Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 2
S
igurður Helgi Guðmundsson lét
af störfum sem forstjóri heimil-
anna um mánaðamótin og Vil-
hjálmur er ráðinn til 1. október.
„Mér finnst mjög óeðlilegt
að stjórnarformaður verði sjálfur forstjóri,
jafnvel þótt tímabundið sé, og að hann sé
ráðinn án undangenginnar auglýsingar.
Þetta er ein af feitu stöðunum í kerfinu
sem virðist fyrirfram plottað um hverjir
eiga að fá. Karlasamtrygging kemur fljótt
upp í hugann,“ segir Björk Vilhelmsdóttir,
formaður velferðarráðs Reykjavíkur.
Magnús L. Sveinsson tekur við af Vil-
hjálmi sem stjórnarformaður Eirar en
hann hefur setið í stjórninni um nokkurt
skeið. Magnús og Vilhjálmur eru sam-
starfsfélagar til margra ára en þeir voru
meðal annars borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins á sama tíma á árunum 1982-
1994.
„Þarna eru tveir samstarfsfélagar í ára-
raðir orðnir forstjóri og stjórnarformaður
yfir þessari stofnun sem er rekin að hluta
til fyrir opinbert fé. Ég tel nauðsynlegt að
fylgjast með því á hvaða kjörum þeir verða.
Og ég vona að staðið verði við loforðið um
að framkvæmdastjórastaðan verði á end-
anum auglýst,“ segir Björk Vilhelmsdóttir.
Hjúkrunarheimilin hafa sína stjórnina
hvort en auk þess er starfrækt samstarfs-
stjórn þar sem bæði Vilhjálmur og Magn-
ús eiga sæti. Stjórnir beggja heimilanna
hafa samþykkt tímabundna ráðningu Vil-
hjálms.
Tveir stjórnarmenn Eirar og einn
stjórnarmaður Skjóls studdu ekki ráðn-
ingu Vilhjálms. Meðal þeirra er Þórunn
H. Sveinbjörnsdóttir. „Ég tel eðlilegt að
staðan hefði verið auglýst fyrir nokkru svo
fráfarandi forstjóri fengi tíma til að setja
nýjan mann inn í starfið,“ segir Þórunn en
hún er nýkomin inn í stjórn Eirar.
En hvers vegna var starfið ekki auglýst
fyrr?
„Það er nú bara eins og það er; menn
vildu ekki vera að auglýsa það. Þessi störf
hafa aldrei verið auglýst en þó með einni
undantekningu. Menn töldu rétt að nýkjör-
ið fulltrúaráð og stjórn fengju eitthvað um
þetta að segja,“ segir Magnús L. Sveins-
son. Nýtt fulltrúaráð var kjörið 31. mars.
Fyrri launakjör ákveðin fyrirmynd
„Það hefur ekki verið tekin ákvörðun
um kjör Vilhjálms en við höfum auðvit-
að samninginn við Sigurð Helga sem
ákveðna fyrirmynd,“ segir Guðmundur Þ.
Jónsson sem er stjórnarformaður Skjóls og
situr í samstarfsstjórn heimilanna.
Sigurður Helgi Guðmundsson fékk
800 þúsund krónur á mánuði í laun sem
forstjóri Eirar, 420 þúsund krónur sem for-
stjóri Skjóls og 220 þúsund krónur í bíla-
styrk á mánuði, eða 1.440 þúsund alls.
Vilhjálmur mun semja um laun við
stjórnarformenn heimilanna, þá Magnús
og Guðmund, en launin eru ekki háð sam-
þykki stjórna heimilanna. „Ég tel eðlilegt
að laun mín taki mið af efnahagsástandinu
í landinu og að þau lækki frá því sem var.
Það er á hreinu. Ég er alls ekki að fara að
vera á einhverjum rosalegum launum. Ég
tók þetta ekki að mér launanna vegna,“
segir Vilhjálmur.
Spurður hvort hann telji eðlilegt að
semja um laun við Magnús, samstarfs-
félaga sinn til margra ára, segir Vilhjálmur
að svo sé. „Ég sé ekkert athugavert við
að ég semji við hann um laun. Er eitthvað
slæmt við að hafa unnið með honum? Það
er ekki eins og ég sé bara að semja við
einn mann. Þetta verður gagnsætt ferli og
launin eiga ekki að vera neitt feimnismál.“
Borgin ræður oft án auglýsinga
Vilhjálmur telur ekkert athugavert við
það að vera ráðinn án auglýsingar. „Ég get
nefnt fjölda dæma frá Reykjavíkurborg
þar sem menn eru ráðnir í tímabundin
verkefni en man ekki eftir að borgin hafi
sérstaklega verið gagnrýnd fyrir það. En
við erum að undirbúa auglýsingu til að
fastráða í starfið.“
Vilhjálmur tekur aftur við sem stjórnar-
formaður Eirar þegar samningur hans í
framkvæmdastjórastöðu rennur út.
