Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Síða 24

Fréttatíminn - 17.06.2011, Síða 24
Hver síðastur þú sagðir yrði fyrstur, en svona varð nú endirinn með þig. Og úr því að þeir krossfestu þig Kristur, hvað gera þeir við ræfil eins og mig? (Jesú Kristur og ég) Þ annig orti afi viðmælanda míns einhvern tíma þegar hann velti fyrir sér tilgangi lífsins þar sem hann sat á steini vestur í bæ. „Ég hef ekki skáldgáfu afa míns, Vilhjálms frá Skáholti,“ segir Íris Hera Norðfjörð brosandi, „en ég segist vera matarskáld! Ég get skáldað margt annað en ljóð og þau eru mörg heim- ilin sem ég hef „skáldað“. Frá því ég var lítil stelpa hef ég elskað að elda mat og tvær vinkonur mínar, Þura og Helga, muna enn eftir því þegar við vorum níu ára í Mosfellsbænum og ég var að malla ofan í holu sem ég hafði hitað upp með mosa og raðað steinum í kring. Ég hef alltaf verið fljót að raða saman, jafnt hlutum sem fatnaði, og setja upp heimili.“ Lögð í einelti öll skólaárin Íris Hera er þriðja elsta barn Svövu Gunnarsdóttur og Jóns Norðfjörð Vil- hjálmssonar. Alls eru systkinin sjö. „Ég gekk í Varmárskóla, var þybbin stelpa og var lögð í einelti. Það þarf oft ekkert mikið til að börn séu lögð í einelti og mér finnst oft gleymast í þessari eineltisumræðu að þeir sem leggja aðra í einelti koma sjálfir oft frá mjög erfiðum heimilum. Ég þekkti konu sem hafði lagt bekkjarsystur sína í einelti. Þegar hún var orðin veik gat hún ekki hugsað sér að kveðja þetta líf án þess að biðja skólasystur sína fyrirgefningar. Nú eru báðar þessar konur látnar. Það er mikilvægt fyrir þá sem hafa lagt aðra í einelti að biðjast fyrirgefningar því annars halda þeir þessari hegðun áfram fram á fullorðinsár. Ég er búin að fyrirgefa öllum þeim sem gerðu þetta á minn hlut. Ég er með það á hreinu að fyrir- gefningin er sterkasta afl í heimi. Ég kveið hverjum einasta degi þegar ég þurfti að fara í skólann en ég gat ekki hugsað mér að segja frá þessu heima,“ segir hún. „Ég á fimm árum yngri bróður sem er þroskaheftur og ég gat ekki hugsað mér að valda mömmu og pabba einhverjum áhyggjum. Ég hef sótt sjálfstyrkingarnámskeið og unnið vel úr mínum tilfinningum.“ Hörkudugleg mamma „Við systkinin pössuðum hvert annað og börn í hverfinu, tókum slátur með mömmu sem er algjört hörkutól. Hún hefur til dæmis alltaf málað húsið þeirra sjálf; í fyrra, þá orðin 76 ára, málaði hún húsið, tók á móti einhverj- um hlössum af mold til að hækka jörð- ina, setti á túnþökur og bar á þrjá sól- palla. Þess á milli er hún að prjóna og sauma á börn og barnabörn. Mamma og pabbi búa enn í húsinu sem ég ólst Trúir á bænina og fyrirgefninguna Íris Hera Norðfjörð var lögð í einelti í æsku. Hún lærði snemma á mátt fyrirgefningarinnar og yrkir nú við potta og pönnur á veitinga staðnum Kryddlegin hjörtu. Hér segir hún Önnu Kristine sögu sína. Ljósmyndir/Teitur Framhald á næstu opnu Frá því ég var lítil stelpa hef ég elskað að elda mat. Pabbi er kominn með Alz- heimer. Mamma hefur ekki viljað láta hann fara á stofnun; ekki frekar en þroska- hefta bróður minn sem bjó heima þangað til hann keypti sér eigin íbúð Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is 24 viðtal Helgin 17.-19. júní 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.