Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 56
Saksóknarinn í Istanbul hefur tekið til skoðunar kæru á hendur útgáfufyrirtæki sem í janúar sendi frá sér þýðingu á skáldsögu Wiiliams S. Burroughs ( 1914-1997), The Soft Machine, sem kom út fyrst hjá Olympia Press í Paris 1961, var gefin út í breyttri mynd hjá GrovePress í New York 1966 og tveimur árum síðar hjá John Calder í New York. Seinni útgáfurnar tvær urðu árin á eftir fáanlegar hér á landi. Í sögunni beitti höfundurinn í fyrsta sinn klippitækni sinni sem átti eftir að hafa mikil áhrif á textasmíð eins og Bowies, Lennons og Jaggers. Kæran er grundvölluð á lagagrein um spillingu æskunnar og er til marks um hversu menn- ingarlíf í Tyrklandi er enn undir hælnum á fornum viðhorfum um tjáningar- og ritfrelsi en slíkar tilhneigingar í tyrknesku samfélagi vísa til svipaðra viðhorfa sem voru upp í öðrum Evrópulöndum áratugum fyrr. Kæran er komin úr æðstu stöðum í tyrkneska stjórnkerfinu, nefnd á vegum forsætisráðuneytis landsins. Fundið er að erindi verksins, stíl og orðavali. Útgefandi verksins hefur snúist til varnar með ítarlegri yfirlýsingu um eðli verksins og stöðu í bókmenntalífi vestrænna þjóða. -pbb Um spillingu æskunnar  Bókadómur allir í leik eftir unu margréti Jónsdóttur u na Margrét Jónsdóttir, útvarps-kona með meiru, hefur um árabil lagt sig eftir söfnun leikja sem börn hafa stundað í fjölbreyttum útgáfum á liðnu árhundraði. Safn Unu er stórt að vöxtum og sýnir hvernig saman fellur úr þremur áttum í eina slóð efni frá erlendum menningarsvæðum, Skandinavíulöndunum, einkum Dan- mörku, Þýskalandi, og Bandaríkjunum; fornt innlent efni sem endurnýjast með nýjum kynslóðum og loks nýtt efni sem sprettur upp meðal barna. Leikurinn á götunni, í portum og görðum var fastur liður í tilveru barna sem ólust upp í þéttbýli og strjálbýli. Ekki verður fullráðið af gögnum sem Una Margrét birtir í seinna bindi verks- ins, sem kom út fyrir jólin, hvort leikir verða héraðsbundnir að nokkru marki, búsetuhreyfing er enda alltof rík hár á landi til að hún geti ráðið úrslitum um líftíma leikja. Hitt vekur meiri ótta hjá manni af minni kynslóð, sem ólst upp á kaldastríðstímanum í Reykjavík þegar barnafjölgun var mikil og borgin að byggjast upp, að leikumhverfi barna er nú aðþrengt: gatan er ekki lengur leik- völlur, hún er lífshættuleg öllum sem um hana fara vegna bílaumferðar og hraða. Leikir barna hafa því látið talsvert á sjá og ætti bók Unu og hugmyndir uppeldis- frömuða að ýta á að leikir verði settir á námskrá og gerðir að virkum þætti í daglegri önn skólabarna. Ekki aðeins til að halda lífi í þeirri samfellu sem leikir barna eru í andlegu lífi þjóðarinnar, heldur ekki síður til að nýta þá í þroska og hreyfingu, samhæfni og samvinnu í leik. En svo er komið fyrir okkur að til að kenna börnum leiki verður að senda þau á leikjanámskeið. Hið sjálfsprottna leikjaumhverfi barna var heft ótæpi- lega með malbiki og einstakri fávisku í byggðaskipulagi þéttbýlis. Bæði bindin í verki Unu Margrétar eru einstaklega skemmtileg lesning. Hún greinir upphaf hvers leiks, leik- vísu, lætur nótusetja leikinn (og eltir þar fordæmi séra Bjarna í íslenskum þjóð- lögum), rekur afbrigði, skýrir ljóslega hvernig leikurinn fer fram. Þá leitar hún skyldra leikja. Sá þáttur rannsóknar- innar er unninn af minnstum efnum, en skiptir ekki stóru. Þá eru dæmi hennar af leikjum á Grænlandi utan við rann- sóknarsviðið sjálft. Grænland er annar