Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 41

Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 41
Helgin 6.-8. maí 2011 A ðilar innan Meistaradeildar SI (MSI) hafa gert með sér samkomulag um stofnun Ábyrgðasjóðs. Í Meistaradeild Sam- taka iðnaðarins eru Félag Skrúð- garðyrkjumeistara, Málarameistara- félagið, Meistarafélag Suðurlands, Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnar- firði, Meistarafélag byggingarmanna á Norðurlandi og Félag blikksmiðju- eigenda. Tilgangur með Ábyrgðasjóðnum er að skapa traust milli viðskiptavina og verktaka sem starfa innan Meist- aradeildar byggingagreina Samtaka iðnaðarins og tryggja viðskiptavinum félagsmanna MSI eins og kostur er að vinna framkvæmd af félagsmönnum MSI sé í samræmi við skriflegt sam- komulag um verkið og góð fagleg vinnubrögð. · Telji verkkaupi vinnubrögð verktaka ekki uppfylla væntingar getur hann skotið máli sínu til Úrskurðarnefnd- ar MSI. · Allir félagsmenn Meistaradeildar SI eru löggiltir iðnmeistarar og eiga að- ild að Ábyrgðasjóði MSI. · Skriflegur verksamningur milli verkkaupa og verksala er skilyrði þess að verkkaupi geti vísað máli sínu til Úrskurðarnefndar MSI. Ágreiningi vegna reikningagerðar, verktíma og álíka atriða er ekki hægt að vísa til Úrskurðarnefndar MSI. Einungis er úrskurðað um meint ófagleg vinnubrögð. · Sjóðurinn tekur ekki á málum vegna efnisgalla eða galla sem stafa af röngum upplýsingum framleiðenda. · Einungis einstaklingar og húsfélög geta notið bóta úr Ábyrgðasjóði MSI. · Úrskurðarnefnd MSI tekur ekki fyrir mál gagnvart fyrirtækjum. · Hámarks bótafjárhæð er 2.000.000 kr. · Úrskurðarnefnd MSI fjallar ekki um mál þar sem samningsupphæð er lægri en 100.000 kr. né hærri en 25.000.000 kr. með VSK. · Málskotsgjald er 15.000 kr. Til þess getur komið að sá sem tapar máli greiði útlagðan kostnað að hámarki 100.000 kr. Úrskurðarnefnd Úrskurðarnefnd tekur til meðferðar og úrskurðar í ágreiningsmáli viðskipta- manns vegna faglegrar vinnu félags- manns MSI. Nefndin tekur ekki til umfjöllunar ágreining vegna útgáfu reikninga, efn- isgalla né nokkurs annars. Úrskurðarnefndin tekur ekki til meðferðar mál þar sem heildarupp- hæð samnings er lægri en 100.000 krónur og heldur ekki mál þar sem heildar samningsupphæðin er hærri 25.000.000 króna. Kvartanir þurfa að berast úrskurð- arnefndinni innan árs frá verklokum. Einstaklingar sem eigendur, leigj- endur eða búseturétthafar og húsfélög geta leitað til Úrskurðanefndar hafi þeir gert skriflegan samning við félags- mann MSI um ákveðið verk á íbúðar- húsi, frístundahúsi eða sameign. Aðild að Úrskurðarnefnd eiga Meist- aradeild byggingagreina innan Sam- taka iðnaðarins, Neytendasamtökin og Húseigendafélagið. Í hverju felst trygging Ábyrgðasjóðs? Standist vinna af einhverjum ástæðum ekki þær kröfur sem viðskiptavinur gerir til verksins getur hann lagt málið fyrir Úrskurðarefnd MSI með því að fylla út viðeigandi eyðublað frá SI og leggja fram skrifleg gögn kvörtuninni til stuðnings. Úrskurðarnefndin mun þá snúa sér í fyrstu til Meistarafélags viðkomandi félagsmanns sem hefur 14 daga til að leysa úr ágreiningi. Tak- ist það ekki tekur Úrskurðarnefndin málið fyrir. Greiða þarf 15.000 kr. mál- skotsgjald við afhendingu kvörtunar- eyðublaðs og skila því inn á skrifstofu SI. Komi til þess að aðili tapi málinu getur hann þurft að greiða fyrir út- lagðan kostnað að hámarki 100.000 kr. Ef úrskurður nefndarinnar er á þá leið að verkinu sé ábótavant bætir Ábyrgðarsjóður tjónið með því að láta klára eða laga tiltekið verk. Hámarksbótafjárhæð er 2.000.000 kr. Skilyrði fyrir ábyrgð sjóðsins er að skriflegur samningur um verkefnið hafi verið gerður milli viðskiptavinar og verktaka og að verktaki sé félags- maður innan MSI. Sjóðurinn bætir eingöngu úr van- efndum á því að verkið hafi verið rétt og faglega útfært. Sjóðurinn tekur þannig ekki á því að ljúka verki sem ekki hefur verið framkvæmt og bætir ekki fjárhagstjón. Sjóðurinn bætir ekki efnisgalla eða galla sem kunna að stafa af röngum upplýsingum framleiðenda. Sjóðurinn bætir aðeins galla á verki sem framkvæmt er á Íslandi.  Ábyrgð Sex meiStArAfélög Ábyrgðarsjóður Meistaradeildar SI Tilgangur með Ábyrgðasjóðnum er að skapa traust milli viðskiptavina og verktaka sem starfa innan Meistaradeildar byggingagreina Samtaka iðnaðarins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.