst manni hann alltaf vera miklu eldri.“ Enda er maðurinn stór í margvíslegum skilningi og Sölvi seg- ist, sem smá gutti, hafa litið mjög upp til Jóns Páls þegar hann var á hátindi frægðar sinnar. Sölvi segist hafa fengið hugmyndina að bókinni fyrir all nokkru og setti sig þá í samband við son Jóns Páls og barnsmóður sem tóku erindi hans vel. „Þau standa alveg með mér í þessu.“ Þá þótti ekki úr vegi að minnast Jóns Páls með almennilegri ævisögu um það leyti sem tuttugu ár eru liðin frá fráfalli hans. „Þetta er í janúar á næsta ári en bókin mun að sjálfsögðu koma út fyrir jólin eins og lögmál íslenska bókamarkaðarins gera ráð fyrir.“ Sölvi bentir á að fljótlega eftir andlát Jóns Páls hafi komið út bók um hann sem hafi þó einnig fjallað um fleiri aflraunamenn. „Hún var því kannski ekki nógu tæmandi enda of stutt liðið frá dauða hans. Ég mun koma með ýmsar nýja upplýsingar sem hafa aldrei komið fram áður,“ segir Sölvi sem ætlar að kafa djúpt og nýta sér kosti þess að geta horft á Jón Pál úr þeirri sögulegu fjarlægð sem myndast hefur frá því hann lést 1993. Bókaútgáfan Tindur á Akureyri gefur bók Sölva um Jón Pál út en Sölvi lét síð- ast til sín taka á jólabókamarkaði með bók sinni um Jónínu Benediktsdóttur árið 2010. Þórarinn Þórarinnsson toti@frettatiminn.is Sölvi Tryggvason fékk þá hugmynd að skrifa nýja ævisögu Jóns Páls Sigmars- sonar í tilefni þess að brátt eru liðin tuttugu ár frá því kraftajötuninn féll frá langt fyrir aldur fram. Baldur nokkur Eiríksson hefur bæst í hóp þeirra blaðamanna sem skrifa DV undir stjórn þeirra feðga Reynis Traustasonar og Jóns Trausta Reynissonar. Sveinninn ungi þykir byrja hressilega og sló til dæmis um sig með opnuviðtali við Ólaf Ragnar Grímsson í mánudagsblaðinu strax eftir kosningarnar. Baldur á ekki langt að sækja sitt blaðamannsnef en hann er sonur blaðafólksins Katrínar Baldursdóttur og sjálfs Eiríks Jónssonar sem fer nú mikinn sem einyrki í blaðamennsku á vef sínum www. eirikurjonsson.is. Baldur er sagður bæði ákafur og djarfur, eins og hann á kyn til og því allt útlit fyrir að Reynir Traustason sé kominn með óslípaðan demant í hendurnar frá fornvini sínum og félaga Eiríki. Þá má geta þess til gamans að stóra systir Baldurs, Hanna Eiríksdóttir, var á tímabili blaðakona á DV. Heitir íslenskir ljósmyndarar Íslenskir ljósmyndarar hafa verið í sviðsljósinu erlendis undanfarið og þannig eiga þeir Júlíus Sigurjónsson, á Mogganum og Ingólfur Júlíusson, sem myndar fyrir Reuters á Íslandi, báðir myndir af Tom Cruise sem hafa birst víða í erlendum miðlum. Þá gerði það fornfræga tímarit Time Ragnari Th. Sigurðarsyni og bók hans og Ara Trausta Guðmundssonar, Magma: Icelandic Volcanoes, vegleg skil í vefútgáfu sinni í byrjun vikunnar þar sem rætt er við Ragnar um áhuga hans á eldfjöllum og fjörið sem fylgdi gosinu í Eyjafjallajökli árið 2010. Freyr til Frans Sá vaski og síkáti útvarps- maður og eftirherma Freyr Eyjólfsson, sem meðal annars hefur haldið fjörinu uppi í Morgunútvarpi Rásar 2, hefur kvatt hlustendur í bili enda standa heilmikil vistaskipti fyrir dyrum hjá kappanum. Hann fylgir eiginkonu sinni, Hólmfríði Önnu Baldurs- dóttur, til Parísar þar sem hún er að fara í „mastersnám í voða fínum frönskum háskóla“, eins og hún orðar það á Facebook- síðu sinni. Parið leitar því að leigjendum á íbúð sinni við Leifsgötu og eru tilbúin til þess að ræða upphæð leigunnar – eins og þar stendur. Bubbi tekur Hörpuna í sátt Bubbi Morthens heldur sína fyrstu tónleika í Hörpu á Þorláksmessu.  SæTTir ÞorlákSmeSSuTónleikarnir verða í HörPu í ár Áprentað merki fyrirtækis eða eigin hönnun 500 stk á aðeins 120.000 án vsk. Höfuðklútar fyrir öll tækifæri! Sími: 533-1510 elin@markadslausnir.is 62 dægurmál Helgin 6.-8. júlí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.