Fréttatíminn - 06.05.2011, Blaðsíða 34
4 viðhald húsa Helgin 6.-8. maí 2011
Smið ju veg i 76 Kópavog i S ími 414 1000 w w w.t eng i . i s
Ba ldur snes i 6 Akur ey r i S ími 414 1050 t eng i@ t eng i . i s
• Ný glæsileg hönnun
• Engin sjáanleg samskeyti
• Innbyggður þrýstijafnari
• Brunaöryggi
• 22 cm sturtuhaus
• Vottuð vara
MorA í 25 ár á íSlAndi
Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15
MOra cEra sturtutækI MEð
öMMustöNg
42.900,-
kr.
Godkendelse
Þ að má með sanni segja að það hafi orðið mikil umskipti hjá þeim félögum Kristjáni Sveinssyni og Arinbirni Snorrasyni á þessu
ári. Um áramótin síðustu stofnuðu þeir fyrirtækið
Flísaverk sem hefur vaxið hratt á þessum stutta
tíma.
Flísaverk sérhæfir sig í endurgerð og upp-
setningu baðherbergja frá a til ö, auk þess að sjá
um alla alhliða uppsetningu og viðhaldsvinnu við
flísalagnir, múrverk, pípulagnir, rafmagnsvinnu og
smíðar, svo eitthvað sé nefnt, ásamt því að aðstoða
við hönnun og útfærslur. Hjá þeim getur fólk fengið
alla þjónustu hvað þetta varðar, allt undir sama
hatti. Það þarf því ekki að eltast við iðnaðarmenn-
ina, og þá hvern á sínu sviði, út um allan bæ. Þeir
hjá Flísaverki sjá um þetta allt saman.
„Þegar kreppan skall á fórum við að vinna æ
meira saman í smærri viðhaldsverkum sem óx jafnt
og þétt og fórum að taka að okkur sífellt fleiri og
stærri verkefni. Áður en við vissum af vorum við
komnir með í kringum okkur teymi af alls konar
fagmönnum og iðnaðarmönnum, hvort sem eru
rafvirkjar, smiðir, pípulagningamenn, múrarar og
þannig mætti lengi telja,“ segir Kristján. „Það er
svo mikil hagræðing í því að taka svona höndum
saman og vinna sameiginlega að hinum ýmsu og
margbreytilegu verkum. Einnig höfum við byggt
upp náið samstarf við verslunar- og þjónustuaðila
sem tengjast okkar starfsemi. Þar má nefna fyrir-
tæki eins og Tengi, Vídd, Íspan, Ísleif Jónsson, Inn-
réttingaþjónustu Bjarnarins, hönnuði og arkitekta.
Viðskiptavinir okkar og verkkaupar hafa notið
mjög góðs af þessu öllu saman, bæði hvað varðar
ódýrari og öruggari þjónustu og svo hagkvæmari
kaup á öllum tækjum og búnaði sem þarf til í hvert
skipti fyrir sig. Við erum þannig búnir að þegar við
tökum að okkur verkefni þá getum við séð um allt.
Allt frá niðurrifi til fullnaðarfrágangs, ásamt því að
útvega öll hreinlætistæki, flísar, gler, sturtuklefa,
nýjar pípulagnir og hvað annað sem þarf til hverju
sinni. Við gerum föst tilboð í heildarpakkann þar
sem allt er til staðar. Viðskiptavinurinn þarf ekki
að hafa áhyggjur af neinu, við sjáum um þetta allt
saman,“ segir Kristján.
Flísaverk leggur mikla áherslu á að vinna verkin
hratt og örugglega, ekkert stopp á milli verkþátta á
hvaða sviði sem er, þannig að fólk verður fyrir litlu
raski þegar framkvæmdir eiga sér stað. Menn eiga
það til að mikla verkefnin of mikið fyrir sér í öllu
því sem þarf að gera, en að sama skapi kemur það
mönnum á óvart hversu aðgengilegt þetta er fyrir
samhentan hópinn sem starfar hjá Flísaverki að
leysa verkefnin eins og ekkert sé. Enda vanir menn
þar að störfum með breiða yfirsýn og þekkingu.
