Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 16
M ennirnir eru báð- ir um fimmtugt og ljóst þykir að brotin gegn þeim séu fyrnd. Sögur þeirra eru mjög ólíkar og gerendur ekki þeir sömu. Í tilviki annars mannsins var um prest og fjöl- skylduvin að ræða en í tilviki hins voru starfsmenn Landakotsskóla að verki. Allir gerendur eru látnir. Mennirnir eiga það sameigin- legt að koma báðir frá kaþólsku heimili. Annar maðurinn var aðeins ungur drengur þegar hann var beittur grófu kynferðislegu ofbeldi af hálfu séra A. George, sem var skólastjóri Landakotsskóla, og Margétar Müller, þýskrar kennslu- konu við skólann. Séra George var hollenskur prestur sem gegndi mörgum af valdamestu störfum kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Hann var staðgengill kaþólska biskupsins, féhirðir kaþólsku kirkj- unnar, postullegur umsjónarmað- ur biskupsdæmisins og fjármála- stjóri þess. Hann hafði í áraraðir umsjón með sumarbúðum fyrir kaþólsk börn í Riftúni í Ölfusi. Áður en hann lést fyrir nokkrum árum var George sæmdur ridd- arakrossi á Bessastöðum fyrir vel unnin störf. Margrét Müller var kennari við Landakotsskóla og bjó í turninum á skólanum fram til síðasta dags. „Ég bjó utan við Reykjavík en foreldrar mínir sendu mig í Landa- kotsskóla enda þótti það besti skól- inn. Ég byrjaði í sex ára bekk og við fórum samferða tveir strákar úr mínu hverfi. Afi hans fylgdi okkur í strætó alla leið, beið eftir okkur frammi á gangi á meðan við vorum í skólanum, og svo fylgdi hann okkur aftur heim. Þetta var ekkert mál. Karlinn var þarna með okkur og hefur örugglega tryggt það að ég var látinn í friði fyrsta skólaárið.“ Tekinn út úr skólastofunni Annað skólaárið þóttu drengirnir nógu stórir til að fara sjálfir með strætó í skólann. „Þá vorum við farnir að þekkja leiðina og þurftum ekki lengur fylgd. Ég var ekki búinn að vera nema tvær vikur í sjö ára bekk þegar mér var fyrst fylgt út úr kennslustofunni og inn í lítið herbergi þar sem séra George hafði aðsetur. Mér þótti mjög merkilegt að koma inn til hans því þarna var risastór bíósýningarvél sem sýndi myndir í sunnudaga- skólanum. Þar sat presturinn á bak við stærðar skrifborð. Ég hélt kannski að ég hefði gert eitthvað af mér úr því að ég var sendur einn inn til skólastjórans. Ég var ekki fyrr kominn inn en karlinn renndi sér á gömlum skrifborðsstól und- an borðinu með hann blýstífan út í loftið.“ Þannig hófst kynferðislegt ofbeldi prestsins gegn drengnum en strax voru brotin mjög alvarleg. George ætlaðist til að drengurinn framkvæmdi athafnir sem hann vissi ekkert um. Ekki leið á löngu þar til strákurinn var aftur tekinn út úr skólastofunni. „Í þetta skiptið var kerlingin með. Margrét Müller var starfs- maður skólans. Ég var látinn fara á milli lappanna á henni, sjö ára gamall. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég átti að gera og mér var refsað fyrir það. Alla mína skóla- göngu í Landakotsskóla, frá sjö til þrettán ára aldurs, var mér nauðg- að af þessu fólki.“ Maðurinn segir að bæði séra Ge- orge og Margrét hafi gert honum ljóst að hann yrði að þegja yfir ofbeldinu. „Mér var líka sagt það strax að þetta væri Guði þóknan- legt. Og þetta væri bara milli mín og Guðs.“ Í nafni Guðs varð mis- notkunin því hluti af skólagöngu drengsins. „Þetta gerðist ekkert bara einu sinni á vetri eða eitthvað svoleið- is. Þetta var viðstöðulaust allan tímann. Alltaf þegar ég kom seint heim úr skólanum þá var það vegna þess að ég þurfti að vera að þjónusta þetta fólk.“ Maðurinn segist oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna einmitt hann var tekinn út úr bekknum og mis- notaður. „Kannski vegna þess að ég bjó lengst í burtu en allir hinir krakkarnir bjuggu í hverfinu. Ég var algjörlega á valdi þessa fólks á meðan ég var í skólanum. Þau létu mig meira að segja vera eitt ár í viðbót í skólanum. Þau töldu bráð- nauðsynlegt að hafa mig þarna lengur en önnur börn.“ Ofbeldið hélt áfram í sumar- búðum Ellefu ára var hann sendur í Riftún í Ölfusi, sumarbúðir fyrir krakka á vegum kaþólsku kirkjunnar. „Krakkarnir gistu í stórum svefn- sölum fullum af kojum. Við inn- ganginn var eitt rúm og ég var að sjálfsögðu látinn í það. Fyrstu nóttina sem ég svaf í þessu rúmi opnast dyrnar að svefnsalnum um miðja nótt. Ég vissi alveg hvað var að fara að gerast. Ég var tekinn yfir í aðalhúsið yfir nóttina og skilað undir morgun. Og þannig var tíminn í sumarbúðunum.“ Að verki voru bæði Margrét Müller og George. „Hún var eiginlega verri en hann. Hún var miklu illskeytt- ari og grimmari. Hún sparkaði og beit og sló. Það hægðist mikið á prestinum eftir að ég stækkaði. Ég hef hugsað mikið um þetta og held að hann hafi fyrst og fremst verið pedófíl og fyrir lítil börn.“ Biskupi hafa verið gefin ótal tækifæri til að bregðast við og rannsaka málin. Skeytingar- leysið hefur verið algjört. Misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi til meðferðar hjá fagráði Fagráð um kynferðisbrot hefur til meðferðar mál tveggja manna sem saka presta og starfsmann kaþólsku kirkjunnar um andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Þóra Tómasdóttir hitti mennina á heimili annars þeirra í miðbænum. Þeir vilja vekja athygli á því ofbeldi sem þeir voru beittir í von um að starfshættir kirkjunnar verði skoðaðir og koma megi í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Þeir kjósa, að svo stöddu, að koma ekki fram undir nafni. Ljósmyndir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Margrét Müller var kennslukona í Landakotsskóla og tók þátt í að beita drenginn kynferðislegu ofbeldi, bæði í skólanum og í kaþólsku sumarbúðunum í Riftúni. Börnin á myndinni tengjast fréttinni ekki. 16 úttekt Helgin 17.-19. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.