Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Síða 18

Fréttatíminn - 17.06.2011, Síða 18
ur um að mínir skólafélagar vissu allt um þetta. Ég er algjörlega viss. Eins og til dæmis í Riftúni; einhver í þessum fjörutíu manna svefnsal vissi hvað var að gerast. Ég hef hins vegar ekki haft kjark til að segja skólafélögum mínum frá því.“ Eins og lítil hrísla í vindi Dvölin í Riftúni hafði svo djúpstæð áhrif á manninn að hann hefur ekki treyst sér til að keyra Ölfusið síðan. „Ég hef aldrei getað það. Ég vann í Þorlákshöfn í sex ár og var oft sendur á Selfoss í erindum. Veistu hvaða leið ég fór? Ég fór upp Þrengslin, Hellisheiðina, Selfoss, til baka aftur upp Kamb- ana og niður Þrengslin. Ég prófaði að beygja þarna niður en gat það ekki og sneri bara við. Ég held að fólk geti ekki ímyndað sér hvernig þessi ótti er. Maður er eins og lítil hrísla í vindi.“ Hann lýsir því hvernig George og Margrét lögðu hann í einelti fyrir framan börnin í skólanum. Það hafi verið hluti af kerfis- bundnu niðurbroti þeirra á honum. „Ég gat aldrei varið mig gagnvart því. Ég tel mig vera sæmilega vel gefinn mann. Ég á rosalega falleg og góð og dugleg börn. Enginn af mínum vinum mun bera mér illa söguna. Andstæðurnar milli þess sem ég er og þess sem ég var lát- inn halda að ég væri, eru rosalega miklar.“ Að rjúfa tengslin við kaþólsku kirkjuna reyndist honum þó þrautin þyngri eftir strangt trúar- legt uppeldi. Hann giftist konunni sinni í kaþólsku kirkjunni og lét skíra börnin sín þar. Það var ekki fyrr en foreldrar hans voru látin að hann treysti sér til að ganga úr söfnuðinum. „Daginn eftir að mamma mín var jörðuð fór ég niður á Hagstofu, skráði mig úr kaþólsku kirkjunni og gekk í Ása- trúarfélagið. Ég var búinn að heita því að gera þetta ekki fyrr en hún væri farin.“ Fjölskyldupresturinn sem brást Hinn maðurinn vill einnig segja sína sögu til að varpa ljósi á það sem viðgengist hefur innan kaþólsku kirkjunnar. Brotin gegn honum voru framin af fjölskyldu- presti sem hann, í samráði við for- eldra sína, leitaði til 35 ára gamall vegna mikillar vanlíðanar. „Á þessum tímapunkti stakk presturinn upp á því að ég aðstoð- aði hann við ýmis verk sem hann bauð mér greiðslu fyrir.“ Ljóst er á lýsingum mannsins að hann ber mikla skömm af því sem gerðist. „Kannski var ég kærulaus, kannski var ég vitlaus. Ég veit það ekki. Ég var bara með mjög lélega sjálfsmynd og fannst ég ömurleg- ur. Ég var vikulega hjá prestinum og hann borgaði mér fyrir mína vinnu. Ég leit alltaf á þetta sem greiðslu fyrir vinnu og fannst frek- ar halla á mig en hann þegar allt var tekið saman. Ég var farinn að gera honum alls konar greiða. Ég fór í ríkið fyrir hann og keypti föt fyrir hann. Eitt sinn lét hann mig fara inn í svefnherbergið sitt til að þrífa þar. Þar tók ég eftir að hann var með einhver hommablöð.“ Eftir þetta fór presturinn að stinga upp á því að maðurinn reyndi að öðlast frelsi frá umheim- inum. Til þess að það mætti verða gæti hann afklæðst fyrir prestinn. „Ég sagði bara bíddu nú við, nú væri hann kominn að einhverri línu. Þetta væri ekki inni í mynd- inni.“ Eftir þetta atvik fór maðurinn ekki í þó nokkurn tíma til að að- stoða prestinn. „Ég tók þá ákvörðun að þetta myndi ég ekki gera. Nema ég vildi „fronta“ prestinn og segja honum, maður á mann, að svona gerði ég ekki en við gætum áfram verið vinir. Þá brjálaðist hann og sagðist vilja fá alla peningana til baka sem hann hefði borgað mér. Ég varð bara hræddur.