„Það hefur færst í vöxt að menn einblína meira
á viðhald og það sem þarf að endurnýja í húsnæði
þeirra í stað þess að breyta um húsnæði eða standa
í einhverri nýsmíði. Svo er það nú bara þannig að
fólk á erfiðara með en áður að selja húsnæðið sitt
og tekur frekar þann kost í stöðunni að endnur-
nýja, breyta og gera upp. Við gerðum til dæmis
upp meira en eitt hundrað baðherbergi á síðasta
ári í húsum sem eru á ýmsum aldri og í misjöfnu
ástandi. Einnig höfum við komið mikið til hjálpar
eldra fólki og hreyfihömluðum, gert aðstæðurnar
hjá því aðgengilegri á allan hátt. Breytt því sem
þarf að breyta, t.a.m. baðherbergjum, og bætt að-
gengi fyrir hjólastóla. Þarna er oft um að ræða fólk
sem situr fast í húsnæði sínu og getur ekki selt og
breytt um húsnæði sem hentar því. Við höfum get-
að hjálpað þessu fólki mikið,“ segir Kristján. „Því
má bæta við að við erum einnig mikið í endurnýjun
skólplagna, allri almennri múrvinnu innanhúss
sem utan, raflögnum, lýsingarhönnun, pallasmíði
og allri almennri smíðavinnu.“ Kristján segir að
átakið „Allir vinna“ hafi hjálpað mikið til að koma
hjólunum af stað og gert fólki auðveldara með að
sinna viðhaldi á sínu húsnæði.
Kynning Flísaverk
Sérhæfa sig í endurgerð og
uppsetningu baðherbergja
Frá a til ö.
Arinbjörn Snorrason og Kristján Sveinsson, eigendur Flísaverks ehf.
Tilboð gert
viðskipta-
vinum að
kostnaðar-
lausu.
Viðhald Fagmenn.is
Framsækið fyrirtæki iðnaðarmanna
Alhliða þjónusta veitt í viðhaldi húsa.
F agmenn.is er framsækið fyrir-tæki iðnaðarmanna sem leggur áherslu á að veita viðskiptavin-
um sínum alhliða þjónustu við viðhald
húsa. Fyrirtækið hefur verið starfrækt
um árabil og hefur áratuga reynslu í við-
haldi húsa.
Fyrirtækið er með iðnaðarmenn í
öllum helstu iðngreinum. Hvort sem
það eru rafvirkjar, múrarar, málarar,
smiðir, píparar eða blikkarar sem vant-
ar, leysa Fagmenn málið fyrir viðskipta-
vini. Hvort sem verkið er innanhúss eða
utan, eða hvort eignin er lítill eða stór
geta Fagmenn séð um málið.
Fagmenn sjá um smíðavinnu, múr-
vinnu, málun og jafnvel hönnun, ef því
er að skipta. Þarna er öll þjónusta við
viðhald húsa á einum stað.
Að sögn Jóhanns A. Einarssonar,
framkvæmdastjóra Fagmanna, sparar
það töluvert fé og tíma viðskiptavina
að hafa alla iðnaðarmenn á sama stað.
„Viðskiptavinurinn þarf ekki að leita að
iðnaðarmönnum hér og þar og passa að
verkið gangi snuðrulaust fyrir sig held-
ur sjá Fagmenn um verkið í heild,“ segir
Jóhann. „Hjá Fagmönnum vinna allir
sem ein heild og verkið tekur styttri
tíma fyrir vikið. Við spörum sporin fyrir
viðskiptavini með þessum hætti,“ bæt-
ir hann við. Það er gríðarlegur kostn-
aður og tími sem fer í það að samhæfa
störf ólíkra iðnaðarmanna. Með því að
skipta við Fagmenn er það vandamál
úr sögunni.
Fagmenn gera viðskiptavinum til-
boð þeim að kostnaðarlausu, það er öll
venjuleg tilboð. Þeir gera líka ástands-
skoðun á eignum, meta hversu mikil
þörf er á viðgerðum og skila skýrslu
eftir óskum viðskiptavina. Það getur
verið allt frá munnlegri skýrslu til ítar-
legar úttektar.
Hjá Fagmönum er séð um allt varð-
andi viðhald húsa, bæði hið minsta og
hið stærsta. Þeir skipta hvort heldur er
um vask eða gera við heilu blokkirnar.