Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.07.2012, Side 38

Fréttatíminn - 20.07.2012, Side 38
30 veiði Helgin 20.-22. júlí 2012 ÍS L E N SK A SI A .I S U T I 60 19 1 06 /1 2 Úrval af vönduðum gönguskóm frá þekktum framleiðendum. Þú getur treyst okkur Þegar velja Þarf gönguskó. verð: 52.990 kr. Meindl island GTX Hálfstífir og margrómaðir. fáanlegir í dömu- og herraútfærslu. tilboð: 34.392 kr. Meindl Kansas GTX sérlega þægilegir og traustir, gore- tex vatnsvörn. fáanlegir í dömu- og herraútfærslu. almennt verð: 42.990 kr. verð: 29.990 kr. TnF VindicaTor Mid GTX Þægilegir í léttar göngur. fáanlegir í dömu- og herraútfærslu. verð: 54.990 kr. scarpa HeKla GTX klassískir gönguskór fyrir dömur. fást í kringlunni og glæsibæ. Herraútfærsla: scarpa ladakh. NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS gakktu lengra Í sumar  Veiði Kristján Hjálmarsson reynist algjör aflaKló Veiðigen eða byrjendaheppni Kristján Hjálmarsson, fréttastjóri á Fréttablaðinu, hefur ekki verið áhugasamur um stangveiði en lét til leiðast og skrapp í veiðiferð í fyrra, með föður sínum og bróður, sína aðra ef frá er skilin ömurleg reynsla á unglingsaldri – nema hvað að þá hljóp tröll á færi Kristjáns. j á, sumir vilja meina að þetta sé byrjandaheppni, sumir vilja meina það, en ég er ekki alveg viss,“ segir Kristján Hjálmarsson, fréttastjóri á Frétta- blaðinu. Hann er nýlega kominn úr Vatnsdalnum þar sem hann var sá aflahæsti í holli sínu; veiddi fjórar sæmilega vænar bleikjur. Kristján er til þess að gera nýbyrjaður í stangveiði. Og ætlar að reynast fiskinn með afbrigðum. Í fyrra hljóp tröll á hjá honum – en þá var Kristján að fara í sína aðra veiðiferð. Leiðindi og rafmagnslaus bíll Reyndar er það nokkuð sérstakt að Kristján sé til þess að gera nýlega byrjaður að veiða því faðir hans, Hjálmar Árnason fyrrverandi þingmaður og bróðir hans, Ingvar, eru báðir forfallnir veiðimenn. Þetta kemur ekki til af góðu. „Ég fór einu sinni með pabba þegar ég var 14 ára, í Eystri eða Ytri-Rangá. Ég var illa búinn, það var leiðin- legt veður og lítil veiði. Mér leiddist þetta alveg óheyri- lega, fór í bílinn til að hlusta á útvarpið sem svo varð til þess að bíllinn varð rafmagnslaus og við vorum fastir þarna heillengi. Þá ákvað ég að veiði væri ekkert fyrir mig en þeir hafa haldið áfram að veiða,“ segir Kristján. Veiðgenið lætur á sér kræla Karl faðir Kristjáns var búinn að panta ferð í Affallið, í september, en hafði farið viku áður og ekki séð einn einasta fisk. Þeir feðgar voru á báðum áttum, hvort þeir ættu að nenna en drifu sig svo. Og þá fóru ævintýrin að gerast: „Við vorum við veiðistað númer 15, vorum að renna fyrir fisk og spjalla saman, drekka bjór og þá fæ ég allt einu fimm punda lax. Höldum áfram að kasta, fyrsta korterið, bróðir minn einn álíka, og svo kasta ég út aftur og þá bítur á stærðarinnar flykki, sem tók dágóða stund að landa – ég skalf í hnjánum, fannst þetta svo ótrúlegt og skemmtilegt. Og pabbi var ánægður með að veiðgenið væri að láta sér kræla.“ Sá þennan líka risaugga Hjálmar þurfti að fara fyrr næsta dag, á fund, en þeir bræður vöknuðu í rólegheitunum og fara aftur á 15. Ingvar var í bílnum, þurfti að sitja símafund, og Krist- ján fór til að æfa köst þegar allt í einu bítur á. „Vá!,Ég sé þennan líka risaugga. Enginn til að aðstoða mig. En, þá kallar bróðir minn allt í einu, ertu með hann? Og hjálpaði mér svo að landa þeim ágæta fiski, sem reyndist 12 pund. Í kjölfarið var ég orðinn mjög æstur í þetta.“ Og skal kannski engan undra. Þeir feðgar stefna á aðra ferð í Affallið í haust. Kristján segist húkkaður; „já, eða, bæði og. Ég hef ekki fengið neinn lax í sumar og er orðinn frekar pirraður,“ segir Kristján og skýtur ekki loku fyrir að væntingar hans til afla séu hugsan- lega óraunhæfar. Jakob Bjarnar Grétarsson ritstjorn@frettatiminn.is Stjáni og sá stóri. Þennan risa fékk Kristján í sinni annarri veiðiferð en er ekkert endi- lega á því að þann drátt megi skrifa á byrjendaheppni eða glópalán heldur sé veiðigenið að láta á sér kræla. Maríulaxinn. Kristján setti að sjálfsögðu, nánast annars hugar, í tvo laxa í sinni fyrstu veiðiferð og þótti ekki mikið til koma. Maríulaxinn lét ekki á sér standa Í fyrra fór Kristján Hjálmarsson, fréttastjóri, með í fjölskylduferð í Flekku þar sem margir ættingjar hans og venslamenn hafa fengið sinn Maríulax – og Kristján fór með. „Þar fékk kona bróður míns sinn Maríulax og honum varð svo mikið um að hann felldi tár. En í fyrra komst mágkona mín ekki og ég ákvað þá að slást með í för. Fékk lánaðar vöðlur og við sátum þarna við ána, drukkum bjór og spjölluðum saman. Ágætt, en ég fékk samt tvo laxa og var ekkert að hugsa um veiðina svo sem, fjögur pund hvor. En fiskveiðin var ekkert að kveikja neitt rosalega í mér,“ segir Kristján. En þetta átti eftir að breytast.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.