Fréttatíminn - 17.06.2011, Side 14
F jölmargir fasteignasalar eru ósáttir við þær kröfur sem Orkuveita Reykjavíkur gerir
til þeirra sem bjóða í jarðir og fast-
eignir fyrirtækisins. Grétar Jónas-
son, framkvæmdastjóri Félags
fasteignasala, segir í samtali við
Fréttatímann að nokkrir fasteigna-
salar hafi kvartað vegna skilmála
OR í söluauglýsingu. „Mér þóttu
þetta vera fullharðar kröfur og
nefndi það við Orkuveituna. Þess-
ar kröfur hindra marga í að bjóða í
þetta. Ég fékk hins vegar þau svör að
þetta væru skilmálarnir sem Orku-
veitan ætlaði að hafa og að fyrirtæk-
ið hefði það í hendi sér hvernig að
þessu yrði staðið,“ segir Grétar og
bætir við að skilmálarnir séu harðari
en til að mynda hjá bönkunum.
Í auglýsingunni frá Orkuveitunni
kemur fram að þær kröfur sem
væntanlegir söluaðilar þurfi að upp-
fylla séu til að mynda að hafa jákvætt
eigiðfé í árslok 2010, og hafa selt at-
vinnuhúsnæði eða jarðir fyrir einn
milljarð frá ársbyrjun 2009. Á meðal
þeirra fasteignasala sem blaðamað-
ur ræddi við var það aðallega krafan
um milljarðinn sem fór fyrir brjóstið
á þeim. Ekki var annað að heyra en
sú krafa myndi útiloka nær allar fast-
eignasölur frá því að sækjast eftir
því að selja þessar eignir.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga-
fulltrúi Orkuveitunnar, þvertekur
fyrir það í samtali við Fréttatímann
að skilmálarnir séu stífir. „Þetta eru
ekki ósanngjarnar kröfur miðað við
þann metnað sem við höfum fyrir
verkefninu. Það er almenn krafa í
útboðum hjá okkur að þeir sem
bjóða í verk séu með jákvæða eigin-
fjárstöðu hvort heldur sem þeir eru
að fara að grafa skurði eða selja fast-
eignir. Varðandi kröfuna um seldar
eignir fyrir milljarð þá erum við ein-
faldlega að leita að aðilum sem sýnt
hafa að þeir geta unnið og selt eign-
ir við erfið markaðsskilyrði eins og
verið hafa á fasteignamarkaðnum.
Við teljum að margir uppfylli þessi
skilyrði enda er það ekki okkar hag-
ur að sem fæstir geti boðið í verkið,“
segir Eiríkur.
Hann vill ekki gefa upp hversu
mikið Orkuveitan vill fá fyrir þess-
ar eignir en á meðal þeirra eru til að
mynda Perlan, einhverjar fasteignir
við Bæjarháls og verðmætir jarðar-
partar eins og til dæmis austur í
Grafningi. Frestur til að skila inn
tilboðum rennur út næstkomandi
miðvikudag.
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
Sæktu um
skuldalækkun
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Ekki þarf að sækja um lækkun fasteignaskulda ef öll áhvílandi lán eru í
Landsbankanum. Sækja þarf um ef önnur lánafyrirtæki þurfa að færa niður
skuldir. Ekki þarf að sækja um endur greiðslu vaxta. Skilmála og nánari upp-
lýsingar um skuldalækkun Landsbankans má fi nna á landsbankinn.is, eða í
næsta útibúi.
Skuldalækkun Landsbankans verður aðeins í boði
í fáeinar vikur. Sæktu strax um að lækka skuldir
þínar áður en frestur rennur út.
Lækkun fasteignaskulda - Þú sækir um í næsta útibúi
Lækkun annarra skulda - Þú sækir um í netbankanum
1. júlí
15. júlí
Eldfjall Rúnars
verðlaunað
Rúnar Rúnarsson hlaut
verðlaun fyrir bestu leik-
stjórn á kvikmyndahátíðinni
í Transylvaníu, Transylvania
International Film Festival
fyrir kvikmyndina Eldfjall, að
því er fram kemur í tilkynningu
Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Rúnar deildi verðlaununum
með Constantin Popesc, sem
leikstýrði kvikmyndinni Prin-
ciples of Life. Eldfjall er fyrsta
kvikmynd Rúnars Rúnarssonar
í fullri lengd og var frumsýnd
á kvikmyndahátíðinni í Cannes
í maí. Kvikmynd Valdísar
Óskarsdóttur, Kóngavegur, var
einnig sýnd í keppni á kvik-
myndahátíðinni. Valdís hélt
einnig málþing um starf sitt
og hvernig hún tvinnar saman
leikstjórn og klippingu. -jh
HellisHeiðarvirkjun jarðHitasýning alla daga
Náttúruperla í næsta nágrenni höfuðborgarinnar
Jarðhitasýningin er byggð á marg-
miðlunartækni. Kynningarfulltrúar taka
á móti gestum og fræða um mikilvægi
jarðhitans. Móttökurýmið er í miðhúsi
Hellisheiðarvirkjunar. Húsið sjálft er
heimsóknarinnar virði.
