Fréttatíminn - 17.06.2011, Síða 30
G arðabær innheimtir húsaleigu
kr. 20,8 milljónir af
daggjöldum heim-
ilismanna hjúkr-
unarheimilisins
Holtsbúðar. Ef við
núvirðum húsa-
leiguna er bærinn
búinn að fá greitt af
daggjöldum heim-
ilismanna Holtsbúð-
ar 208 milljónir frá
stofnun heimilisins
til dagsins í dag.
Daggjöld fær
heimilið greidd frá
ríkinu fyrir hvern
heimilismann. Árið
2010 voru daggjöld
(tekjur) kr. 312 millj. og gjöld sam-
tals kr. 341 millj.; launakostnaður
kr. 253 millj.; annar rekstrarkostn-
aður (fæði, lyf, hjúkrunarvörur og
húsaleiga) kr. 98 millj. Tap ársins
2010 var því kr. 9,358 millj. Ef
húsaleigan væri ekki tekin af dag-
gjöldum heimilismanna væri hagn-
aður af rekstri Holtsbúðar árið 2010
rúmar 11 millj. króna.
Í forsendum á útreikningi dag-
gjalda frá ríkinu segir: „daggjöld
gera eingöngu ráð fyrir rekstrar-
kostnaði hjúkrunarheimila, afborg-
anir á lánum og húsaleiga eru ekki í
grunni daggjalda.“ Þrátt fyrir þetta
ákvæði dregur Garðabær húsaleigu
af daggjöldum heimilismanna og
skerðir þjónustuna sem því nemur.
Landlæknisembættið gerði
úttekt á starfsemi hjúkrunar-
heimilisins Holtsbúðar veturinn
2010 til 2011. Meðfylgjandi stólparit
er fengið úr skýrslu landlæknis-
embættisins. Mörgu er ábótavant
á hjúkrunarheimilinu miðað við
stöðluð gæðaviðmið. Efri gæðavið-
mið (lélegt) er það viðmið sem talið
er lýsa vandamáli sem er til staðar
varðandi umönnun og meðferð
heimilismanna. Þau viðfangsefni
sem þarfnast umbóta og kanna þarf
frekar í Holtsbúð eru hegðunar-
vandamál, þunglyndiseinkenni,
þvag- og hægðaleki, þvagfærasýk-
ingar, fjötrar og mikil notkun lyfja
(svefnlyf, geðlyf og róandi lyf).
Um er að ræða vanda sem rekja
má til vöntunar á áætlunum og
markmiðum um gæði og þjónustu
á heimilinu. Ábyrgð á þessu ber
stjórn Holtsbúðar sem virðist stefna
að áframhaldandi niðurskurði
og skerðingu á þjónustu. For-
maður stjórnar Holtsbúðar segir að
„ósanngjart sé að gera sömu kröfur
til minni hjúkrunarheimila og ætl-
ast til þess að þau hafi burði til að
gera fullkomnar gæðahandbækur“.
Slíku mati er alfarið hafnað enda
ber að hlúa að heimilisfólki og
tryggja sömu gæði á
hjúkrunarheimilum
hvort sem þau eru
stór eða lítil.
Samkvæmt fund-
argerðum stjórnar
Holtsbúðar kemur
nýr formaður,
Erling Ásgeirsson, í
stjórnina 28 október
2008. Hans fyrsta
verk er að segja upp
framkvæmdastjóra
heimilisins sem
er hjúkrunarfræð-
ingur. Hún hefur
verið frá störfum
vegna veikinda frá
1. febrúar 2008, en
mikill myglusvepp-
ur var í kjallara og
starfsrými framkvæmdastjórans. Á
næsta stjórnarfundi Holtsbúðar, 25.
nóvember 2008, samþykkir stjórnin
tillögu stjórnarformanns um að
ráða Svein H. Skúlason, forstjóra
Hrafnistu, í 50% starf framkvæmda-
stjóra tímabundið. Á þessum
tímapunkti hefst niðurskurður á
hjúkrunarheimilinu með afleiðing-
um sem sjást í niðurstöðum á úttekt
Landlæknisembættisins .
1. Strax í byrjun árs 2009 var farið
í uppsagnir starfsmanna, starfs-
hlutföll starfsmanna skert og
stöðugildi aflögð.
2. Markmið var sett að auka
nýtingu á dagvistun (en samt að
fækka fólki).
3. Samningi við LSH varðandi þjón-
ustu öldrunarlækna var sagt upp.
4. Nýr samningur við LSH þar sem
samið er um að læknar muni
sinna Holtsbúð í 15% starfshlut-
falli.
5. Sjúkraþjálfun lögð niður.
6. Djáknaþjónusta lögð niður.
7. Iðjuþjálfari hefur aldrei unnið á
heimilinu.
8. Framtíðarsýn sýnir að hjúkrun-
arrrými Holtsbúðar geta vart
nýst lengur vegna þess að sífellt
veikari einstaklingar koma til
vistunar.
9. Þrátt fyrir tilmæli heilbrigðis-
eftirlitsins varðandi aðgengi að
salernum var framkvæmdastjóra
falið að svara heilbrigðiseftir-
litinu að stjórn Holtsbúðar treysti
sér ekki til að fara í nefndar fram-
kvæmdir, bíða þurfi eftir ásætt-
anlegri salernisaðstöðu til ársins
2013 en þá muni nýtt hjúkrunar-
heimili verða tekið í notkun.
