Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Page 52

Fréttatíminn - 31.08.2012, Page 52
Bækur, ritföng, rammar og leikföng Tilboð á myndarömmum 30% og kiljum 20% I tilefnidagsins. M arkmiðið með þessari bæjarhátíð okkar, Hamraborgarhátíðinni, er að glæða gamla miðbæinn í Kópavogi lífi,“ útskýrir Arna Schram, upp- lýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, en hátíðin á fyrst og síðast að vera sjálfbær hátíð þar sem „fólkið sjálft, fyrirtækin og stofnanirn- ar búa til sína eigin viðburði.“ Samkvæmt Örnu eru flóamarkaðirnir vin- sælastir og þá sér í lagi sú hefð sem skapast hefur á hátíðinni, að íbúar á mæti á bílum sínum og selji gamla muni úr skottinu. Í ár hafa 60 manns boðað komu sína og skráð sig en færri komast að en vilja til að selja. „Þetta er mjög vinsæll viðburður og bæði gaman að selja og kaupa. Þarna hefur oft myndast ótrúleg stemning.“ Síðan eru öll fyrirtækin og veitingastað- irnir með tilboð á sínum vörum og þjónustu. Til dæmis verður Nytjamarkaðurinn með tilboð á lottómiðum og það verður pylsuhá- tíð þarna, brandarakeppni og mikið stuð. „Þarna skammt frá eru líka menningar- stofnanir bæjarins: Gerðarsafn, Salurinn, Tónlistarsafn Íslands, Moli menningarhús ungmenna, Náttúrufræðistofa og bóka- safn,“ segir Arna og býður alla velkomna, Kópavogsbúa jafnt sem utanbæjarfólk.  Hátíð HaMraborgarHátíðin verður Haldin í Kópavogi uM Helgina Skottsalan vinsælust Um helgina verður Hamraborgar­ hátíðin haldin í Kópavogi. Brandarakeppni, pylsuhátíð, flóamarkaðir og tilboð á lottómiðum svo eitthvað sé nefnt. Arna Schram lofar sjálfbærri bæjarhátíð sem bæjarbúar sjálfir skapa. Það verður margt um manninn á Hamraborgarhátíðinni nú um helgina. Í fyrra skapaðist þvílík stemning, sjálfbær, í Hamraborginni. Gaman að kaupa og selja. Gamlir munir seldir úr skottinu. 40 hátíð Helgin 31. ágúst­2. september 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.