Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Side 30

Fréttatíminn - 31.08.2012, Side 30
Þórarinn Þórarinsson -13 ára reynsla Fyrsta starf í blaðamennsku: Blaðamaður á Vísir.is 1999 Ferill: Blaðamaður á Vísir.is, blaðamaður og kvikmyndagagnrýnandi á Strik.is, fréttastjóri innblaðs Fréttablaðsins, ritstjóri Mannlífs, ritstjóri DV - blaðamaður á Fréttatímanum H E LGA R BL A Ð H E LGA R BL A Ð REYNSLUMIKIL RITSTJÓRN REYNSLUMIKIL RITSTJÓRN Sigríður Dögg Auðunsdóttir -13 ára reynsla Fyrsta starf í blaðamennsku: Blaðamaður á Sunnudagsblaði Moggans 1999. Ferill: Blaðamaður á Morgunblaðinu, fréttaritari Morgunblaðsins í London, blaðamaður á Fréttablaðinu, stofnandi og ritstjóri Krónikunnar, aðstoðarritstjóri DV - blaðamaður á Fréttatímanum É g datt út í mánuð,“ segir listakonan og myndlistarkennarinn Sara Vilbergsdóttir sem situr við eldhúsborðið á heimili sínu í Breiðholtinu. Fædd og uppalin fyrir vestan, næst elst fjögurra systkina, sem fengu það erfiða hlutverk í sumar að sitja yfir velferð hennar. Söru var haldið sofandi í tvo sólarhringa og á gjörgæslu í viku og var aðrar þrjár á spítala eftir að hafa verið hnoðuð í gang á plani bensínstöðvar í Hveragerði þann 8. júlí. Röð atvika urðu til þess að hún hélt lífi. „Þetta var á afmælisdegi Bryndísar systur. Nú á ég þennan afmælisdag með henni. Þetta er dagurinn sem ég kom aftur til lífsins,“ segir Sara og hlær. En hún má vart hlæja af krafti. Hún er enn að jafna sig eftir hjartahnoðið. Brotin og brákuð rifbein bera merki þess að vasklega var að verkinu staðið. „Þessi bjargvættur! Kristján Ingi Kristjánsson [lögreglu- maður á frívakt]. Ég hugsa til hans oft á dag. Hann var réttur maður á réttum stað á hárnákvæmum tíma. Mér finnst það kraftaverk.“ Systur í sömu sporum Rjúkandi heitt kaffi á eldhúsborðinu, súkkulaðirús- ínur og möndlur í skál innan um pensla, myndir, tölv- una og annað sem fylgir málaralistinni. Hún málar sjálfa sig á litlu strigana tvo sem liggja á borðinu, í fötunum sem hún var í þegar hún fór í hjartastoppið. „Fötin týndust og hafa ekki fundist en ég er búin að átta mig á að þetta eru þau sem ég var í þennan afdrifaríka dag. Og ekki mundi maðurinn minn, Dalamaðurinn Gísli Guðmundsson, eftir því í hverju ég var en sagði þegar hann sá myndirnar: Jú, ætli þetta passi ekki.“ Sara hefur málað allt sitt líf. Hún flutti 1979 suður og hóf myndlistarnám eftir framhaldsskóla. „Svan- hildur systir mín er líka málari. Átta árum yngri en ég. Við höfum verið að mála saman í tvö ár, köllum okkur Duosisters og málum sjálfsævisöguleg atriði, blöndum listasögunni inn í og þekktum persónum úr ævintýrum. Við vorum með sýningu í listasafni ASÍ í febrúar á þessu ári. Svo sýndum við í Listasafni Ísafjarðar og fórum til Danmerkur á gestavinnustofu í einn mánuð í maí og máluðum þar,“ lýsir Sara og undir hljómar suðræn tónlist í litlu hljómflutnings- tæki í horni eldhússins. Dagurinn sem Sara dó – tvisvar Sara Vilbergsdóttir fékk græddan bjargráð í bringuna sem á að gefa henni stuð hætti hjartað að slá. Hún fagnar því að hafa bjargvættinn innra með sér, en hún hafði heldur betur heppnina með sér þegar lög- reglumaður í vaktafríi bjargaði lífi hennar á bensín- stöðvarplani í Hveragerði í júlí. Sara og systir hennar, Svanhildur, hafa málað saman síðustu tvö ár. Þær rýna í líf sitt og býst Sara við að sjúkrasaga hennar verði þeim innblástur í verk, rétt eins og krabbameinsbarátta Svanhildar prýðir einn striga systranna. „Við komumst langleiðina með stærsta verk okkar til þessa í Danmörku – Við málum alla fjölskylduna með tölu; 32. Þetta er risastór mynd. Við vorum búnar að fá inni í Listasal Mosfellsbæjar og ætluðum að af- hjúpa fjölskylduna þar 1. september. En þar sem mér var kippt úr leik verður sýningin að bíða betri tíma.