Fréttatíminn - 17.06.2011, Qupperneq 28
28 viðhorf Helgin 17.-19. júní 2011
Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmda-
stjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is.
Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Árið 1995 höfðu 64 prósent fimmtán til sex
tán ára unglinga orðið drukknir um ævina.
Nú, sextán árum síðar, er þetta hlutfall komið
niður í 24 prósent. Um þessa ánægjulegu
þróun má lesa í niðurstöðum evrópsku vímu
efnarannsóknarinnar ESPAD, sem Háskól
inn á Akureyri kynnti í vikunni.
Önnur merkileg tölfræði í rannsókninni
er að nú telja aðeins þrír af hverjum tíu
unglingum á þessu aldri það mjög auðvelt að
verða sér út um bjór niður en árið 1995 var
þetta hlutfall tvöfalt hærra,
eða sex af hverjum tíu.
Út úr þessum tölum má
lesa ýmsan athyglisverðan
fróðleik. Til dæmis að ung
lingar í dag eru meðvitaðri
um mögulega skaðsemi
áfengis en unglingar áður
fyrr, og ekki síður að með
vitund foreldra og annarra
fullorðinna hefur líka snar
batnað; þeir sem hafa aldur
til eru síður líklegir til að kaupa áfengi fyrir
unglinga en áður.
Annar flötur, og ansi merkilegur, er að
þessi ánægjulega þróun hefur átt sér stað
sama tíma og Áfengisverslun ríkisins hefur
fjölgað verslunum og rýmkað afgreiðslu
tímann verulega, auk þess sem lítt dulbúnum
auglýsingum á áfengum bjór hefur fjölgað
mjög í fjölmiðlum landsins.
Aðgengið að áfengi hefur sem sagt
almennt snaraukist og líka sýnileikinn á
tiltekinni gerð áfengra drykkja í umhverfi
unglinga landsins. Samkvæmt ýmsum kenn
ingum um lýðheilsu hefði þetta átt að leiða til
meiri drykkju unglinga en ekki minni, eins
og er þó svo afgerandi raunin.
Umhyggja fyrir bættri heilsu ungs fólks
er einmitt talin upp í athugasemdum með
nýlegu lagafrumvarpi innanríkisráðherra um
hert bann við áfengisauglýsingum. Breyting
in, sem þar er boðuð á áfengislögunum, á að
girða fyrir að farið sé í kringum bannið með
því að auglýsa óáfengan bjór sem er í nánast
eins umbúðum og áfengur bjór.
Slíkar auglýsingar eru lesendum blaða
og áhorfendum sjónvarpsstöðva vel kunnar.
Raunveruleikinn segir okkur þó aðra sögu
en að heilsu unglinga stafi hætta af þeim.
Ástæðunum fyrir því má raða um það bil í tvo
flokka. Annars vegar virðast unglingar það
vel upplýstir um þessar mundir að þeir átta
sig á að áfengi er engin hollustuvara, og sér
lega háskaleg fólki sem er að taka út líkam
legan og andlegan þroska. Og svo hitt, sem
ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á, að bjór
auglýsingarnar, dulbúnar eða beinar, auka
ekki neyslu á bjór. Vel lukkuð auglýsinga
herferð eykur fyrst og fremst sölu á tiltekinni
gerð af bjór á kostnað annarra tegunda.
Ánægjulegar niðurstöður evrópsku
vímuefnakönnunarinnar sýna enn og aftur
að neysla áfengis er háð allt öðrum breytum
en með hvaða hætti áfengi er selt og eftir
atvikum auglýst.
Fyrir áhugamenn um boð og bönn er
nauðsynlegt að hafa í huga að upplýsing og
fræðsla eru margfalt öflugri verkfæri við að
fá fólk til að hverfa frá óhollum lífsháttum.
Því miður vill það gjarnan gleymast hjá þeim
sem eru hvað ákafastir í að hafa vit fyrir
öðrum.
Boð og bönn eða fræðsla og upplýsing
Auglýsingar og unglingadrykkja
Jón Kaldal
kaldal@frettatiminn.is
Á
Fært til bókar
Beint á boltann
Það getur verið gaman að fylgjast með
góðum fótboltaleik, eins og raunar
öðrum íþróttum sem leiknar eru af list.
Ríkissjónvarpið hefur að undanförnu sýnt
beint, bæði frá fótbolta og handbolta.
