Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 54
Vor í Prag V Vorið í Prag er frægt í sögunni; stutt tímabil aukins frjálsræðis í þáverandi Tékkóslóvakíu sem stóð frá því í janúar 1968 til 20. ágúst sama ár. Þá ruddust skrið- drekar Sovétríkjanna og annarra Varsjárbandalags- ríkja, að Rúmeníu undanskilinni, inn í borgina, yfir Wenceslastorgið, og fótumtróðu vakninguna. Tilraun Svobodas forseta og Dubceks flokksleiðtoga, í kalda stríðinu miðju, mistókst. Tékkóslóvakía losnaði ekki úr klóm kommúnismans fyrr en eftir fall Berlínarmúrsins 1989 og upplausn Sovétríkjanna í kjölfarið þegar frels- isandi blés á nýjan leik um lönd Austur-Evrópu. Tékk- land og Slóvakía urðu sjálfstæð ríki og hafa blómstrað í kjölfarið, ekki síst Tékkland sem vestar liggur, m.a. að landamærum Þýskalands. Við hjónakornin heimsóttum Prag fyrst árið 1992. Þótt hin dauða krumla miðstýringar og ofríkis væri horfin mátti hvarvetna sjá merki hennar. Áratugalöng stöðnun blasti við. Sprotar voru þó farnir að skjóta upp kollinum. Íslenskir frumkvöðlar voru meðal þeirra fyrstu. Hjónin Þórir Gunnarsson og Ingibjörg Jóhanns- dóttir opnuðu veitingastað á besta stað í borginni, mitt á milli helstu kennileita hennar, Klukkutorgsins og Karlsbrúarinnar. Stöðnunin gat ekki dulið fegurð borgarinnar. Það var eins og Þyrnirós væri að vakna af dásvefninum langa. Hvert hús í miðborginni, sem blessunarlega slapp frá sprengjuæði seinni heimsstyrjaldarinnar, er listaverk, þröng strætin dulúðug og torgin aðdráttarafl. Brýrn- ar yfir Moldá eru margar og tengja borgarhlutana. Karlsbrúin er þeirra merkust, meistaraverk frá 14. öld. Prag heillaði okkur. Frá þessum tíma höfum við all- oft heimsótt borgina, rölt um stræti og torg, horft á hús og önnur meistaralega gerð mannvirki, notið góðra veitinga, setið á kaffihúsum og horft á mannfjöldann streyma hjá. Við höfum séð borgina breytast, húsin fríkka með hreingerningu og auknu viðhaldi. Prag er orðin vestræn borg. Verslunarhallir hafa risið og al- þjóðlegar verslanakeðjur haldið innreið sína. Gömlu skódarnir og trabantarnir eru horfnir af götunum. Nýir skódar eru orðnir glæsivagnar. Slíkum umbyltingum fylgja vaxtarverkir en það sem skiptir máli er að hin gamla Prag heldur þokka sínum. Ferðamenn hafa fyr- ir löngu uppgötvað borgina og sækja hana heim víðs vegar að. Þegar við vorum orðin hvað leiðust á langvarandi vorhretinu hérlendis í mars og apríl sáum við aug- lýsingu í blaði. Í boði voru nokkrir vordagar í Prag. Við litum hvort á annað þar sem við sötruðum morg- unkaffið. Úti gnauðaði vindurinn og bílarnir biðu óskafnir á stæðinu. Frekari orð voru óþörf. Við gengum frá pöntun, enda óbreytt veðurspá á ísaköldu landi eins langt og séð varð, skítviðri. Meinta kreppu lögðum við til hliðar. Vordagarnir í Prag stóðu undir nafni, fallegir, blóm- ríkir og hlýir. Varla er hægt að tala um vorið í Prag, þ.e. með greini, án þess að hugurinn hvarfli til ársins 1968. Vorið 2011 var með allt öðrum hætti. Sovéskir skriðdrekar heyra sögunni til. Manngrúinn streymdi eins og fljót yfir Karlsbúna. Sumir gáfu sé þó tíma til að hlýða á götusöngvara eða létu teikna ásjónu sína til minningar um dýrðarstund. Fá borgartorg eru fegurri og byggingar ævintýralegri allt um kring en Staro- mestské námesti, í hjarta gamla borgarhlutans við Klukkuturninn og Týnkirkjuna. Þeir sem