Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 4
AZ Alkmaar hafnaði í vikunni tveggja milljóna evra tilboði, um 320 milljóna króna, stórliðsins Ajax í íslenska lands- liðsframherjann Kolbein Sigþórsson. Að sögn Andra Sigþórssonar, bróður Kolbeins sem sér um hans mál, hefur Kolbeinn til- kynnt AZ Alkmaar að hann muni ekki fram- lengja samning sinn við félagið sem rennur út næsta sumar. Heimildir Fréttatímans herma að AZ vilji fá allt að fjórar milljónir evra, um 640 milljónir króna, fyrir Kolbein sem hefur farið á kostum með félaginu í vetur. Hann er markahæsti leik- maður liðsins með átján mörk og skoraði til að mynda tvö mörk gegn Graafschap um síðustu helgi. Ekki er rétt, sem greint var frá í hollenskum fjölmiðlum í gær, að Kolbeinn hafi átt í samninga- viðræðum við Ajax. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst hafa fjölmörg önnur lið sýnt Kolbeini áhuga. Þeirra á meðal eru þýsku toppliðin Borussia Dortmund, nýkrýnd- ir meistarar, og Hannover 96, sem er í fjórða sæti deildarinn- ar, auk enska úrvalsdeildarliðs- ins Newcastle. Ekki eru þó komin fleiri tilboð í Kolbein. AZ Alkmaar hefur gefið það út að allir þeir leik- menn sem eiga eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og neita að endurnýja hann verði seldir í sumar. Það á við um Kolbein sem hefur fest sig í sessi sem aðalmarkakskorari liðsins. Líklegt þyk- ir að fleiri tilboð muni koma í kappann á næstu dögum. Ekki er langt þar til Evrópukeppni U-21 árs landsliða hefst í Danmörku og þar verður Kolbeinn í sviðsljósinu ásamt félögum sínum í íslenska landsliðinu. Búast má við því að verð- miðinn á Kolbeini hækki verulega ef hann og íslenska liðið standa sig í Danmörku. Búist var við því að Ajax myndi gera nýtt tilboð í Kolbein á næstu dögum. Eiður Smári Guðjohnsen er sá íslenskur leikmaður sem mest hefur verið greitt fyrir. Barcelona borgaði átta milljónir punda, rétt rúman milljarð á þáverandi gengi, fyrir hann frá Chelsea árið 2006. Gylfi Þór Sigurðsson kem- ur næstur en Hoffenheim greiddi Reading sjö milljónir punda, tæplega 1,3 milljarð á þáverandi gengi, fyrir hann síðastliðið haust. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  Knattspyrna aZ alKmaar Vilja meira en hálfan milljarð fyrir Kolbein Fimm frábærir hjá Ajax Luis Suarez 110 leikir/81 mark – seldur til Liverpool Patrick Kluivert 70 leikir/39 mörk – seldur til AC Milan Marco Van Basten 133 leikir/128 mörk – seldur til AC Milan Denis Bergkamp 185 leikir/103 mörk – seldur til Internazionale Zlatan Ibrahimovic 74 leikir/35 mörk – seldur til Juventus Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Kolbeinn Sigþórs- son gangi í raðir hollenska stórliðsins Ajax á næstunni. Kolbeinn Sigþórs- son er eftirsóttur. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS Peysuveður Líttu vel út án þess að sjúga stöðugt upp í nefið. StrekkingSvindur með Suður- Ströndinni og FrekAr milt í veðri. Skúrir eðA Smá rigning SunnAn- og SuðAuStAnlAndS, en víðA létt- SkýjAð norðAn og AuStAnlAndS. HöFuðborgArSvæðið: ÁKVeðIn A-Átt og SKúrIr, eInKuM uM MorgunInn. A-átt og áFrAm Fremur milt. bjArt yFir veStAnlAndS, en AnnArS Fremur Þungbúið og rigning og AuStAnlAndS. HöFuðborgArSvæðið: rIgnIng eðA SKúrIr uM MorgunInn, en SíðAn þurrt. SnýSt meirA til nA-áttAr og kÓlnAr, einkum norðAuStAn- og AuStAnlAnd. SÓlríkt HinS vegAr SyðrA. HöFuðborgArSvæðið: Hæg norð- AuStAnÁtt og LengSt AF LéttSKýJAð. loks hægari vindur eftir hin glöggu vatnaskil í veðrinu í byrjun vikunnar siglum við nú tiltölu- lega lygnan sjó þessa dagana. Frekar milt en líka rakt loft kemur úr suð- austri, en á sunnudaginn snýst vindur meira út í norðaustur og þá kólnar heldur í bili annars staðar en sunnanlands. Á meðan við erum laus við norðanhret og frost verður framvinda gróðurs jöfn og góð. Á láglendi mun nátt- úran klæðast sínum sumarskrúða á aðeins nokkrum dögum nú loks þegar tíðin er orðin hagstæð og vorleg. 9 7 10 9 7 11 11 7 6 7 11 9 5 5 10 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Föstudagur laugardagur sunnudagurveður Segir kjarasamningana dýra fyrir atvinnulífið vilmundur jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir nýja kjarasamninga við verkalýðsfélögin dýra fyrir atvinnu- lífið, þá sérstaklega fyrirtæki í verslun og þjónustu, að því er fram kom í frétt Ríkisútvarpsins. Samningarnir fela í sér kostnaðaraukningu launa upp á 20% fyrir fyrirtæki í þeim geira. Laun hækka um 4,25% um næstu mánaðamót og um 3,5% 1. febrúar á næsta ári. Á lokaári samnings- tímans hækka laun síðan um 3,25%. þá er von á þremur sérstökum greiðslum á árinu sem samtals nema um 75 þúsund krónum. Stærstur hluti þeirra greiðist út 1. júní næstkomandi, eða fimmtíu þúsund krónur. Lágmarkslaun hækka hlutfallslega mest; fara úr 165 þúsund krónum í 204 þúsund krónur á samningstímanum. opinberir starfsmenn hafa lengi verið með lausa samninga. Haft var eftir elínu björgu jónsdóttur, formanni BSRB, að mið yrði tekið af almennu samningunum. -jh Aukin verðbólga og hærra matarverð jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að kjarasamningarnir hefðu áhrif á verðlag þannig að verðbólga yrði 0,5% hærri en spár hefðu gert ráð fyr- ir. Jóhanna sagðist ekki leyna því, að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að hún hefði áhyggjur af áhrifum launahækkana, ekki síst á verslun sem nú stæði höllum fæti. þá var haft eftir Finni árnasyni, for- stjóra Haga, móðurfélags Bónuss og Hag- kaups, að hækkun vöruverðs væri nánast óhjákvæmileg í kjölfar kjarasamninganna. Launahækkanir séu meiri en upphaflega hafi verið rætt um. Greining Íslandsbanka segir að samningarnir leiði til heldur meiri verðbólguþrýstings en gert hafi verið ráð fyrir. Ljóst sé að mörg fyrirtæki þurfi að velta kostnaðaraukanum að verulegu leyti út í verðlag. þrátt fyrir þetta, segir Greiningin, er líklegt að launahækkunin skili nokkurri kaupmáttaraukningu á næstu misserum. -jh 4 fréttir Helgin 6.-8. maí 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.