Það er vel en oft má deila um forgangs-
röðun þegar kemur að boltanum. Það
getur verið verjandi að færa fréttatíma
vegna beinnar útsendingar þar sem Ís-
lendingar taka þátt í úrslitakeppni en
tæplega finnast góð rök fyrir slíkri færslu
svo að sýna megi ungmennakeppni Dana
og Svisslendinga í knattspyrnu, jafnvel
þótt þjóðirnar séu í riðli með ungmenna-
liði Íslendinga. Jónas Kristjánsson rit-
stjóri vakti athygli á þessu á síðu sinni
og sagði: „Stundum velti ég fyrir mér,
hvaða tilgangi þjóni að reka hér rík-
isútvarp og ríkissjónvarp á kostnað
skattgreiðenda. Einkareknar
stöðvar ættu að geta veitt þjón-
ustu á flestum sviðum. Auðvelt er
að reka íþróttastöðvar á kostnað
notenda. Eina afsökun ríkisrekstr-
ar er að koma öryggisfréttum á
framfæri, svo sem veðri, jarðskjálft-
um og eldgosum. Hugsanlega líka
almennum fréttum, ef einkafjölmiðlar
eru hagsmunatengdir. En ég skil alls ekki,
hvers vegna fréttatímar Ríkisútvarps-
ins eru látnir víkja fyrir boltaleikjum.
Steininn tekur úr, þegar fréttir víkja fyrir
fótboltaleik milli Danmerkur og Sviss.“
Jónas bendir á í öðrum pistli að mælingar
sýni að um þriðjungur fólks hafi áhuga á
íþróttum, svipaður fjöldi og hafi áhuga
á menningu og listum, og að þriðjungur
hafi áhuga á pólitísku efni eins og leið-
urum. Hann segir jafnvægi skorta milli
framboðs og eftirspurnar þessara efnis-
þátta hjá Ríkisútvarpinu, sem kalla mætti
Boltastöðina. „Þar ímynda ráðamenn sér,
að allir Íslendingar hafi áhuga á bolta. Því
fer víðs fjarri,“ segir ritstjórinn. Sérkenni-
legt má það vera að Ríkisútvarpið noti
ekki aukarás sína, Plúsinn svokallaða,
fyrir beinar íþróttalýsingar sem eru á
sama tíma og kvöldfréttirnar, að minnsta
kosti ef Íslendingar koma ekki við sögu.
Trekkir Pétur?
Heimsóknir á vef Alþingis ríflega tvö-
földuðust milli vikna, samkvæmt nýjustu
mælingum vefmælingafyrirtækisins
Modernus. Alls sóttu rúmlega 30 þúsund
notendur vefinn í síðustu viku en voru
ríflega 16 þúsund vikuna á undan. Í til-
kynningu frá Modernus eru leiddar að því
líkur að áhugi landsmanna
stafi af áhuga þeirra
á kvótafrumvörp-
unum tveimur, að
því er fram kemur
í fréttum. Aðeins
tvisvar hafi not-
endur althingi.is
mælst fleiri. Fyrst
í lok árs 2008
þegar „hrunið“
stóð sem hæst
og næst um miðjan
aprílmánuð í fyrra,
þegar rannsóknarskýrsla
Alþingis birtist almenningi á vefnum.
Aðrar og einfaldari skýringar gætu
verið á vinsældum vefs Alþingis. Galsi
hljóp í þingmenn eins og verða vill undir
þinglok. Frægt varð hláturskast Péturs H.
Blöndal þar sem hann kom varla frá sér
tillögu sinni um að stjórnlagaráð kæmi
því í stjórnarskrárfrumvarp sitt að á þingi
sætu aðeins barnlausir þingmenn enda
vinnustaðurinn varla fjölskylduvænn
miðað við vinnutímann. Smitandi hlátur
Péturs gæti hafa laðað áhorfendur að
skemmtivef þessum, ekki síður en kvóta-
málið endalausa.
M ikil umræða hefur verið um núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi vegna frumvarpa
sem lögð hafa verið fram og ætlað er að
umbylta núverandi kerfi. Helstu rök fyrir
boðuðum breytingum eru að samfélagið
fái ekki viðunandi hlutdeild í afrakstri
auðlindarinnar og að nauðsynlegt sé að
sjávarbyggðir geti ráðstafað aflaheimild
um til að tryggja atvinnu og búsetu. Um
sagnir um nýju kvótafrumvörpin eru al
mennt að rekstrarhagkvæmni í greininni
muni minnka og afrakstur þjóðarinnar
muni verða minni ef boðaðar breytingar
koma til framkvæmda.
Í núverandi kerfi er útgerðum árlega
úthlutað veiðiheimildum. Ef minnka þarf
veiðar eru heimildir allra skertar hlut
fallslega en auknar ef afli er aukinn. Einungis þeir sem
eiga fiskiskip geta fengið úthlutað aflaheimildum og
eru þær bundnar tilteknum skipum.
