Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 55

Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 55
Fært til bókar Aftur fyrir viðreisn Elstu Íslendingar muna þá tíð er sérstakt leyfi þurfti til bílakaupa. Aðrir þekkja slíkt aðeins af afspurn. Alls konar spilling fylgdi því bílakaupum og innflutningi, eins og verða vill í ófrelsi og skömmtunum af þessu tagi. Viðreisnarstjórnin, samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins sem tók við völdum árið 1960, breytti þessu. Leyfi til bílakaupa voru gefin frjáls. Nú, rúmlega hálfri öld síðar, hafa menn enn frjálst val við bílakaup en Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að að öðru leyti sé bílasölu á Íslandi farið að svipa til þess sem var árið 1960 hvað kaup- getu á bílum snertir, að því er fram kom í Morgunblaðinu. Hann segir ekki raunhæft að ætla að ungt fólk hafi efni á nýjum smábílum. Bílainnflutn- ingur hefur verið í lágmarki frá hruni. Bílafloti Íslendinga eldist því hratt. Nýlega kom fram að meðalaldur bíla hér væri um 11 ár. Ör framþróun hefur verið í gerð sparneyt- inna bílvéla undanfarin ár. Sú þróun hefur lítt náð að Íslandsströndum. Fólk sem fer utan sér því marga bíla á götum nálægra borga sem ekki hafa sést hér á landi. Öðruvísi mér áður brá, þegar glæsivagnar voru fleiri hér en annars staðar og þurfti ekki einu sinni að grípa til höfða- tölureglunnar í því sambandi. Hvort svarta Range Rovera hinnar meintu gullaldar dagar hér uppi líkt og amerískar stéldrossíur sjötta áratugarins gerðu á Kúbu skal ósagt látið. Hilton Reykjavík Nordica - Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 - www.nordicaspa.is Innifalinn er aðgangur að fjölbreyttum hóptímum á stundaskrá. Hvar færðu aðgang að einkaþjálfara og herðanudd fyrir aðeins 550 kr. á dag? SUMARTILBOÐ NORDICASPA 3 mán. í heilsurækt og SPA-ið Kr. 16.500,- á mánuði (550 kr. á dag) 3 mán. í heilsurækt og SPA-ið Kr. 9.900,- á mánuði (330 kr. á dag) Gildir bara milli kl. 13-17 Ný námske ið að hefjast! Þ að var á vordög-um 2009 að Hal Var ian, hinn frægi fræðimaður og núverandi yfirhagfræð- ingur Google, benti stúdentum á að næstu tíu árin yrði tölfræðin „kynþokkafyllsti starfs- vettvangurinn“. Nú eru liðin tvö ár og ekki seinna vænna fyrir ungt fólk, sem þarf að ákveða hvaða starfsvettvang það ætti að velja sér, að íhuga tölfræðina. Það tekur reyndar allmörg ár að verða góður tölfræðingur, en sama á við um allar fræðigreinar. Sá sem velur slíkan starfsvettvang þarf að neita sér um félagsleg og efnisleg gæði í allmörg ár, en uppskeran sem bíð- ur er þó ríkuleg í ljósi þess valds og ánægju sem þekkingin færir þeim sem hennar aflar. Tækifærin fyrir tölfræðinga takmarkast þó aldeilis ekki við næstu átta árin. Tölfræðin og ástin Framfarir vísindanna hafa orðið til þess að lífskjör mannsins hafa batn- að þegar litið er yfir lengri tíma. Mannkynið hefur náð tökum á mörg- um einföldum en hvimleiðum sjúk- dómum sem hefur leitt til þess að við getum starfað og framleitt gæði sem aftur færir okkur velsæld. Í því ferli höfum við svo lært að stýra fyr- irtækjum og hagkerfum þannig að hlutfallslega mun færri menn búa við bagalegan skort og slæman aðbún- að, að minnsta kosta í hinum þróaða heimi, en þekktist fyrir hundrað árum og öll árhundruð þar á undan. Þessar framfarir eru afsprengi dug- mikilla fræðimanna á sviði lækna- vísinda, menntunarfræða, hagvís- inda, félagsvísinda o.s.frv. Að öðrum fræðigreinum ólöstuðum er þó ein fræðigrein sem kemur alls staðar að og stuðlar að framþróun allra hinna fræðigreinanna og það er tölfræðin. Meginkennisetning tölfræðinnar (e. central limit theorem), og hinir stærðfræðilegu kraftar sem hún fjallar um, hefur gert fræðimönnum kleift að mæla með ákvörðunum við aðra menn, eins og að taka inn til- tekið lyf við tilteknum sjúkdómi, byggja hús með tilteknum hætti, ferðast með tilteknum farartækjum, hafa samskipti við annað fólk í gegn- um tiltekin