þangað koma í fyrsta sinn eiga á hættu að fá hálsríg við skoðunina. Því er ráðlegt að setjast við borð á útiveitingahúsi, sötra bæheimskt vín eða tékkneskan pilsner – og njóta. Kastalinn, Prazský hrad, hið mikla mannvirki, blasir við handan Moldár. Hann er skylduskoðun, sem og stórkirkjurnar á svæðinu. Sama gildir um gullnu göt- una innan kastalaveggjanna þar sem litlar búðir og listasmiðjur í litlum húsum gleðja augað. Þar bjó Kafka um hríð. Gatan er að vísu lokuð um þessar mundir, vegna endurbóta á húsum, en verður án efa opnuð áður en aðal sumartraffíkin hefst. Gyðingahverfið er áhugavert; samkunduhúsin, kirkjugarðurinn frægi og gyðingasafnið láta engan ósnortinn. Eitt sinn er við heimsóttum það voru m.a. til sýnis teikningar barna í útrýmingarbúðum. Þau teiknuðu ekki hryllinginn heldur fallega veröld utan múranna, veröld sem fæst þeirra lifðu að sjá að nýju. Íslenskur hraglandi, slagveðursrigning og hvass- viðri skóku flugvélina í flugtaki af Miðnesheiði en golan sem tók á móti okkur í Prag var volg. Þegar hjól flug- vélarinnar lyftust á bakaleið, af sólbakaðri brautinni á Pragflugvelli, fréttum við að jafnfallinn snjór í Reykja- vík mældist 16,3 sentimetrar. Samt var kominn maí. Vorið í Reykjavík hefur sinn sérstaka stíl. Það er samt ekki eins hættulegt og það var í Prag, það fræga ár 1968. Te ik ni ng /H ar i Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL ALÞJÓÐARÁÐSTEFNA FÉLAGS KVENNA Í ATVINNUREKSTRI (FKA) Í SAMSTARFI VIÐ SAMTÖK ATVINNULÍFSINS OG VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA FÖSTUDAGINN 13. MAÍ 2011. RÁÐSTEFNUNNI ER ÆTLAÐ AÐ ÝTA UNDIR UMRÆÐU UM KYNJAHLUTFÖLL Í STJÓRNUM, EN ÁKVÆÐI Í LÖGUM UM KYNJAKVÓTA MUNU TAKA GILDI HÉR Á LANDI ÁRIÐ 2013. SAMTÖK ATVINNULÍFSINS VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS IÐNAÐAR- RÁÐUNEYTIÐ FÉLAG KVENNA Í ATVINNUREKSTRI NORSKA SENDIRÁÐIÐ CREDITINFO ICELANDAIR Húsið opnar - Létt morgunverðarhlaðborð Ávarp Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra Mari Teigen: Gender Quotas in Corporate Boards: The Norwegian Experiences Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans: Ný stefna - Nýtt hugarfar Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova: Við leitum að konu í Bogamerkinu Benja Stig Fagerland: Women Mean Business! Dagskrárlok BJÓÐUM Á STEFNUMÓT: Kona og karl sem koma saman greiða eitt ráðstefnugjald eða 5.900 krónur, morgunverður innifalinn. Þátttökugjald í vinnustofur er 3.900 krónur SÝNUM FJÖLBREYTNI Í FORYSTU! KARLA & KONUR VIRKJUM TIL ATHAFNA Tveir erlendir fyrirlesarar verða með framsögu, þær Mari Teigen og Benja Stig Fagerland. Mari Teigen er doktor í félagsfræði og rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarstofnun í félagsvísindum í Osló. Benja Stig Fagerland er eigandi Talent Tuning sem einblínir á viðmið og stefnur kvenhag- fræðinnar (e. womenomics) auk þess sem hún aðstoðar fyrirtæki við að finna konur í stjórnir. Þá mun Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans ræða um nýja stjórnarhætti og Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri Nova um reynslu af stjórnarsetu í erlendu fyrirtæki. HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK DAGSKRÁ: 8.15 8:30 8:40 9:10 9:25 9:40 10:10 FUNDARSTJÓRN: Rakel Sveinsdóttir hjá CreditInfo Group og Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskipa