Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 45

Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 45
Reitir fasteignafélag er stærsta þjónustufyrir- tækið á sviði útleigu atvinnu-húsnæðis á Íslandi. Reitir hafa yfi r að ráða fjölbreyttu fasteignasafni sem samanstendur af um 130 fasteignum sem staðsettar eru víðsvegar um landið. Nánari upplýsingar veitir Halldór Jensson 840 2100 halldor@reitir.is www.reitir.is Vönduð umgjörð fyrir vinnandi fólk Glæsilegt skrifstofuhúsnæði Til leigu glæsilegt skrifstofuhúsnæði í lyftuhúsi, í Lágmúla 9. Um er að ræða tvær hæðir í húsinu (4. hæð og 6. hæð). Báðar hæðirnar hafa verið endurnýjaðar að fullu nýlega og eru svipaðar að fermetratali. Þær eru með eikarinnréttingu og steinteppi á gólfum, framhliðin á skrifstofunum er glerjuð. Fjórar skrifstofur eru á hvorri hæð, bjartar og glæsilegar með góðri vinnu- og kaffiaðstöðu – og útsýnið er frábært. Skrifstofurnar eru lausar til útleigu nú þegar. TIL LEIGU Lágmúli 9 108 Reykjavík Helgin 6.-8. maí 2011 Í fjölbýlishúsum eru tíðir árekstr-ar vegna bílastæða sem eru mörgum mikið hjartans mál. Bílaleign hefur margfaldast og ekki bætir úr skák faraldur húsbíla, hjól- hýsa, tjaldvagna og tjaldhýsa. Til að bæta gráu ofan á svart eru alls kyns viðhengi; kerrur fyrir hesta, snjósleða, fjórhjól og mótorhjól og báta. Einnig geyma menn vinnubíla á sameiginlegu bílastæði. Stundum er um vígatrukka eða aðra stóra og plássfreka bíla að ræða. Þegar menn eru frekari á stæði en eðli- legt getur talist er stutt í deilur og illindi. Miklar tilfinningar tengjast bílum og bílatæðum og oft er skegg- öld og skálmöld á bílastæðum. Bíla- stæðamál verða gjarnan mjög eld- fim og harðvítug. Meginreglur Þegar gæði eru minni en svo að allir fái fulla nægju er óhjákvæmi- legt að setja reglur um afnotaskipt- ingu. Hvað sameign fjölbýlishúsa varðar, þ.á m. bílastæði, hefur löggjafinn í fjöleignarhúsalögun- um frá 1994 sett meginreglur og grundvallarsjónarmið sem varða veginn og leggja grunninn að nán- ari reglum, sem húsfélög geta sett sér eftir aðstæðum í hverju húsi og vilja eigenda. Hafi húsfélag ekki sett sérstakar reglur um hagnýt- ingu bílastæða verður að horfa til óskráðra meginreglna og dómafor- dæma. Sameiginleg stæði – einkastæði Bílastæði eru sameiginleg nema þinglýstar heimildir kveði á um annað. Bílastæði eru með tvennu móti: Sameiginleg sem er megin- reglan og sérstæði. Eigandi hefur einkarétt á stæði sínu og öðrum eigendum ber að virða rétt hans. Hann hefur þó ekki frjálsar hendur og honum ber að virða hagsmuni annarra eigenda og fara að settum reglum og gæta þess við að valda öðrum eigendum ekki óþægindum og ónæði. Réttur eigenda til hagnýt- ingar óskiptra bílastæða er lögum samkvæmt jafn og óháður stærð hlutfallstölu. Allir eigendur hafa jafnan rétt til bílastæða og sá sem stærri hlut í húsinu hefur ekki meiri rétt. Einstökum eigendum verður ekki veittur aukinn réttur til bíla- stæða umfram aðra eigendur nema allir samþykki. Venjuleg hagnýting Bílastæði eru, eins og nafnið ber með sér, fyrir bíla að standa á. Bílastæði eru ekki ætluð til vera geymsla fyrir, tæki, tól og drasl. Fjöleignarhúsalögin segja að óheimilt sé að nota sameiginlega lóð til annars en hún er ætluð. Sam- kvæmt því eru bilastæði helguð bíl- um í venjulegri notkun. Eiganda er skylt að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til annarra eigenda við