heimur en okkar. Það er athyglisvert að Una Margrét skuli með verki sem þessu bæta stórt gat í rannsóknarsögu íslenskra fræða: Hvar er framlag norrænu deildarinnar, hugvísindadeildarinnar til þessa merka menningarsviðs? Það er falið í hljóðupp- tökum Árnastofnunar og svo (væntan- lega) í lífsháttaviðtölum Þjóðminjasafns sem koma ekki til álita í verki Unu. (Eru þau til efnisgreind?) Una sest með verki sínu á stall með Magnúsi Grímssyni, Jóni Árnasyni og Ólafi Davíðssyni. Þegar frá líður munu menn meta þetta verk sem mikilvægan vitnisburð í menningarsögu okkar. Það er enda í hverju tilviki komið upphaf að rannsóknarþræði: Minn heimildarmað- ur, alinn upp í Reykjavík á áratugnum fyrir stríð, rakst á fjölda staða þar sem hennar útgáfur voru tilbrigði við leiki sem Una nefnir. Merkilegastur þótti mér klappleikur sem er kominn frá Ameríku, en þá kveikir maður ekki á þeim víð- tæku tengslum sem urðu við Ameríku í íslensku vitundarlífi eftir flóttann mikla vestur um haf á áratugunum beggja vegna aldamótanna 1900. Okkar Dia- spora: flóttinn vestur. Leikir barna endurspegla margt: Þeir eru í grunninn lífsleiknitæki og eiga að notast skipulega sem slíkir, fyrir líkamlega og andlega tjáningu þar sem orðið og háttbundin notkun þess er í fyrirrúmi, tengd við hreyfingu, látæði og svipbrigði. Þeir eru frjómagn ungum huga. Verk Unu Margrétar er að stórum hluta minnisvarði um liðinn tíma en ætti að geta verið hjálpartæki komandi kyn- slóðum nema ógæfan falli okkur áfram að síðum og stýri okkur lengra í fallinu frá þeim gildum sem dugðu okkur best og lengst. 36 bækur Helgin 6.-8. maí 2011  óBirt handrit kynningarhátíð í haust Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is Hátt í níutíu breskir rithöfundar sendu yfirmanni BBC mótmæli á dögunum vegna þess að þeir töldu misvægi ríkja í umfjöllun á rásum breska ríkisútvarpsins um bókmenntir. Ritverk á borð við barna- og unglingasögur, fantasíur, afþrey- ingarsögur af ýmsu tagi eða það sem Bretar kalla „genre fiction“ fengju heldur hæðnislega umfjöllun hjá þáttastjórnendum. Þar spratt upp gömul deila um vinsældabókmenntir af ýmsu tagi og það sem kallað er í máli manna „góðar“ bókmenntir eða jafnvel bara „bókmenntir“ eins og Egill Helgason orðaði það einhverju sinni í vetur í þætti sínum. Deilan vekur athygli á gjá sem er víða milli menntaðra bókmenntapáfa, gagnrýnenda og hinna sem leggja gisnari mælistikur á lesefni sitt en þeir sem telja sig menntaða á sviði bókmenntalesturs. Sú aðgerð Egils Gilz að troða sér inn í Rithöfunda- sambandið hér á landi var til dæmis um þá alvarlegu kröfu sem höfundar vinsælda- bókmennta gera til að komast í tölu „þeirra fáu“ eins og Jóhann Sigurjónsson kallaði það. Ekki fer frekari sögum af viðbrögðum BBC við mótmælunum. -pbb Misvægi í umfjöllun Leikskáld þjappa sér saman Barnaleikirnir okkar Loksins er komið saman merkilegt rit í tveimur bindum um barnaleiki síðustu aldar sem tekur upp þráðinn frá fyrri söfnum sem nú eru viðurkenndur hluti af menningararfi okkar. Félag leikskálda og handritshöfunda sem er fag- og stéttarfélag þeirra sem skrifa handrit fyrir svið, ljósvaka og kvikmyndir. Þar á bæ ætla menn sér að draga fram óbirt handrit, en nýsamin handrit umfram það sem birtist að jafnaði á sviði og á ljósvakanum eru alltaf mýmörg. Til að kalla óbirt verk fram á sjónarsviðið ætlar FLH að efna til kynningarhátíðar á nýjum íslenskum leikritum í Norræna húsinu á komandi hausti, dagana 15.