Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 36
6 viðhald húsa Helgin 6.-8. maí 2011
Ý mis álitamál geta risið í sam-skiptum húseigenda. Sum eru nánast sígild en önnur eru ný
af nálinni. Eitt af þeim síðarnefndu eru
trampólín sem á síðustu árum hafa
sprottið upp eins og gorkúlur í görðum
landsmanna. Hér er ætlunin að gera
stuttlega grein fyrir þeim reglum sem
gilda um rétt til að setja niður trampólín
og um notkun þeirra. Staðan er nokkuð
mismunandi eftir því hvort húseigandi
á lóð sína einn og sér eða að fleiri eiga
lóð saman.
Trampólín á sérlóðum
Hér er auðvitað fyrst og fremst átt við
lóðir einbýlishúsa. Í samræmi við þann
umráða- og hagnýtingarrétt sem al-
mennt er talinn felast í séreignarrétti
verður að játa eiganda nokkuð rúman
rétt að nýta lóð sína eins og hann kýs,
t.d. með því að hann setji upp trampól-
ín og noti það. Athafnafrelsi hans eru
þó settar skorður m.a. með óskráðum
grenndar- og nábýlisreglum sem taka
mið af hagsmunum eigenda nálægra
eigna.
Líkt og endranær er eiganda skylt að
haga afnotum og uppsetningu trampól-
íns á þann veg að nágrannar verði ekki
fyrir ónauðsynlegu og óeðlilegu ónæði,
þ.e. meiri ama, ónæði og óþægindum en
óhjákvæmilegt er. Hér geta andstæðir
hagsmunir því vegist á sem eru athafna-
frelsi eins og friðhelgi annars. Í þéttbýli
má alltaf vænta nokkurra óþæginda og
ekki er hægt að taka tillit til þess að
nágrannar séu óvenju viðkvæmir fyrir
tilteknum óþægindum.
Það sem einkum þarf að huga að í
þessum efnum er í fyrsta lagi staðsetn-
ing trampólínsins. Meiri líkur eru á
að rétti nágranna sé raskað ef trampól-
ín, sem mörg eru nokkur að vexti, eru
staðsett þétt upp við lóðarmörk þannig
að þau valdi t.d. skuggamyndun á ná-
grannalóð eða að notkun þeirra hafi í
för með sér meiri hávaða en óhjákvæmi-
legt er. Í öðru lagi þarf að gæta þess,
óháð staðsetningu, að afnot trampól-
íns valdi ekki meira ónæði en eðlilegt
getur talist. Leikur barna og svo sem
fullorðinna líka er hluti af daglegu lífi
og telst til eðlilegra nota íbúðarhúsa-
lóða. Hins vegar er bannað að hafast
nokkuð að sem veldur ónæði eða raskar
næturró. Í flestum tilvikum er aðeins
um tímabundin afnot að ræða á þeim
tímum dags sem nágrannar verða að
sætta sig við.
Trampólín á sameiginlegum
lóðum
Svo á við um lóðir allflestra fjölbýlis-
húsa. Lóð kann að vera sameiginleg
fleiri húsum en upplýsingar um slíkt
má finna í þinglýstum gögnum, lóðar-
leigusamningum og eignaskiptayfirlýs-
ingum. Um sameiginlegar lóðir gilda
ákvæði laga um fjöleignarhús.
Eigandi að sameiginlegri lóð á í fé-
lagi með öðrum eigendum rétt til hag-
nýtingar hennar. Takmarkast sá rétt-
ur einungis að lögum og ákvörðunum
eða reglum húsfélagsins/lóðarfélags.
Er eigendum óheimilt að nota sameig-
inlega lóð til annars en hún er ætluð
og verður einstökum eigendum ekki
fenginn aukinn og sérstakur réttur
til hagnýtingar sameiginlegrar lóðar
umfram aðra nema allir eigendur séu
því samþykkir. Þetta þýðir að þó svo
nota megi lóðir, a.m.k. þann hluta sem
ætlaður er undir leiksvæði til leiks og
ærsla, verður að telja með hliðsjón og
stærð trampólína og varanleika, þ.e. að
þeim er tjaldað til fleiri en einnar nætur,
að einstökum eigendum sé ekki á eigin
spýtur heimilt að koma fyrir trampólíni
án samþykkis annarra eigenda.
