Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 49

Fréttatíminn - 13.05.2011, Blaðsíða 49
mittismálið,“ sagði ég og benti konunni á að enn væri ég tiltölu- lega grannur og fallegur í laginu. „Ætli ég fari ekki nokkuð nærri um það, minn kæri,“ sagði konan. „Má ég benda þér á,“ bætti hún við, „að þegar við hófum sambúð fyrir löngu var buxnalengdin þín 34 tommur, rétt eins og núna, en mittismálið 31 tomma. Þú varst eiginlega eins og kústskaft.“ „Ég er nú fjögurra barna faðir, einhvers staðar hlýtur slíkt að sjást,“ sagði ég. Sú staðreynd virt- ist ekki hafa mikil áhrif á konuna þar sem hún stóð við rekkann og fletti í gegnum buxnabunkana. „Þú verður að prófa þessar,“ sagði hún og rétti mér buxur. Lengdin var að sönnu 34 en mittisnúm- erið aðeins 33. „Ég finn engar 34x34,“ sagði konan. „Það getur ekki verið, ég er í standard-stærð glæsimenna, hoj, slank og vel- voxen,“ sagði ég og sló um mig á prentsmiðju-dönsku. „Mátaðu þær,“ sagði konan og gaf ekkert eftir. Ég hlýddi, fann klefa, hengdi gömlu buxurnar á snaga og brá mér í þær nýju, 34x33. Síddin var fullkomin en verr gekk með mittið. Það var sama hversu ákveðið ég dró inn kviðinn, útilokað var að ná strengnum saman. Eitthvað hafði ég þroskast frá því að við hjónin hófum sambúðina. Raunar sá ég ekki að tomma til viðbótar hefði breytt neinu. „Þetta passar ekki,“ sagði ég um leið og ég steig út úr klef- anum. „Nei, mig grunaði það, en það sakaði ekki að reyna,“ sagði konan sem gert hafði þessa til- raun á eiginmanni sínum, kúst- skaftinu fyrrverandi. „Getur það verið að þessi bjór sem ég fékk mér í hádeginu hafi skipt sköpum?“ sagði ég og gjóaði aug- unum á konuna. „Þú veist hvernig bjór sest á mann.“ Konan svaraði þessi engu en rótaði áfram í bunkanum. „Það er svo undarlegt,“ sagði hún, „að ég finn engar í réttri stærð fyrir þig. Við verðum að athuga þetta annars staðar.“ „Gleymum þessu í bili,“ sagði ég, „förum út í sólina og gerum eitt- hvað annað en að máta.“ Ég var raunar til í annan bjór, fyrst við vorum í fríi, og sá ekki að það breytti neinu varðandi mittismál- ið, svona úr því sem komið var. Ég nefndi samt ekki við konuna að mittisstærðin gæti hugsanlega verið önnur en sú sem við vorum að leita að, en það kemur víst í ljós síðar – þegar við finnum 34x34. handhægarumbúðir gerir grillmat að hreinu lostæti! EN N EM M / SÍ A / N M 46 40 7 118 ja.is Símaskráin Stórskemmtileg útgáfuhátíð! Útgáfuhátíð Símaskrárinnar er á morgun, laugardag, í Smáralind kl. 14, fyrir framan Hagkaup. Gillz sýnir sig, Gerplustelpurnar verða að sjálfsögðu á svæðinu og árita fyrstu eintökin. Kíktu við og nældu þér í eintak af Símaskránni sem er hrikalega mössuð og stútfull af alls konar upplýsingum. -er svarið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.