-18. september 2011. Auk kynninga í formi leiklestra verður haldið málþing um stöðu íslenskrar leikritunar sunnudaginn 18. september með þátttöku innlendra og erlendra frummælanda. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður Kaj Johnsen, listrænn stjórnandi í Dramatikkens Hus í Ósló en þar er rekin kraftmikil starfsemi til styrktar innlendri leikritun í Noregi. Tilgangur hátíðarinnar er að vekja at- hygli á breidd og fjölbreytni í skrifum ís- lenskra leikskálda og kynna verk þeirra fyr- ir áhugasömu leikhúsfólki og almenningi. Fyrirkomulag leiklestranna verður með þeim hætti að hámarkstími hvers lestrar verður 45 mínútur. Ef leikrit eru lengri en því nemur verður ávallt lesið frá byrjun og þar til tíminn er úti. Verk styttri en 45 mín- útur verða lesin í heild. Engin mörk eru á hversu stutt verk mega vera. Gert er ráð fyrir að 3-5 leikrit verði kynnt á hverjum degi hátíðarinnar og heildarfjöldi ætti því að vera um það bil 10 til15. Nánari niður- röðun dagskrár hátíðarinnar verður kynnt þegar nær dregur. Leiklestrarnir verða í höndum atvinnuleikara sem ráðnir verða til verk- efnisins og undir stjórn tveggja leikstjóra en mjög skýrar reglur verða settar hvað varðar umgjörð þannig að framsetningin verði einföld, skýr og samræmd. Höfundar bera engan kostnað af flutningi verka sinna. Allir geta lagt fram verk sín til flutnings á hátíðinni hvort sem þeir eru félagar í FLH eða utan þess. Ef fleiri verk berast en unnt er að flytja innan tímamarka hátíðarinnar munu verk félaga FLH njóta forgangs. Leikritum ber að skila í skýrt uppsettu og leshæfu pdf-formi sem viðhengi í tölvupósti til Félags leikskálda og handritshöfunda leikskald@leikskald.is. Skilafrestur er til og með 20. júní 2011. Umsjón með undirbúningi há- tíðarinnar hefur Hlín Agnarsdóttir, leikskáld og leikstjóri. Uppskeruhátíð sem þessi hefur ekki verið haldin áður. Leikhús sem njóta opinberra styrkja eru ekki mörg í landinu: Þjóðleikhús, Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi og Leikfélag Akureyrar er með fasta styrki, smærri hús og flokkar eins og Gaflaraflokkurinn og Vesturport njóta smærri styrkja frá opinberum sjóðum. Áætlun leikskáldanna um kynningu af þessu tagi bendir til að þeir ætli nú að sýna hvað býr í þessum aflvaka í landinu, og um leið að þar á bæ sé talið að hin stærri leikhús sinni leikritun ekki á fullnægjandi hátt miðað við framboð. -pbb Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti er höfundur vikunnar á metsölulista Eymunds- sonar með bækur í tveimur toppsætunum. Í öðru sætinu situr Matur sem yngir og grennir og í því efsta 10 árum yngri á 10 vikum. tvær á toppnum  allir í leik 2. söngvaleikir barna. Una Margrét Jónsdóttir Æskan, 312 bls. 2010. allir í leik. söngvaleikir barna. Una Margrét Jónsdóttir Æskan, 278 bls. 2009. Una Margrét Jónsdóttir. Hlín Agnarsdóttir Hefur umsjón með kynningarhátíð í haust. William S. Burroughs Tyrknesk- ur saksóknari hefur áhyggju af að hann spilli æskulýð landsins. Ljósmyndir/Nordic Photos/Getty Images Egill og Egill Tveir full- trúar íslenskra bókmennta. meistaranám í viðskiptafræði • maBi | stjórnunarreikningsskil og viðskiptafærni • maCC | reikningshald og endurskoðun • mBa • mCF | fjármál fyrirtækja • msim | fjárfestingarstjórnun • msc í alþjóðaviðskiptum • msc í OBtm Organisational Behaviour and talent Management UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ www.hr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.