Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.08.2012, Side 81

Fréttatíminn - 31.08.2012, Side 81
Farðu skynsamlega með þitt Fé! Fékort er nýtt fyrirframgreitt greiðslukort, sem sameinar bestu kosti þess að nota reiðufé og kreditkort. Nýja MasterCard Fékort auðveldar þér að taka fjármálin fastari tökum og færir þér um leið ærleg afsláttarkjör hjá fjölda áhugaverðra fyrirtækja. Það er óþarfi að vera kindarlegur. Sæktu um Fékort á www.kreditkort.is. FÍ TO N / S ÍA Bollywood- dans á Íslandi I ndverska stórstjarnan Ram Charan kom til Íslands ásamt mótleikurum sínum og töku- liði í lok ágúst til þess að taka upp tónlistarmyndbönd fyrir Bollywood-myndina Naayak. Ram Charan er feikilega vinsæll í heimalandi sínu og þessarar nýjustu myndar hans er beðið með mikilli eftirvæntingu á Ind- landi. Indverskir fjölmiðlar greina frá því að Ram Cahran hafi kom- ið til landsins með fríðu föru- neyti til þess að taka upp tón- listarmyndbönd fyrir Naayak í heillandi og myndrænu íslensku landslagi. Fregnir herma að Ram Charan og mótleikkona hans, Amala Paul, séu mjög spennt fyrir laginu og hafi notið sín vel í íslenskri náttúru. Naayak er rómantísk hasar- mynd í leikstjórn VV Vinayak og fyrsta myndin sem leikstjór- inn gerir með hinum dáða Ram Charan. Tónlist myndarinnar er í höndum indverska kvikmynda- tónskáldsins SS Thaman. Hann er ákaflega ánægður með útsetn- ingar sínar fyrir Naayak og telur víst að lögin í myndinni muni fá fólk til þess að dansa af gleði. Ram Charan er 27 ára gamall og fyrir utan það að vera vinsæll leikari þykir hann frábær knapi og hefur hlotið viðurkenningar sem slíkur. Uppkomin börn alkóhólista Almenna bókafélagið hefur endurútgef- ið bókina Uppkomin börn alkóhólista eftir Árna Þór Hilmarsson, sálfræðing og ráðgjafa, sem fyrst kom út árið 1993 og hefur verið ófáanleg um langt árabil. Í bókinni fer Árni Þór yfir hvaða áhrif alkóhólismi foreldra hefur á æsku og þroska barna og hvernig sjúkdómurinn mótar líf þeirra og störf á fullorðinsár- um. Árni Þór starfaði í rúman áratug við einstaklings- hjóna- og fjölskylduráð- gjöf, auk þess sá hann um stuðnings- hópa fyrir uppkomin börn alkóhólista.  leIðtogafundurInn Ísland Í brennIdeplI nýrrar bÍómyndar Michael Douglas verður Reagan í Reykjavík f ramleiðsla bíómyndar-innar Reykjavik, sem fjalla á um leiðtogafund Ronalds Reagan Bandaríkja- forseta og Mikails Gorbatsjov, aðalritara Sovéska kommúnista- flokksins, í Reykjavík, virðist loks vera komin á skrið. Nú hafa þau tíðindi borist frá Bandaríkjunum að stór- leikarinn Michael Douglas sé í viðræðum um að taka að sér hlutverk Reagans. Þá liggur fyrir að leikstjórinn Mike Newell, sem sló á sínum tíma í gegn með Four Weddings and a Funeral og gerði stórmyndirn- ar Harry Potter and the Goblet of Fire og Prince of Persia: The Sands of Time, muni leikstýra myndinni. Breski leikstjórinn Ridley Scott, sem gerði góða ferð til Íslands í fyrra þegar hann tók upp atriði fyrir geimtryllinn Prometheus, hefur verið við- loðandi verkefnið um nokkurt skeið og er á meðal framleið- enda. Árið 1986 varð Ísland nafli alheimsins í nokkra daga, en slíkt hafði ekki hent smáþjóð- ina í norðri síðan árið 1972 þegar Fischer og Spasskí tefldu um heimsmeistara- titilinn í skák, þegar Reagan og Gorbatsjov funduðu um fækkun kjarnorkuvopna í Höfða í tilraun til þess að binda enda á kalda stríðið. Reykjavík, og vitaskuld Höfði, hljóta því að teljast æskilegir tökustaðir en samkvæmt fréttum stendur til að byrja tökur í Berlín í mars á næsta ári. Í ljósi góðrar reynslu Scotts af Íslandi má þó ætla að leið kvikmyndafólksins muni einnig liggja hingað. -þþ Sögulegur fundur Reagans og Gorbatsjovs í Höfða verður í brennidepli myndarinnar Reykjavik. Gamla kempan Michael Douglas er farinn að reskjast og láta á sjá þannig að honum ætti að reynast hægur vandi að bregða sér í hlutverk Reagans. Myndir/NordicPhotos-Getty Í ljósi góðrar reynslu Scotts af Íslandi má þó ætla að leið kvikmynda- fólksins muni einnig liggja hingað. dægurmál 69 Helgin 31. ágúst-2. september 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.