Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 80

Fréttatíminn - 31.08.2012, Blaðsíða 80
 Plötudómar dr. gunna room  Eivör Pálsdóttir Kraftur í kvikunni Eivör er skærasta færeyska tónlistarstjarnan á Íslandi. Hér sló hún í gegn með Krákunni 2003, en Room er sjöunda stúdíóplatan hennar og sú fyrsta síðan Larva kom út 2010. Eins og þessi miklu afköst sýna er Eivör kraftmikill ein- staklingur. Sá kraftur skilar sér í tónlistinni, bæði syngur hún af öguðum þrótti og þótt tónlistin sé oftast ljúf er alltaf bullandi kraftur í kvikunni sem brýst oft út. Eivör tileinkar plötuna pabba sínum, sem lést fyrir tveimur árum, og horfir inn á við í enskum textunum. Lögin tíu eru fjölbreytt af gerð og tilfinningu, frá dap- urri angurværð í hamrandi logsuðurokk. Hér eru mörg sterkt lög, útsetningar frjóar og fjölbreyttar og platan skemmtileg og flott. Eivör klikkar ekki. Sculpture  Sudden Weather Change Þoka á heiðinni Önnur plata SWC byrjar á laginu Weak Design, Sonic Youth-legum gítarslána sem gefur í skyn að þessi plata sé í svipuðum stíl og fyrsta platan. Þetta reyn- ist tálsýn því strax í öðru lagi er eins og þoka komi á heiðina, gítar-rokkið verður æ móðukenndara og húkk-lausara. Þetta er með öðrum orðum frekar brött plata og ekkert lamb að leika sér við. Hinn snarbratti Ben Frost hefur hönd í bagga með þokuvélinni og svo er gítarspunnið og sungið á ensku – og öllu pakkað inn í Nýlistardeildarlegan alvarleika. Þessir strákar eru góðir og bandið vissulega þétt. Það rofar stundum til í þokunni, en ég hefði kosið að það gerðist oftar svo maður villtist minna. aftan Festival 2  Ýmsir Stórir möskvar Þessi safnplata hefur það markmið að gefa tónlistar- grasrótinni á Suðurnesjum tækifæri til að kynna sig. Í því skyni fengu fjórtán hljómsveitir og sólóistar tíma til umráða í upptöku- heimilinu Geimsteini og töldu í eigin lög og kóver. Hér er mjög blandað efni af gerð og gæðum. Frá byrjendum að útpældum reynsluboltum; frá frekar kauðalegu og gamaldags poppi yfir í þjóðlagatónlist og gott rokk. Þetta er virðingarvert framtak og oft má hafa gaman að þessu. Sterkust eru lög Soffíu Bjargar, Smára Klára, S og S, Fjarkanna og Cowboy and The Tiger, en eðli málsins samkvæmt eru möskvarnir stórir og ýmislegt sleppur í gegn sem hefði mátt dafna betur.  Í takt við tÍmann Þórhildur ÞorkelSdóttir Á yfir fimmtíu kjóla í fataskápnum Þórhildur Þorkelsdóttir er 22 ára sveitastelpa sem flutti á mölina til að fara í menntaskóla og hefur fest rætur í miðbænum. Hún fór til London, Parísar og á Hróarskeldu í sumar meðfram því að vinna í tískuversluninni Rokki & rósum. Á mánudaginn tekur nýr kafli við þegar hún byrjar í mannfræði í Háskóla Íslands. Staðalbúnaður Stíllinn minn er mjög dömulegur og því hentar mér afskaplega vel að vinna í Rokki & rósum. Ég á mikið af fötum þaðan, sérstaklega vintage-kjólum. Ég er að safna kjólum og á örugglega yfir fimmtíu stykki í skápnum. Mér líður stundum kjánalega í flatbotna skóm við þá og er því rosa oft í hælum. Annars versla ég mestmegnis erlendis, til dæmis í American Apparel, Monki og svo á mörkuðum. Það er eiginlega áhugamál hjá mér að fara á markaði. Ég er oft með sólgleraugu