„Við erum full bjartsýni enda ekki tilefni til
annars þar sem tugþúsundir hafa komið í
heimsókn hingað á undanförnum árum,“
segir Helgi Pétursson sem sér um jarðhita-
sýningu í Hellisheiðarvirkjun. Þau Auður
Björg Sigurjónsdóttir, bæði fyrrum starfs-
menn Orkuveitu Reykjavíkur, hafa stofnað
fyrirtækið Orkusýn og tekið við rekstri
jarðhitasýningarinnar í virkjuninni sem
opnuð var árið 2006. „Hér er opið alla daga
vikunnar frá kl. 9 til 17 í glæsilegu móttöku-
rými í miðhúsi Hellisheiðarvirkjunar, en
húsið sjálft er út af fyrir sig heimsóknar-
innar virði, enda skemmtilega hannað og
sérkennilegt.“
Sýningin er byggð á margmiðlunartækni
en kynningarfulltrúar taka á móti gestum
og fræða um mikilvægi jarðhitans fyrir
landsmenn, meðal annars í ljósi þess að
um 90% allra húsa á Íslandi eru hituð með
jarðhita. Enn fremur er lögð áhersla á að
upplýsa gesti um þekkingu vísindamanna
og verkfræðinga á nýtingu jarðhitans, bæði
hér á landi og erlendis.
Helgi segir að mikill meirihluti gesta
hingað til hafi verið erlendir ferðamenn og
skólahópar en hann hvetur Íslendinga til
þess að koma í heimsókn og kynna sér jarð-
hitanýtingu og jarðvísindi frá fyrstu hendi.
Gestir fræðast um jarðhitann og upp-
runa hans, fá að líta inn í vélasal virkjunar-
innar, skoða fróðleik um framleiðsluferli
hennar og á sýningunni er að finna miklar
upplýsingar um Hellisheiðina og Hengils-
svæðið allt. Í miðrýminu er kaffihúsið Kaffi
Kolviðarhóll og handverksverslun.
„Við höfum lagt mikla áherslu á að kynna
Hengilssvæðið fyrir íbúum höfuðborgar-
svæðisins enda er það mikil náttúruperla í
næsta nágrenni,“ segir Helgi enn fremur.
„Á undanförnum áratugum hafa verið
lagðir um 150 kílómetrar af merktum
göngustígum um svæðið sem er mikið
notað af göngufólki, hestamönnum og til
hvers konar útiveru.“
Útboð Fasteignir og jarðir orkuveitu reykjavíkur
Fasteignasalar ósáttir
við kröfur Orkuveitunnar
Perlan er meðal þeirra eigna sem
Orkuveitan hyggst selja. Ljósmynd/Teitur.
Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri
Félags fasteignasala. Ljósmynd/Hari
... að leita að að-
ilum sem sýnt hafa
að þeir geta unnið
og selt eignir við
erfið markaðsskil-
yrði eins og verið
hafa á fasteigna-
markaðnum.
Félag fasteignasala hefur
kvartað til Orkuveitu
Reykjavíkur vegna stífra
skilyrða sem gerðar eru til
þeirra sem bjóða í fasteignir
og jarðir í eigu fyrirtækisins.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Sonur Vilhjálms
syngur með Þuríði
Söngkonan Þuríður Sigurðardóttir söng í upphafi
ferils síns með Vilhjálmi heitnum Vilhjálmssyni í
Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar. Á miðvikudag-
inn kemur, 22. júní, syngur Jóhann Vilhjálmsson,
sonur Vilhjálms, með Þuríði í lagi sem hún söng
fyrst opinberlega með föður
hans í sjónvarpsþætti í lok
sjöunda áratugarins. Tónleikar
Þuríðar og hljómsveitarinnar
Vanir menn verða í Salnum
í Kópavogi og hefjast kl. 20.
Þuríður heldur um þessar
mundir upp á 45 ára söng-
feril sinn og var vel tekið á
Siglufirði um páskana og á Akureyri í maílok. Poppið
í Salnum á miðvikudaginn verður því þroskað en
þar verður flutt úrval dægurlaga sem hljómuðu í
óskalagaþáttum útvarps og á dansleikjum í Lídó á
sínum tíma, þar sem Stöð 2 og Fréttablaðið eru nú
til húsa, sem og Röðli, Sigtúni og Hótel Sögu. -jh
14 fréttir Helgin 17.-19. júní 2011