“ Maðurinn segir að honum hafi liðið eins og hann ætti ekki ann- arra kosta völ en að gera það sem presturinn sagði honum. „Hann var brjálaður. Og ég hátt- aði mig fyrir hann. Þetta átti eftir að gerast alloft. Mér tókst sem betur fer að binda enda á þetta nokkru síðar.“ Biskupinn settur inn í málið „Strax eftir að ég batt enda á sam- skiptin við prestinn leitaði ég til annars kaþólsks prests og bað hann að greina biskupi frá málinu. Ég vænti þess að hann hafi gert það en ég fékk engin viðbrögð frá kirkjunni.“ Maðurinn segir fjölskylduprest- inn hafa beitt sig andlegu ofbeldi í langan tíma og hann hafi ekki þorað annað en að fara reglulega til hans. Hann hugsaði mikið um peningana sem hann gæti ómögulega endurgreitt og ekki vildi hann valda foreldrum sínum vonbrigðum með því að bregðast prestinum. „Ég fékk þá hugmynd að það væri mikilvægt í bataferli mínu að mæta prestinum augliti til auglitis. Ég fór því niður í Landakot þar sem ég hitti fyrir nokkra presta. Ég sest niður við borð hjá þeim og byrja að segja frá því sem gerð- ist. Þá segir fjölskyldupresturinn okkar að ég sé þarna eingöngu kominn til að hafa af þeim fé. Við það stend ég upp og geng út. Síðar komst ég að því að sá sem stýrði þessum fundi var sjálfur barnaníð- ingur.“ Algjört skeytingarleysi Fréttaflutningur af barnaníði kaþ- ólskra presta fyrir um það bil ári ýtti aftur við manninum og varð til þess að hann skrifaði kaþólska biskupnum, Pétri Bürcher, bréf. Í bréfinu lýsir hann því ofbeldi sem hann varð fyrir. Í framhaldi af því fer hann á fund með kaþólska biskupnum og öðrum presti úr söfnuðinum. Á ný lýsti hann sinni eigin reynslu auk þess að segja þeim sögu mannsins sem var beitt- ur hrottalegu kynferðisofbeldi í Landakotsskóla. „Ég gaf þeim kost á því að hefja sjálfstæða rannsókn á máli hans fyrst og fremst. Ég hugsaði bara að við leystum þetta eins og menn og þeir hlytu sjálfir að hefja ein- hverja rannsókn. Í kjölfar fundar- ins fékk ég bréf frá biskupi um að hann myndi hefja rannsókn á mál- inu. Síðar fékk ég annað bréf frá honum um að ekkert væri til um málin innan kaþólsku kirkjunnar og málinu væri því lokið af hennar hálfu.“ „Verst af öllu finnst mér þessi vanhelgun á foreldrum mínum. Þessir menn þóttust vera vinir þeirra og annar var meira að segja prestur í jarðarför föður míns. Það er sárt að þurfa að fara þessa leið til að upplýsa málið. Biskupi hafa verið gefin ótal tækifæri til að bregðast við og rannsaka málin. Skeytingarleysið hefur verið al- gjört.“ Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Aðspurður telur maðurinn líklegt að tvíeykið hafi níðst á fleiri börnum. „Það þarf enginn að segja mér að það séu ekki fleiri sem þurfa að koma fram með sínar sögur. Núna í dag er ég sannfærð- Þetta gerðist ekkert bara einu sinni á vetri eða eitt- hvað svoleið- is. Þetta var viðstöðulaust allan tímann. Alltaf þegar ég kom seint heim úr skól- anum þá var það vegna þess að ég þurfti að vera að þjónusta þetta fólk. Hér er séra George, skólastjóri í Landakotsskóla, ásamt börnum í skólanum. Aðrir á myndinni tengjast fréttinni ekki. Formlegum tengslum Landakotsskóla og kaþólsku kirkjunnar var slitið fyrir allnokkrum árum. Skólinn er í dag sjálfseignarstofnun. 18 úttekt Helgin 17.-19. júní 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.