“ Tiger Woods og Danmerkurför Danmerkurferðin var afdrifarík. „Úti í Dan- mörku var svo skítkalt, við stórkvefuðumst báðar og urðum veikar. Hún er ekki ennþá búin að ná úr sér hóstanum. En ég var svo ólík sjálfri mér eftir að við komum heim í júní. Mér leið eins og ég hefði orðið undir valtara. Ég var að kenna pappamassanám- skeið í Kópavogi en fann að ég hafði ekki fulla orku. Mér datt ekki til hugar að fara til læknis, var ekki að velta þessu fyrir mér. Svo fer ég óforvarendis í þetta hjartastopp í Hveragerði.“ Þær systur leiddu pensla sína saman á Menningarnótt 2010. Sara átti að fylla metra, hafði skissað Vestfjarðakjálkann upp, sá að verkið var viðamikið og ákvað að biðja systur sína að vera á kantinum og hjálpa sér að klára ef hún væri að renna út á tíma, en verkið var samstarfsverkefni allra landshorna. „Við höfðum heimild til að leyfa fólki að koma og grípa í. Hún kom og hjálpaði mér en fram að þessu hafði hún lítið málað frá því að hún lauk myndlistarnámi. Við systk- inin höfðum hvatt hana áfram, gefið pensla og liti í afmælis- og jólagjafir og hún lítt ánægð með hvatninguna,“ segir Sara. „En þarna hófst hún handa. Saman málum við ekki aðeins fortíðina heldur einnig atburði líðandi stundar. Þegar við hófum samstarfið var Tiger Woods maður augnabliksins. Framhjáhöldin voru að koma fram í dags- ljósið og við unnum á Korpúlfsstöðum með golfvöllinn í kringum okkur. Hann rataði því í myndirnar okkar.“ Mála sig á sama strigann Nú eru þær sjálfar þó í aðalhlutverkum. „Hún málar alltaf sig og ég mig. Við höfum málað syni okkar í fanginu okkar. Þeir eru orðnir fullorðnir, en við eigum báðar sinn soninn og þegar þannig er verður maður ungamamma út lífið. Ég heyrði sögu af 100 ára gamalli konu á Grund sem að dæsti svo þægilega einn daginn þegar starfs- stúlka kom inn og sagði: Mikið er mér létt. Heldurðu að ég hafi ekki komið honum Guð- mundi mínum inn á elliheimili.“ Myndina kalla þær Jesúbörnin. „Þeir voru nú nánast eingetnir. Við ólum þá upp einar.“ Af lýsingunni mætti ætla að þær systur hafi alltaf verið mjög nánar, enda hafi þær fengið svipuð spil á hönd þegar gefið var í upphafi. „Í raun og veru gerðum við okkur ekki grein fyrir því fyrr en við fórum í þetta samtengda verkefni hvað við höfðum valið líka lífsleið og það þótt við séum mjög Við töl- uðum um hvað kjarna- fjölskylda okkar væri ótrúlega lánsöm að hafa ekki lent í stórum áföllum, eins og sumar fjöl- skyldur eru endalaust að gera. Daginn eftir stoppar hjarta mitt. Hjartastopp í Hveragerði 12:47 Útkall berst til sjúkraflutninga- manna á Selfossi 12:58 Sjúkraflutningamenn koma á staðinn 13:36 Ekið af vettvangi í Hveragerði og á Borgarspítalann í Fossvogi 14:09 Komið á spítalann. Þar sem sjúkrabíllinn beið á meðan Sara fór í heilaskönnun. 14:50 Lögð inn á gjörgæslu á Hringbraut, þar sem Sara fór í þræð- ingu og var kæld niður í 32 græður og haldið sofandi í tvo sólarhringa. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Framhald á næstu opnu Sara Vilbergsdóttir „Ég vil kýla meira á hluti sem mig langar að gera og kannski er það klisja en mér líður eins og ég hafi fengið annað tækifæri – endurfæðst og eigi tvo afmælisdaga.“ Ljósmynd/Hari 30 viðtal Helgin 31. ágúst-2. september 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.