Sameign þjóðarinnar
Í lögum um stjórn fiskveiða segir að nytjastofnar á
Íslandsmiðum séu sameign þjóðarinnar og að mark
mið laganna sé að stuðla að verndun og hagkvæmri
nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og
byggð í landinu.
Nokkuð ósamræmi er á milli þess að nytjastofnar
séu sameign þjóðarinnar og að þeim einum sem eiga
fiskiskip er úthlutað aflaheimildum. Nauðsynlegt er að
skilja á milli úthlutunar á aflaheimildum og fiskveiða.
Með slíkum aðskilnaði væri opnað á að allir landsmenn
gætu fjárfest í aflaheimildum án þess að eiga fiskiskip
eða hafa veiðileyfi í fiskveiðilögsögunni. Með tillög
unni er ekki verið að kollvarpa reglum sem gilt hafa
um úthlutun á aflaheimildum. Þvert á móti að þær verði
með sama hætti og verið hefur, þannig að þeir sem nú
hafa yfir að ráða aflaheimildum haldi þeim. Einungis er
gert ráð fyrir að aðilar, sem ekki stunda fiskveiðar, geti
fjárfest í aflaheimildum.
Nýr fjárfestingarvalkostur
Aðskilnaður milli nýtingarréttar á aflaheimildum og
heimildar til að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni er
grundvöllur þeirra breytinga sem hér eru kynntar.
Með þeim verður aðilum, sem ekki stunda fiskveið
arnar heimilt, að fjárfesta í aflaheimildum. Fjárfesting
í aflaheimildum verður þá valkostur á við fjárfestingu í
hlutabréfum. Arður af fjárfestingunni yrði í formi leigu
á aflamarki til útgerða. Þessi útfærsla
hentar sveitarfélögum vel þar sem þeim
verður heimilt að fjárfesta í aflaheim
ildum og leigja til útgerða sem auka
atvinnu í sveitarfélögunum.
Það kann að vera hagkvæmt fyrir
útgerðir að gera langtímasamninga um
leigu á aflamarki í stað þess að fjárfesta
í aflaheimildum. Þeirra hagur er að
stunda fiskveiðar á hagkvæman hátt án
þess að þurfa að binda fé í aflaheimild
unum.
Breytingar á reglum
Mikilvægt er fyrir útgerðir og fjárfesta
að hafa ráðstöfunarrétt yfir auðlindinni
til langs tíma. Fjárfestar eru ekki líkleg
ir til að fjárfesta í aflaheimildum ef þeir
hafa takmarkaðan ráðstöfunarrétt. Eins er útgerðum
mikilvægt að hafa ráðstöfunarrétt til langs tíma til að
marka langtímastefnu í veiðum og vinnslu.
Til að samræma sjónarmiðin um eignarhald þjóðar
innar og að tryggja handhöfum aflaheimilda nýtingar
rétt til langs tíma er lagt til að beita sambærilegum
reglum og við leigulóðir. Ef slík regla er yfirfærð á
aflaheimildir myndu handhafar þeirra semja um lang
tímaafnot aflaheimilda án formlegs eignarhalds. Í
núgildandi lögum um stjórn fiskveiða er tekið fram
að úthlutun aflaheimilda myndi ekki eignarrétt eða
óafturkallanlegt forræði yfir heimildum.
Í samningum væri, með vísan til verndunarsjónar
miða, hugsanlegt að veita heimild til að skerða úthlut
aðar aflaheimildir um ákveðið hámark (25%) á samn
ingstímanum án bóta. Ef hins vegar væri talið óhætt
að auka veiði yrði aukningin seld á markaði. Á sama
hátt og aukning yrði seld bæri að kaupa aflaheimildir
ef nauðsynlegt væri að draga úr veiðum umfram samn
ingsbundnar skerðingar.
Handhafar aflaheimilda myndu árlega greiða leigu
gjald (auðlindagjald) til ríkissjóðs.
Niðurstaða
Framangreindar tillögur fela í sér róttækar breyt
ingar frá núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og þeim
frumvörpum sem lögð hafa verið fram á Alþingi en
eru til þess fallnar að sætta ólík sjónarmið. Stöðug
leiki og öryggi sem felst í tillögunum munu leiða til
hagræðingar í útgerð og fiskvinnslu sem mun skila
sér í auknum tekjum útgerðar, sjómanna og sam
félagsins í heild.
Alexander G. Eðvardsson
endurskoðandi KPMG
Kvótinn er sameign þjóðarinnar
Fleiri geti fjárfest í aflaheimildum