Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Side 49

Fréttatíminn - 13.05.2011, Side 49
mittismálið,“ sagði ég og benti konunni á að enn væri ég tiltölu- lega grannur og fallegur í laginu. „Ætli ég fari ekki nokkuð nærri um það, minn kæri,“ sagði konan. „Má ég benda þér á,“ bætti hún við, „að þegar við hófum sambúð fyrir löngu var buxnalengdin þín 34 tommur, rétt eins og núna, en mittismálið 31 tomma. Þú varst eiginlega eins og kústskaft.“ „Ég er nú fjögurra barna faðir, einhvers staðar hlýtur slíkt að sjást,“ sagði ég. Sú staðreynd virt- ist ekki hafa mikil áhrif á konuna þar sem hún stóð við rekkann og fletti í gegnum buxnabunkana. „Þú verður að prófa þessar,“ sagði hún og rétti mér buxur. Lengdin var að sönnu 34 en mittisnúm- erið aðeins 33. „Ég finn engar 34x34,“ sagði konan. „Það getur ekki verið, ég er í standard-stærð glæsimenna, hoj, slank og vel- voxen,“ sagði ég og sló um mig á prentsmiðju-dönsku. „Mátaðu þær,“ sagði konan og gaf ekkert eftir. Ég hlýddi, fann klefa, hengdi gömlu buxurnar á snaga og brá mér í þær nýju, 34x33. Síddin var fullkomin en verr gekk með mittið. Það var sama hversu ákveðið ég dró inn kviðinn, útilokað var að ná strengnum saman. Eitthvað hafði ég þroskast frá því að við hjónin hófum sambúðina. Raunar sá ég ekki að tomma til viðbótar hefði breytt neinu. „Þetta passar ekki,“ sagði ég um leið og ég steig út úr klef- anum. „Nei, mig grunaði það, en það sakaði ekki að reyna,“ sagði konan sem gert hafði þessa til- raun á eiginmanni sínum, kúst- skaftinu fyrrverandi. „Getur það verið að þessi bjór sem ég fékk mér í hádeginu hafi skipt sköpum?“ sagði ég og gjóaði aug- unum á konuna. „Þú veist hvernig bjór sest á mann.“ Konan svaraði þessi engu en rótaði áfram í bunkanum. „Það er svo undarlegt,“ sagði hún, „að ég finn engar í réttri stærð fyrir þig. Við verðum að athuga þetta annars staðar.“ „Gleymum þessu í bili,“ sagði ég, „förum út í sólina og gerum eitt- hvað annað en að máta.“ Ég var raunar til í annan bjór, fyrst við vorum í fríi, og sá ekki að það breytti neinu varðandi mittismál- ið, svona úr því sem komið var. Ég nefndi samt ekki við konuna að mittisstærðin gæti hugsanlega verið önnur en sú sem við vorum að leita að, en það kemur víst í ljós síðar – þegar við finnum 34x34. handhægarumbúðir gerir grillmat að hreinu lostæti! EN N EM M / SÍ A / N M 46 40 7 118 ja.is Símaskráin Stórskemmtileg útgáfuhátíð! Útgáfuhátíð Símaskrárinnar er á morgun, laugardag, í Smáralind kl. 14, fyrir framan Hagkaup. Gillz sýnir sig, Gerplustelpurnar verða að sjálfsögðu á svæðinu og árita fyrstu eintökin. Kíktu við og nældu þér í eintak af Símaskránni sem er hrikalega mössuð og stútfull af alls konar upplýsingum. -er svarið

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.