VINNUSTOFUR: Með Opna Háskólanum í HR, Menntavegi frá klukkan 13.00 til 16.10 13:00-14:00 14:10-15:00 15:10-16:10 Fjöldi þátttakenda í vinnustofur er takmarkaður EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ HILTON REYKJAVÍK NORDICA Skráning á: WWW.SA.IS LANDSBANKINN Benja Stig Fagerland: The road to the board room Berglind Ósk Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá KPMG: Hlutverk, ábyrgð og skyldur stjórnarmanna Mari Teigen: The ideal practises about gender quotas S amtök skapandi greina voru stofnuð á þriðjudaginn, á fyrsta sólardegi vorsins í höfuðborginni. Þau leysa af hólmi Samráðsvettvang skapandi greina sem átti frumkvæði að rannsókn um hagræn áhrif greinanna er vak- ið hefur mikla athygli. Að samtök- unum standa allar kynningarmið- stöðvar lista og skapandi greina og félagasamtök í hverri grein. Bak- hjarlar kynningarmiðstöðva eru regnhlífarsamtök í hverri grein og hafa samtökin því breiðustu fylk- ingu fagfólks í skapandi greinum í landinu að baki sér. Ofangreind rannsókn leiddi í ljós að velta skapandi greina var 189 milljarðar króna árið 2009; þar af er hlutdeild ríkis og sveitar- félaga 12,5 prósent. Í skapandi greinum starfa tæplega 10 þúsund manns sem eru um 5,2 prósent af vinnuafli. Útflutningstekjur skapandi greina voru 24 milljarðar króna eða um þrjú prósent af út- flutningstekjum þjóðarinnar. Skapandi greinar eru burðarat- vinnugrein á íslenskum atvinnu- markaði. Samtök skapandi greina hafa þann helsta tilgang að vinna að hagsmunamálum skap- andi greina í heild á ís- lenskum atvinnumark- aði. Þar er af mörgu að taka og ljóst er að samtakanna og bak- hjarla þeirra bíður stórt og spennandi verkefni. Brýnt er að rannsaka frekar stöðu greinanna á atvinnumarkaði, bæta stoðkerfi þeirra hjá hinu opinbera sem og á einkamarkaði, efla fræðslu um eðli og eig- inleika skapandi greina og auka endurmennt- unartækifæri fagfólks í skapandi greinum, svo fátt eitt sé nefnt. Skapandi greinar eru víðfeðm atvinnugrein sem snertir flesta þætti mannlífsins. Listsköpun er orkustöðin að baki skapandi grein- um, hver sem afurðin er. Það er forvitni og færni danshöfundarins, hugarflug og hæfni tónskáldsins, innsæi og ímyndunarafl hönnuðar- ins, næmi og miðlun tölvuleikja- smiðsins, skilningur og snerpa leikskáldsins og rithöfundarins sem, meðal annars, knýr skapandi greinar áfram. Útkom- an getur orðið afurð sem hefur virði vegna óáþreifanlegra hug- hrifa, upplifunar og sammannlegrar gleði en einnig fylgir henni efnahagslegt virði og hagsæld. Það er þessi orku- stöð sem Samtök skapandi greina ætla að standa vörð um og leggja sitt af mörkum til að þráðurinn milli listsköpunar sem fær sprottið fyrir almannafé og sjálf- bærra afurða skapandi greina, verði styrktur. Virðiskeðja skapandi greina, hvort sem um er að ræða óáþreifanlegt eða áþreifanlegt virði, verður aðeins öflug ef allir hlekkir keðjunnar eru sterkir. Tölur um stærð skapandi greina kalla á nýja hugsun í mótun atvinnustefnu og eru Samtök skapandi greina reiðubúin í það verkefni í samvinnu við stjórnvöld og önnur lykilsamtök í íslensku atvinnulífi. Samtök skapandi greina Ný rödd á atvinnumarkaði Ása Richardsdóttir forseti Leiklistarsam- bands Íslands og tals- kona Samtaka skapandi greina. 34 viðhorf Helgin 6.-8. maí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.