tæki. Vegna framþró- unar í tölvu- og upplýsingatækni er nú hægt að nýta tölfræðina á mun fleiri sviðum og við mun fjölbreyttari úrlausnarefni en áður var gerlegt. Hvort sem um er að ræða að leita ást- arinnar, betrumbæta vöxt plantna í gróðurhúsi, vernda fiskstofna eða ná samningum í kjaradeilum, mun hin tölfræðilega aðferð leiða til vandaðri ákvarðanatöku en gamla brjóstvitið. Hugsanlega vegna fæðar okkar samfélags hefur tölfræðin ekki fengið veigamikinn sess, hvorki í menntakerfinu, stjórnsýslunni né at- vinnulífinu. Vegna ná- lægðar okkar hvert við annað teljum við okkur stundum vita hvernig háttar til um hluti. Þá hafa menn í almennri umræðu gert óraunhæf- ar kröfur til hagspáa og tölfræðilíkana, þar sem þeim er ætlað að færa fram hinn algilda sannleik á hverjum tíma. Þegar spádómar þeirra hafa ekki gengið eftir hafa menn ýtt þess- ari aðferðafræði til hliðar og gengið frekar að brjóstvitinu í ákvarðana- töku. En hinir sömu átta sig ekki á því að í okkar háskalega heimi er ekki nægilegt að telja sig vita, held- ur verða menn að geta sýnt fram á hluti með áþreifanlegum hætti til að forðast tjón. Spá AGS 2005 Vandi haglíkana er að hver spádóm- ur miðast við tilteknar forsendur. Um leið og spádómurinn er kunnur bregðast menn oft við honum. Við- bragðið gerir það síðan að verkum að á endanum rætist ekki spáin. Oft vill það þó verða að greining er gerð sem er byggð á traustum forsendum sem samt er ekki tekið mark á og spádómurinn sem þar birtist verð- ur að veruleika. Dæmi um þetta er skýrsla sem gefin var út af Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum árið 2005 og undirrituð stóð meðal annars að. Þar var tölfræðileg greining lögð fram um hvaða lönd ættu í erfiðri út- lánaþenslu sem leitt gæti til skulda- kreppu. Löndin sem bent var á að ættu í slíku hættuástandi voru Búlg- aría, Lettland, Líbanon, Grikkland, Írland, Ísland, Makedónía, Portúgal, Spánn, Úkraína og Ungverjaland, auk nokkurra annarra. Öll löndin sem nefnd voru í skýrslunni, nema Spánn og Líbanon, hafa nú verið tek- in inn á ýmiss konar prógrömm hjá Sjóðnum í viðbrögðum við skulda- kreppu sem þar nú ríkir. Hefði hins vegar verið brugðist við með viðeig- andi hætti, eins og greinin fjallaði ítarlega um, hefði spádómurinn eðli- lega ekki ræst. Tölfræðin sem heilstæð fræði- grein er ekki kennd á Íslandi, en hana er þó að finna í stærðfræðideild HÍ og nú í meistaranámi í Háskólan- um í Reykjavík undir heitinu Stjórn- unarreikningsskil og viðskiptafærni eða Management Accounting and Business Intelligence. Þeir sem vilja ná tökum á tölfræðinni í sínu hrein- asta formi og því sem Hal Varian tal- aði um, þurfa þó enn að leita út fyrir landsteinana. Tölfræði Eftirsóknar- verðasta starfið „Settu það saman“ sjálf/ur og fáðu 20% afslátt Fyrir þá sem ætla að setja upp eldhúsið sitt sjál r, erum við tilbúnir í slaginn. Kíktu við hjá okkur og fáðu góð ráð, þér að kostnaðarlausu, áður enn þú hefst handa. Viltu fá okkur til að hanna sérstaklega fyrir þig nýju eldhús eða bað innréttinguna – án greiðslu? Viltu fá faglegar ráðleggingar um endurnýjun innréttinga – og svo frábært verðtilboð? Vertu þá velkomin í heimsókn! Persónuleg og góð þjónusta. Nýjung! Nýjung! 5 ÁRA ÁBYRGÐ Á VÖRU OG VIRKNI 9 MÁNAÐA VAXTALAUS STAÐGREIÐSLULÁN TIL Á LAGER Opið laugardaga frá 11-15 HVÍT FULNINGA – RW Hin klassíska fulningahurð sett í nýjan búning. HVÍTTUÐ EIK – DECOR TE Fataskápur með rennihurðum, hér sýndur með speglahurðum. Einnig eru 5 litir fyrirliggjandi á lager. HVÍT SLÉTT – KA Stílhreinn og látlaus fataskápur. Hurðar sprautulakkaðar með beinum köntum. GRÁTT MEÐ ÁLKANTI – FX Skemmtileg nútímaleg hönnun, innblásin af ítölskum straumum. LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMAR 530 2819 og 530 2821 · www.hth.dk Guðrún Johnsen lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. viðhorf 35 Helgin 6.-8. maí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.