Hvað varðar heimildir húsfélags að
kaupa og setja upp trampólín til sam-
eiginlegra nota verður að telja að 2/3
hlutar eigenda á húsfundi geti að jafn-
aði tekið bindandi ákvörðun um slíkt
samkvæmt ákvæðum fjöleignarhúsa-
laga. Æskilegt er að um leið séu settar
sérstakar reglur um notkun þess.
U ndir sameign fjöleignarhúss falla allir hlutar þess sem ekki eru ótvírætt í séreign. Ytra byrði húss er í sameign. Sameign er megin-
reglan í fjöleignarhúsum og ávallt eru löglíkur fyrir því
að um sameign sé að tefla fremur en séreign. Eiganda
ber að sjá um og kosta allt viðhald á séreign sinni.
Telst slíkur sá kostnaður sérkostnaður. Sameiginlegur
kostnaður er kostnaður sem snertir sameignina og er
m.a. fólginn i viðhaldi og endurbótum. Löglíkur eru á
því að kostnaður í fjöleignarhúsi sé sameiginlegur.
Samráð og húsfundur
Það er skilyrði þess að kostnaður teljist sameiginlegur
að ákvörðun sem leiddi til hans hafi verið tekin í sam-
ræmi við fyrirmæli fjöleignarhúsalaga. Hafi eigandi í
fjöleignarhúsi ekki verið hafður með í ráðum og ekki
boðaður á fund þar sem ákvörðun er tekin um sam-
eiginleg málefni, er meginreglan sú, að hann er ekki
bundinn af ákvörðunum sem á þeim fundi eru teknar.
Getur hann þá krafist þess að framkvæmdir verði
stöðvaðar og neitað að greiða hlutdeild í sameigin-
legum kostnaðinum.
Gluggar, sérkostnaður og sameiginlegur
Fjöleignarhúsalögin mæla fyrir um að sá hluti glugga
sem er inni í séreign og gler í gluggum sé séreign
eiganda og ytri hluti glugga sé í sameign. Mörkin eru
við glerið. Ytri gluggaumbúnaður liggur utan glers-
ins og að kostnaður við hann er sameiginlegur en
kostnaðurinn við það sem er innan glersins og glerið
sjálft er sérkostnaður. Allur kostnaður vegna viðgerða
og endurbóta á ytri hluta glugga er sameiginlegur og
skiptist eftir hlutfallstölum. Kostnaður vegna innri
hluta glugga og glers greiðist af eiganda viðkomandi
íbúðar. Sé um að ræða endurnýjun á glugga í sameign
skiptist allur kostnaður, bæði við innri og ytri hluta, á
eigendur eftir hlutfallstölum. Ef skipt er um glugga í
heild greiðir eigandi helming kostnaðarins (efnis) og
glerið. Hinn helmingurinn er sameiginlegur og skipt-
ist á alla eigendur eftir hlutfallstölum.
Helmingaskiptaregla
Reglan um jafna skiptingu gluggakostnaðar byggist á
eðli máls og því að líkur séu á því að hlutdeild í sam-
Í þétt-
býli má
alltaf
vænta
ein-
hverra
óþæg-
inda.
LeikTæki ÁlitamÁl í samskiptUm húseigenda
Huga þarf að staðsetningu trampólíns
Trampólín hafa sprottið upp eins og gorkúlur í görðum landsmanna. Nágrannar eiga ekki að hafa meiri ama eða ónæði af leiktækinu en nauðsynlegt er.
Gæta þarf þess að notkun trampólíns valdi ekki meira ónæði en nauðsynlegt er.
Gluggagægjur
Fjöleignarhúsalögin mæla fyrir um að sá hluti glugga sem er inni
í séreign og gler í gluggum sé séreign eiganda og ytri hluti glugga
sé í sameign. Mörkin eru við glerið.
GLuGGar hver er sér og hvað saman?
Allur
kostn-
aður
vegna
við-
gerða
og
endur-
bóta
á ytri
hluta
glugga
er sam-
eigin-
legur.
VANDAMÁL MEÐ
NEYSLUVATNIÐ
25 ára reynsla
Fyrirbyggjandi viðhald
margviðurkennd tækni
aukið verðmæti fasteignar
hreint neysluvatn
aukin heilsa
Fóðrun neysluvatnslagna án uppbrots og óþæginda
588-2626 – www.hgl.is