hagnýt- ingu bílatæða og fara í hvívetna eftir lögum, reglum og ákvörðunum hús- félagsins. Ekkert sem er til lýta og spillir ásýnd lóðar eða er til vansa og trafala má vera á lóðinni nema samkvæmt leyfi stjórnar í skamman tíma og af sérstökum ástæðum. Óheimil hagnýting – brottnám Eigendum er óheimilt að leggja undir sig sameiginleg. bílastæði. Eigandi getur ekki eignast sérstak- an eða aukinn rétt til sameignar á grundvelli hefðar. Er óheimilt að geyma á bílastæðum að staðaldri óskráða bíla, vinnuvélar, tæki, bíl- hluta, bílhræ, aðra hluti eða lausa- muni og dót og drasl, sem veldur sjónmengun, óþrifnaði, slysahættu og ama. Óheimilt er að hafa nokk- uð það á stæði eða aðkeyrslu að því sem valdið getur truflun á umferð og aðkomu. Óheimilt er að láta bíla, kerrur og annað standa út fyr- ir stæðamerkingar og skaga inn á önnur næstu stæði. Er stjórn eftir atvikum heimilt að fjarlægja slíka muni á kostnað viðkomandi ef hann sinnir ekki áskorun um að gera það sjálfur. Er mikilvægt fyrir húsfélög að standa rétt að málum áður en það grípur til slíka ráðstafana, ella getur það bakað sér ábyrgð. Sameiginleg stæði Setja skal í húsreglum reglur um af- not sameiginlegra bílastæða. Þær verða að vera málefnalegar og gæta veður fyllsta jafnræðis og að ekki sé raskað eðlilegum og sanngjörnum forsendum eigenda. Það verður að túlka með hliðsjón af því að bíla- stæði séu sameiginleg og óskipt nema annað segi í þinglýstum heim- ildum og að þeim verði ekki skipt nema allir eigendur samþykki. Þar er átt við formlega eignaskiptingu en meirihluti eigenda getur sett reglur um afnot og hagnýtingu á sameiginlegum bílastæðum og um afnotaskiptingu þeirra. Slíkar regl- ur verða að vera sanngjarnar í garð allra eigenda og gæta verður jafn- ræðis. Sameiginlegum bílastæðum verður ekki skipt formlega nema all- ir sem hlut eiga að máli samþykki. Einnig þyrfti samþykki borgaryfir- valda. Einkastæði Einkabílastæði byggjast yfirleitt á þinglýstum heimildum en einnig geta þau byggist á eðli máls. Svo er um einkastæði fyrir fram bílskúra sem teljast séreign viðkomandi bíl- skúrseiganda. Sama getur átt við um innkeyrslur að bílskúrum. Þær eru þó með ýmsu móti og verður að skoða hvert tilvik til að meta hvort og í hvaða mæli aðrir eigendur mega hagnýta sér þær. Í öllu falli eiga bílskúrseigendur kröfu á því að bílum sé ekki varanlega lagt í innkeyrsluna þannig að hindri eða torveldi aðkomu þeirra að bílskúrn- um. Aðrir eigendur eiga eðlilegan umferðar- og aðkomurétt að hús- inu um slíkar innkeyrslur, t.d. til að ferma og afferma bíla. Reglur um einkastæði Húsfélagið getur sett reglur um einkastæði. Séu þær málefnalegar og sanngjarnar og reistar á jafn- ræðisgrundvell er eigendum skylt að fara að þeim. Eigendur verða að hlíta því að þeim séu settar viss- ar skorður þótt um séreign sé að ræða. Almennt er óheimilt er að nota einkastæði til að geyma þar að staðaldri annað en skráð ökutæki, s.s. dót og drasl sem er til vansa og óprýði og/eða veldur sameigendum óþægindum. En húsfélag hefur vel að merkja mikið þrengri heimildir til að setja reglur um einkastæði en sameiginleg.  BílaR TÍðir áreksTrar vegna bÍlasTæða Bílastæðabras og þras Bílaleign hefur margfaldast og ekki bætir úr skák faraldur húsbíla, hjólhýsa, tjaldvagna og tjaldhýsa. Setja skal í húsreglum reglur um afnot sameiginlegra bílastæða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.