Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 64
44 grill og matur Helgin 6.-8. maí 2011
Bröns
alla laugardaga og sunnudaga
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is
Verð
aðeins
1.795
með kaffi
eða te
F rá þriðjudegi fram á laugardag í næstu viku verða franskir víndagar í Grillinu á Hótel Sögu. Þar verða í boði vín frá mörgum helstu vínhéruðum
Frakklands og spennandi nýjungar að auki. Að sögn
Guðmundar Bernhards Jóhannssonar, veitingastjóra
í Grillinu, var hugmyndin sú að velja áhugaverð vín
fyrst og para svo mat við þau. „Við smökkuðum fjölda
vína og reyndum að finna vín sem grípa sérkenni hvers
héraðs fyrir sig. Svo þegar vínin voru ákveðin fórum við
að spá í matinn og hvaða bragð passaði við hvert vín,”
segir Guðmundur.
Matreiðslumenn Grillsins leystu verkefnið með prýði
og settu saman skemmtilegan matseðil sem passar vel
við þessi gæðavín.
Í fordrykk verður freyðivínið Crémant d’Alsace brut
frá Alsace-héraðinu sem er við landamæri Þýskalands.
Þar gætir því töluverðra þýskra áhrifa enda svæðið oft
verið undir stjórn Þjóðverja.
Með fyrri forréttinum, sem samanstendur af þorski,
agúrku og dilli, verður boðið upp á óvenjulegt og spenn-
andi hvítvín frá vesturhluta Loire-dalsins þar sem not-
ast er við þrúguna Melon de Bourgogne.
Seinni forrétturinn er blálanga með fenniku og blá-
skel sem ætti ekki að svíkja neinn með kraftmiklu Mer-
sault-hvítvíni frá Búrgúndí. Það hefur klassískan þokka
búrgúndí-hvítvína.
Í aðalrétt er nautalund með sellerírót og lauk sem
hefur verið pöruð saman við rauðvínið Côte Rôtie „La
Mordorée“ sem er gert úr syrah-þrúgunni og kemur frá
norðurhluta Rhone-héraðsins.
Eftirrétturinn inniheldur skyr, túnsúru og sítrónu
og er tónaður við Muscat de Riversaltes sem er styrkt
hvítvín frá Roussillion-héraðinu í frönsku Katalóníu.
Öll herlegheitin kosta 17.900 kr. á manninn og ættu
ekki að svíkja neinn.
G rillbúðin er eina sérverslunin fyrir grill og grillvörur á Íslandi. Hún er umboðsaðili fyrir þýska fyrirtækið Landmann sem er
stærsti framleiðandi á grillum og garðhús-
gögnum í Evrópu. Þar á bæ hafa verið
framleidd gasgrill í 50 ár og kolagrill
mun lengur.
Í Grillbúðinni eru yfir 30 tegundir af
gasgrillum og fimm gerðir af kolagrillum. En
það er bara það sem til er á lager í Hlíðasmáran-
um. Þess utan er hægt að panta það sem hugurinn
girnist, beint frá framleiðandanum.
Við íslenskar aðstæður er einkum þrennt sem
skiptir máli þegar kveikja á upp í gasgrillinu:
Fyrst bera að nefna innvolsið. Grillgrindurnar,
hitajafnararnir og brennararnir þurfa að vera úr
efni sem heldur hitanum inni í grillinu. Pottjárnið
er talið besti málmurinn því það kólnar hægt og því
helst hitinn vel í grillinu, þrátt fyrir smá íslenskt
rok.
Svo er það orkan sem fer í að hita allt þetta pott-
járn í því misjafna veðri sem óumdeilanlega á eftir
að verða hér á Fróni þetta sumarið.
Síðast en ekki síst er það ending grillsins. Hún
skiptir að sjálfsögðu miklu mál. Postulínsemeleruð
lok eða úr ryðfríu stáli halda viðhaldi í skefjum en
svo er hægt að fá varahluti í öll grillin og jafnvel
fyrir fleiri tegundir.
Grillbúðin Úrval á laGer í Hlíðasmáranum
Eina sérverslunin fyrir grill og grillvörur
Í Grillbúðinni eru yfir 30 tegundir af
gasgrillum og fimm gerðir af kolagrillum.
Hægt er að panta það
sem hugurinn girnist.
Landmann
gasgrill.
Franskir víndagar í Grillinu