Heimildir Fréttatímans herma að Sveinn
Magnússon, sonur Magnúsar L. Sveins-
sonar, komi sterklega til greina sem fram-
kvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna þegar
Vilhjálmur hættir. „Þetta eru fréttir fyrir
mér. Ég hef aldrei heyrt þetta áður. Mér
þætti undarlegt ef búið væri að ákveða það
þegar til stendur að auglýsa starfið,“ segir
Magnús en tekur fram að það sé mikill
fengur að fá Vilhjálm í starf framkvæmda-
stjóra því hann hafi yfirgripsmikla þekk-
ingu á málaflokknum.
Vilhjálmur var harðlega gagnrýndur af
pólitískum andstæðingum fyrir að sitja
beggja vegna borðsins þegar Reykjavíkur-
borg undirritaði viljayfirlýsingu við Eir
um byggingu þjónustu- og menningar-
miðstöðvar í Grafarvogi. Vilhjálmur var
þá borgarstjóri og stjórnarformaður Eirar
en hann sagði sig að lokum frá samnings-
gerðinni eftir mikla gagnrýni minnihlut-
ans í borginni.
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
Sigurður Helgi
Guðmundsson
fékk 800 þúsund
krónur á mánuði
í laun sem for-
stjóri Eirar, 420
þúsund krónur
sem forstjóri
Skjóls og 220
þúsund krónur í
bílastyrk á mán-
uði, eða 1.440
þúsund alls.
InnráS FaSteIgnakaup útlendInga
Belgískir lögfræðingar kaupa lúxusvillu Sigurðar Bolla
F élagið Artemis Capital Sarl, sem skráð er með heimilis-festi í Lúxemborg og er í eigu
tveggja belgískra lögfræðinga, hefur
fest kaup á glæsihýsi athafnamanns-
ins Sigurðar Bollasonar og eiginkonu
hans, Nönnu Bjarkar Ásgrímsdóttur, í
Skildinganesi í Skerjafirðinum. Húsið,
sem er skráð á Nönnu, er 430 fermetr-
ar og stendur á sjávarlóð. Húsið keypti
Nanna í nóvember 2006 af Gísla Guð-
mundssyni, fyrrverandi aðaleiganda
B&L. Lögmannsstofan BBA Legal sá
um kaupin og söluna. Bjarki H. Diego,
fyrrum framkvæmdastjóri hjá Kaup-
þingi, hafði umboð frá Artemis Capital
til að kaupa húseignina en Beneditto
Val Nardini hafði umboð frá Nönnu
Björk og Sigurði Bollasyni til að selja
hana. Bjarki Diego sagði í samtali við
Fréttatímann að hann hefði fengið um-
boð frá félaginu til að ganga frá þess-
um kaupsamningi. Að öðru leyti hefði
hann ekki hugmynd um hverjir ættu
félagið.
Athygli vekur að um er að ræða
gjörning af sama meiði og Fréttatím-
inn greindi frá í síðustu viku þegar
Unnur Sigurðardóttir, sambýliskona
og barnsmóðir Hannesar Smárason-
ar, seldi 370 fermetra lúxusvillu sína
á Fjölnisvegi til Sparkle SA í Lúxem-
borg. Og félögin tvö, Artemis Capital
Sarl og Sparkle SA tengjast því sömu
mennirnir sitja í stjórnum beggja fé-
laga. Alain Noullet og Stephane Bivak
sitja í báðum stjórnum og eiga Artemis
Capital til helminga. Auk þeirra situr
Clive Godfrey í stjórn Sparkle SA. Það
félag er í eigu High Wealth Investment
International Sarl. Hvorki hefur náðst
í Hannes Smárason né Sigurð Bolla-
son til að spyrja þá út í þessi viðskipti.
