Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 30
Fylgist með störfum Stjórnlagaráðs og hafið áhrif á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Bein útsending frá sameiginlegum fundi ráðsins er á hverjum fimmtudegi kl. 13 á vefsíðu ráðsins: www.stjornlagarad.is. Fundirnir eru opnir almenningi. Öll gögn ráðsins má finna á vefsíðunni. Stjórnarskrá lýðveldisins varðar okkur öll Stjórnlagaráð, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík - sími: 422-4400 - netfang: skrifstofa@stjornlagarad.is - vefslóð: www.stjornlagarad.is Vefslóð Stjórnlagaráðs: www.stjornlagarad.is  england Úrslitaleikur um titilinn Magnaðir miðverðir mætast Tvö af bestu miðvarðapörum heims mætast á sunnudag þegar Manchester United tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Sigur kemur Chelsea á topp deildarinnar. C helsea getur komist á toppinn í ensku úrvals- deildinni á sunnudag- inn í fyrsta sinn síðan í lok nóvember. Fyrst þarf liðið reyndar að vinna Manchester United á Old Traf- ford en möguleikinn er samt sem áður til staðar – möguleiki sem virtist fjar- lægur fyrir mánuði þegar helst leit út fyrir að liðið myndi berjast um fjórða sætið við Tottenham. Það gæti þó orðið þrautin þyngri því Manchester United hefur ekki tapað á heimavelli í vetur, hvorki í deild, bikar né í meistaradeild- inni. Það verður gaman að fylgjast með miðvarðapörum liðanna sem af mörgum eru talin vera með þeim betri í heiminum um þessar mundir. David Luiz og John Terry eru miðverðir Chelsea. Brasilíumaðurinn Luiz, sem kom fram frá Benfica fyrir 23 millj- ónir punda í félagsskiptaglugganum í janúar, hefur heldur betur slegið í gegn hjá Chelsea og Terry, sem virðist loks- ins vera búinn að jafna sig á meiðslum sem hrjáð hafa hann lengi, lítur fyrir að vera frískari en oft áður. Enda er það svo að Chelsea hefur fengið fæst mörk á sig af öllum liðum í úrvalsdeildinni, aðeins 28 í 35 leikjum. Samvinna þeirra Luiz og Terry hefur verið til fyrirmynd- ar. Terry hrósar hinum unga Brassa í hástert og telur hann geta orðið næsta fyrirliða Chelsea. Það sem er kannski merkilegast við Luiz er hversu auðvelt þessi 23 ára leikmaður átti með að falla inn í leik Chelsea. Strax í fyrsta leik, þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Liverpool, var hann byrjaður að skipa stórstjörnunum fyrir eins og hann hefði verið í félaginu í hundrað ár. Hann hefur gert sín mistök, er enn ungur og fljótfær en lítill vafi leikur á því að hann á eftir að verða einn af betri varnarmönnum heims í fram- tíðinni. Samvinna Serbans Nemanjas Vidic og Rios Ferdinand er margrómuð þótt þeir gætu í raun ekki verið ólíkari. Á meðan annar (Vidic) lítur út eins og hann sé í stríði á vellinum rennur ekki blóðið í Ferdinand. Stundum hefur maður það á tilfinningunni að Rio þurfi ekki að fara í sturtu eftir leik – slík er afslöppunin og áreynsluleysið í leik hans. Þeir ná frábærlega vel saman og vega hvor annan fullkomlega upp. Ferdinand hefur verið mikið meiddur í vetur og það hefur gert það að verkum að Vidic hefur þurft að spila með mörgum leikmönnum í hjarta varnar- innar. Það hefur ekki haft slæm áhrif á þennan frábæra varnarmann því hann hefur, að öðrum ólöstuðum, verið jafn- besti leikmaður ensku úrvalsdeildar- innar á þessu tímabili. Það mun ráða miklu á sunnudaginn hvort miðvarðaparið hefur betur í bar- áttunni. oskar@frettatiminn.is N or di c Ph ot os /G et ty Im ag es N or di c Ph ot os /G et ty Im ag es David Luiz og John Terry standa vaktina í hjarta varnar Chelsea. Rio Ferdinand og Nemanja Vidic eru, að mati Hjörvars Hafliðasonar, besta miðvarðapar ensku úrvalsdeildarinnar. Fréttatíminn fékk knattspyrnuspekinginn Hjörvar Hafliðason til að vega og meta þessi tvö geysisterku miðvarðapör: John Terry og David Luiz „David Luiz hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Chelsea. Hann er árásargjarn og ákaflega fylginn sér. Hann hefur auga fyrir markinu og er sterkur í föstum leikatriðum báðum megin á vellinum. Hann er svolítið villtur og gefur mikið af aukaspyrnum. John Terry var valinn óvinsælasti leikmaður heims- byggðarinnar í könnun sem ég sá um daginn. Sú skaðaða ímynd hans hefur komið í veg fyrir að hann fengi það hrós sem hann á skilið fyrir frammistöðuna í vetur. Hann hefur þroskast sem leik- maður. Samstarf Luiz og Terry hefur blómstrað allt frá því að þeir léku saman í fyrsta sinn.“ Nemanja Vidic og Rio Ferdinand „Vidic er búinn að vera jafn- besti leikmaður deildarinnar í vetur. Hann er varnarmaður af gamla skólanum – harður og illskeyttur. Hann er nánast kvikindi og tilbúinn að gera allt til að vinna leiki. Rio Ferdinand tilheyrir nýja skólanum af varnarmönnum. Hann er góður með boltann á löppunum og stjórnar vel. Hann á það hins vegar til að gleyma sér og gerir stundum dýrkeypt mistök. Saman mynda Vidic og Ferdinand sterkasta mið- varðapar ensku úrvalsdeildar- innar. Þeir vega hvor annan fullkomlega upp.“ Hvort parið er betra? „Vidic og Ferdinand eru betri. Þeir hafa leikið saman lengur og unnið saman alla þá titla sem í boði eru.“ 30 fótbolti Helgin 6.-8. maí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.