og á nokkur slík en er annars lítil skartkona. Hugbúnaður Við erum ekki með almennilega kaffistofu í búðinni svo ég fer á hverjum degi á Súfistann á Laugavegi. Það er líka rosa gott kaffi á Kaffifélaginu á Skólavörðustíg. Það er misjafnt hvert ég fer á djamminu, Kaffibarinn og Bakkus eru „beisik“, ég fer mikið á tónleika og fer því oft á Faktorý. Svo er gott að fara á Kex Hostel eða Ölsmiðjuna – hún kemur skemmtilega á óvart, þar er ódýr bjór og róleg og góð stemning. Á djamminu panta ég Classic bjór, rauðvín eða Skinny Bitch sem er vodka í sódavatni með lime. Það passar ágætlega fyrir mig því ég er sykursjúk og má helst ekki fá mér gos eða safa. Ég fer oft í Háskólabíó og vildi gjarnan fara oftar í leikhús. Svo hef ég gaman af því að lesa, nú er ég að klára Gamlingjann sem er dásamleg en í vetur verð ég ábyggilega föst í mannfræðibókunum. Síðustu mánuði hef ég óvænt fengið áhuga á eldamennsku og hef prófað mig áfram á þeim vettvangi. Vinir mínir hafa fengið að njóta afrakstursins með tilheyrandi matarboðum en það er ekki útlit fyrir að þau verði mörg á næstunni. Við kærastinn vorum nefnilega að missa íbúðina okkar og erum í íbúðarleit. Ég auglýsi hér með eftir einni góðri. Vélbúnaður Ég er Apple-kona. Ég fékk mér MacBook fyrir þremur árum og það verður ekki aftur snúið. Ég á líka iPhone og skil hann ekki við mig. Ég nota Instagram mjög mikið og svo er ég ógeðslega góð í Temple Run. Ég er ágætlega virk á Facebook. Kærastinn minn á gamla Nintendo tölvu og ég spila stundum Super Mario Bros í henni og það er ógeðslega skemmtilegt. Ég er ekki mjög góð en er alltaf að æfa mig. Aukabúnaður Ég er dugleg að prófa nýja veitinga- staði enda er ég að vinna niðri í bæ. Snaps er mjög skemmtilegur og Aldin er æðislegur, þar er rosalega góður lífrænn matur. Ég fer allra minna ferða labbandi eða hjólandi. Ég á mjög flott nýtt hjól úr Kría Cyc- les. Uppáhaldsstaðurinn minn er heima í sveitinni hjá mömmu, á Ósabakka á Skeið- unum. Þar er frábært að fara á hestbak. Svo er New York alltaf í miklu uppáhaldi eftir að ég bjó þar í eitt ár. Í töskunni minni er alltaf blóðsykursmælirinn sem er lífs- nauðsynlegur, Smart-ilmvatnið frá And- reu Maack, varalitur, kinnalitur og blár maskari. Ég nota alltaf bláan maskara. Án ofnæmisvaldandi efna Án efna sem sitja eftir í tauinu Sérþróað fyrir íslenskt vatn Í völdum 2 kg pökkum af MILT þvottadufti eru lukkumiðar sem innihalda glæsilega vinninga. Kauptu MILT þvottaduft og þú gætir dottið í lukkuþvottinn! Whirlpool þvottavél og Philips straujárn frá Heimilistækjum, veglegir balar með frábærum þvotta- og hreinsiefnum eða inneign í Skemmtigarðinn í Smáralind. F ÍT O N / S ÍA FRUMSÝNING 20. OKTÓBER KL. 20 2. sýn: Föstudaginn 26. október 3. sýn: Laugardaginn 27. október 4. sýn: Sunnudaginn 4. nóvember 5. sýn: Laugardaginn 10. nóvember 6. sýn: Laugardaginn 17. nóvember Miðasala í Hörpu og á www.harpa.is - sími 528 5050 - midasala@harpa.is www.opera.is Þórhildur Þorkelsdóttir vinnur í Rokki & rósum og er að byrja í mannfræði. Hún bloggar á thorhildur.tumblr.com. Ljósmynd/Hari 68 dægurmál Helgin 31. ágúst-2. september 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.