Stephane Bivak svaraði ekki skila-
boðum Fréttatímans. -óhþ
Skildinganes 24 er glæsilegt hús. Ljósmynd/Hari
Farþegar strætisvagna geta hér
eftir notið Fréttatímans og fleiri
blaða ókeypis. Frá og með gærdeg
inum, fimmtudegi, munu farþegar
í 22 strætisvögnum geta nælt sér í
ókeypis blöð í vagninum til að lesa
á meðan á ferðinni stendur. Mark
miðið er að gera ferðalagið með
strætó enn ánægjulegra. Þeir sem vilja,
geta einnig tekið blöðin með sér að ferð
lokinni til að lesa síðar. Boðið verður upp á
þessa þjónustu í hluta vagnaflotans til að
byrja með þar sem þetta er tilraunaverk
efni, og mun framhaldið ráðast
af viðtökum farþega. Blöðin
sem verða í boði í vögnunum
eru Finnur.is, sem farþegar fá
nýtt alla fimmtudagsmorgna,
Monitor og Fréttatíminn, sem
birtast í vögnunum á föstudags
morgnum, og Grapevine sem fer
einnig í vagnana á föstu dags
morgnum. Merktar blaðagrindur verða
í þeim strætisvögnum sem taka þátt í
tilraunaverkefninu og geta farþegar sótt
blöð þangað að vild. jh
Fréttatíminn og fleiri blöð ókeypis í strætó
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
2. tölublað 1. árgangur
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P I S
29. apríl-1. maí 201117. tölublað 2. árgangur
18
Eyðir neikvæðum hugsun um barn æskunnar
Viðtal
anna
Valdimars
34ViðHORF
46tíska
50
Friðriks-
dætur
Vekja ver-
búð í Hnífs-
dal til lífsins
54
Þorvaldur
Davíð
Með samning
í Hollywood
Viðtal GUðJÓN ÞÓRðaRSON
Ég vildi hins
vegar að
hann hefði
hlustað meira
á mig. Þá
hefði hann
farið öðru-
vísi í gegnum
sum mál.
Síða 24
Guðjón Þórðarson um
mág sinn Geir H. Haarde
Einar Örn
Besti
flokkur-
inn er
ekki
cover-
band
Hildur
Ragnars
knattspyrnuþjálfarinn litríki, Guðjón Þórðarson, hefur
marga fjöruna sopið. í viðtali við Þóru tómasdóttur
talar hann um fótboltann, stjórnmálin og lífið utan
vallar. Vonbrigðin, sigrana og framtíðina. Ljósmynd/Hari
Töff tísku-
bloggari
5
dagar
dress
FAST Verð
getur komið í veg fyrir ýmis stoðkerfisvandamál
og kvilla í helstu álagspunktum líkamans.
GÖNGUGREINING FLEXOR
PANTAÐU TÍMA
517 3900
Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
11
0
61
3
Hagstæðara
að beina við-
skiptum vestur
um haf
Gengi krónunnar gagn
vart evru heldur áfram
að veikjast. Evran
hefur undanfarna daga
kostað 165166 krónur og
hefur ekki verið dýrari fyrir
landann í heilt ár, að því er
fram kemur hjá Greiningu
Íslandsbanka. Önnur þróun
hefur verið á gengi krónu
gagnvart Bandaríkjadollar
og er verð hans í krónum
talið mun lægra en það
var á sama tíma í fyrra. Í
byrjun maí á síðasta ári
kostaði dollarinn rúmar 129
krónur en kostar nú 111,60
krónur. Á sama tíma hefur
evran verið að sækja í sig
veðrið gagnvart dollar og
stendur EURUSD krossinn í
tæpum 1,49 en á sama tíma
í fyrra stóð hann í tæpum
1,30. Það er því orðið hag
stæðara fyrir landsmenn,
segir Greiningin, að beina
viðskiptum sínum vestur
um haf en til meginlands
Evrópu. -jh
Gistinóttum fjölgar
Gistinætur á hótelum í mars síðastliðnum voru 96.900
en voru 95.400 í sama mánuði árið 2010. Gistinætur
erlendra gesta voru um 71% af heildarfjölda gistinátta á
hótelum í mars en gistinóttum þeirra fækkar 1% á meðan
gistinóttum Íslendinga fjölgar um 10% samanborið við
mars 2010, að því er Hagstofa Íslands greindi frá í gær.
Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum í
mars nema á Suðurlandi og á Norðurlandi. Á höfuð
borgarsvæðinu voru 72.600 gistinætur í mars sem er 4%
aukning frá fyrra ári. Gistinætur fyrstu þrjá mánuði ársins
voru 232.400 en voru 228.000 á sama tímabili 2010.
Gistinóttum fjölgaði á Austurlandi um 20%, Suðurnesjum
um 15% og 3% á höfuðborgarsvæðinu. Gistinætur voru
svipaðar milli ára á Suðurlandi en annars staðar var
fækkun, mest á Norðurlandi samanborið við fyrsta árs
fjórðung 2010. jh
„Fyrirfram plottað“
VelFerðarmál FyrrVerandI borgarStjórI ráðInn
Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, furðar sig á ráðningu Vilhjálms
Þ. Vilhjálmssonar í nýja stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls. Hún telur
að fylgjast þurfi með kjörum félaganna Magnúsar L. Sveinssonar, nýs stjórnarformanns Eirar, og
Vilhjálms.
Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson
Magnús L. Sveinsson
Björk Vilhelmsdóttir
2 fréttir Helgin 6.8. maí 2011