Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 70
50 tíska Helgin 6.-8. maí 2011 Fjölbreytt New York-klæði Ég er stödd í stórborginni New York og sumarið er svo sannarlega komið. Maður skynjar gleðina í fasi heimamanna sem valhoppa um göturnar, ánægðir yfir að hafa kvatt veturinn. Ég hef verið hérna í nokkra daga og er enn að reyna að átta mig á um- hverfinu. Gjörólíkt því sem ég þekki heima. Lifandi umhverfi. Borgin sem aldrei sefur. Í dag þegar ég gekk niður Fifth Avenue fór ég að hugsa um þennan pistil. Hve sniðugt væri að skrifa um tísku New York-borgar. Þetta er nú einu sinni helsta tískuborg veraldar. Fór að horfa meira í kringum mig og komst að þeirri niðurstöðu, eftir mikla rannsóknar- vinnu, að enginn einn stíll ein- kenndi íbúa borgarinnar. Flestir sækjast eftir því að vera öðruvísi og er fjölbreytilegur klæðaburður heldur betur ríkjandi, ólíkt því sem þekkist heima. Án þess að gera lítið úr okkar ágæta landi þá vantar okkur það hugrekki og þor sem aðrir búa yfir. Við erum öll eins, sækjumst eftir sama stílnum og sama útlitinu. Kannski er ástæðan sú hversu fá við erum og okkur finnst það vera ákveðið öryggi að líta út eins og næsti maður. En það einkennir okkur. Sami stíllinn. Við þekkjumst hvar sem er af öðrum Íslendingum. Lif- andi dæmi um það þegar ég spottaði íslenska fjöl- skyldu úr langri fjærlægð í dag. En kannski er óþarft að vera að velta þessu endalaust fyrir sér. Okkar þjóð hefur bara þróast í þessa átt og aðrar þjóðir í hina. Við getum þá sætt okkur við það að vera örðuvísi að því leyti að við erum öll eins. Það er nú eitthvað. Kristjana Sæunn Ólafsdóttir er tuttugu ára og stundar nám við menntaskólann Hraðbraut. Með skólanum æfir hún fim- leika með Gerplu og hlaut gullverðlaun á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í fyrrahaust. Einnig kennir hún fimleikaþrek í Sporthúsinu og er fimleikaþjálfari í Gerplu. „Mér finnst skemmtilegt að klæðast fötum sem eru öðruvísi. Þannig myndi ég helst lýsa fatastílnum mínum. Ég panta mest fötin mín af netinu, Urban Outfitters og eBay. Hérna heima versla ég helst í Spúútnik, Nostalgíu og Topshop. Tískublogg finnst mér gaman að skoða og fæ mikinn innblástur þaðan. Bloggið hennar Svölu Björgvins finnst mér mjög áhugavert og skemmtilegt og skoða það mikið. Olsen-tvíburasysturnar eru líka alltaf svalar, í flottum og töff fötum,“ segir Kristjana Sæunn. Pantar fötin sín helst af netinu 5 dagar dress tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Þriðjudagur Skyrta: Nostalgia Hattur: Nostalgia Skór: Dr. Martens Belti: Spúútnik Stuttbuxur: Falke Mánudagur Skór: Dr. Martens Buxur: Spúútnik Peysa: Cheap Monday Eyrnalokkar: Topshop Miðvikudagur Skór: Kaupfélagið Buxur: Topshop Belti: Spúútnik Skyrta: Spúútnik Föstudagur: Skór: Jeffrey Campbell Kjóll: Nostalgía Sokkabuxur: KronKron Fimmtudagur Skór: Jeffrey Campbell Sokkabuxur: Falke Kjóll: Nostalgía Peysa: Nostalgía Hálsmen: Nostalgía Prada stígvél sem vekja athygli Það er eitt við stærstu hönnuði heims, sama hvað þeir framleiða, það slær alltaf í gegn. Hins vegar er ein lítil undan- tekning og það á við um nýju stígvélin frá Prada, The Mary Jane leather boots. Þeir eru hluti af vorlínu fyrirtækisins og gripu tískugagnrýnendur andann á lofti þegar fyrirsætur sprönguðu um sýningarpallinn í umtöluðu stígvélunum. Stígvélin eru tvískipt – líta út fyrir að vera rauðir hælaskór, með hvítum sokkum upp að hnjám. Margir héldu að um grín væri að ræða en svo virðist sem hönnuðum Prada sé fúlasta alvara og mun þetta trend því væntanlega slá í gegn á næstu mánuðum. -kp Stórveldið Hennes og Mau- ritz hefur heldur betur náð að dreifa sér út um allan heim og eru verslanir þeirra á finna á hverju götuhorni í flestum borgum, fyrir utan Ísland. Við Íslendingar sækjumst eftir því sem við höfum ekki aðgang að og því eru H&M-verslanirnar í miklu uppáhaldi. Nú hefur fyrirtækið gefið frá sér enn eina línuna á árinu og er það kokteila- og samkvæm- islína, hentug fyrir sumarið. Þetta eru síðir kjólar, samfestingar og öðruvísi fatnaður en áður hefur sést hjá fyrirtækinu. Kjólarnir eru hentugir fyrir sumarbrúðkaupin, útskriftirnar eða afmælin og hefur línan þegar slegið í gegn í helstu verslunum H&M á stuttum tíma. Þetta er ekki dýr lína, frekar en flest annað sem verslunin selur, og er algjörlega þess virði að fjárfesta í. -kp Ný fatalína frá H&M slær í gegn Sjónvarpsþáttur fyrir upprennandi hönnuði Svo virðist sem frægð Carine Roitfeld, fyrrverandi ritstjóra franska Vogue, hafi bara risið enn hærra eftir að hún sagði upp störfum hjá tímaritinu í desember síðastliðinn. Miklar vangaveltur eru í gangi um hvað stórmennið muni taka sér fyrir hendur og eru ýmsar tilgátur um það. Fyrir ekki svo löngu var því lekið á netið að hún væri að hanna nýja fatalínu undir sínu nafni og fylgdu myndir með sem rökstuddu þá staðreynd. Nú er það nýjast að fyrrverandi ritstýran ætli að fram- leiða þátt sem eigi að hjálpa upprennandi tískuáhugamönnum að koma sér áfram í tísku- heiminum. Hún sagði í nýlegu viðtali að það væri erfitt að koma sér áfram í þessum bransa og krefðist mikils metn- aðar, ákveðni og áhuga og því ætlaði hún að leiðbeina þeim sem þráðu heitt að koma sér á framfæri. -kp Sjónvarpsþáttur fyrir upprennandi hönnuði Mikið úrval af fallegum skóm og töskum Gæði & Glæsileiki FÁKAFENI 9 - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Sérverslun með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.