10. Þrátt fyrir allan þennan niður-
skurð og bágt ástand heimilis-
ins samkvæmt skýrslu Land-
læknisembættisins er í stjórn
Holtsbúðar enn rætt um frekari
niðurskurð. Í fundargerð stjórnar
frá 26. október 2010 segir undir
liðnum Önnur mál: „Rætt um á
hvern hátt er hægt að ná fram
frekari sparnaði í rekstri heim-
ilisins“.
11. Niðurstaða Landlæknisembætt-
isins er að hraða verði byggingu
nýs hjúkurnarheimilis á Sjálandi
og embættið fækkar hjúkrunar-
rýmum í Holtsbúð úr 40 í 39.
Gæluverkefni meirihluta Garða-
bæjar á sama tíma og niðurskurður
er á hjúkrunarheimilinu:
1. Leiga á húsnæði fyrir Hönnunar-
safn Íslands 12 millj. króna á ári.
2. Skrif á sögu Garðabæjar rúmlega
40 millj. króna.
3. Styrkur til Garðasóknar til kaupa
á orgeli 15 millj. króna.
4. Niðurgreiðsla kr. 50.500 á mán-
uði vegna „aupair“ barnagæslu til
10 fjölskyldna árið 2007, samtals
kr 6 millj., og 4 fjölskyldna árið
2011, samtals kr 2.4 millj.
5. Niðurgreiðsla á dagvistun í alla
leikskóla bæjarins en hæsta
niðurgreiðslan er í ungbarna-
leikskóla Hjallastefnunnar, kr.
154.000 þús. fyrir hvert barn á
mánuði. Hjallastefnan skilaði 98
millj. króna hagnaði árið 2009.
6. Niðurfelling á fasteignagjöldum
til fasteignafélagsins Klasa, en
Klasi á nokkur hús við Garða-
torg. Skyldi hjúkurnarheimilið fá
fasteignagjöldin niðurfelld?
7. Frí afnot af bílastæðum allan
sólarhringinn á Garðatorgi fyrir
flugmenn og annað starfsfólk
Icelandair.
Stjórn Holtsbúðar er pólitískt
skipuð nefnd en hana skipa: Erling
Ásgeirsson, formaður stjórnar, odd-
viti D-listans, Ingibjörg Hauksdótt-
ir, D-lista sem einnig er formaður
nefndar um málefni eldri borgara
í Garðabæ, Jóna Sæmundsdóttir,
D-lista, Steinþór Einarsson, S-lista,
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
Garðabæjar, og Pálmi Másson,
bæjarstjóri Álftaness.
Það er óskiljanlegt að eitt ríkasta
bæjarfélag landsins, Garðabær,
skuli koma svona fram við elstu og
viðkvæmustu íbúa bæjarins. Íbúar
hjúkrunarheimilisins jafnt og aðrir
íbúar Garðabæjar eiga skilið að
komið sé fram við þá af virðingu
og þeim sýnd sú lágmarks kurteisi
að eldast með reisn hvar sem þeir
kjósa að búa í bænum síðustu
æviárin.
30 viðhorf Helgin 17.-19. júní 2011
Í forsendum á útreikn-
ingi daggjalda frá ríkinu
segir: „daggjöld gera
eingöngu ráð fyrir
rekstrakostnaði hjúkrun-
arheimila, afborganir á
lánum og húsaleiga eru
ekki í grunni daggjalda.“
Þrátt fyrir þetta ákvæði
dregur Garðabær húsa-
leigu af daggjöldum
heimilsmanna ...
Auður Hallgrímsdóttir
hjúkrunarfræðingur og fulltrúi
Fólksins í bænum
Hversu hreinar eru
líkamsvörurnar þínar?
Derma Eco body lotion
Mjög rakagefandi
body lotion
með Aloa Vera
og E- vítamíni.
Fæst í Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup, Heilsuver, Hagkaup, Árbæjarapóteki,
Apóteki Vesturlands, Apóteki Ólafsvíkur, Melabúðinni, Vöruval Vestmannaeyjum,
Þín verslun Seljabraut.
Innflutningsaðili: Gengur vel ehf
DERMA ECO LÍFRÆNT VOTTAÐAR HÚÐ- OG
HÁRSNYRTIVÖRUR Á SKYNSÖMU VERÐI
– Án Parabena, ilm og litarefna –
35
30
25
20
15
10
5
0
Feb 2010 Jun 2010 Okt 2010 Feb 2011
Líkamsfjötrar/öryggisútb. Holtsbúð
n Neðri gæðaviðmið
n Efri gæðaviðmið
n Holtsbúð
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
REYKJAVÍK • AKUREYRI
ellingsen.is
grillum
í sumar
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 111362
Grillflötur 2,226 cm2
2 brennarar
Fullt verð 49.900 kr.
8.317 kr.
léttgreiðsla í 6 mán.
COLEMAN FERÐAGASGRILL
Það er hvort sem
er ekkert að gerast
„Engar útvarpsfréttir á Rás 2“
Fréttatímum RÚV klukkan 16 og 17
verður einungis útvarpað á Rás 1 í dag,
vegna beinnar lýsingar frá leik Íslands
og Sviss á EM U21.
Af hverju ætli það sé?
„Traust eykst á flest nema Alþingi“
Traust nemenda framhaldsskóla hefur
aukist á kirkjunni, dómstólum og lög-
reglu á milli áranna 2004 og 2010. Hins
vegar hefur traust á Alþingi minnkað á
sama tímabili.
Framsókn kemur sterk inn
„Fyrstu Icesave-lögin fallin brott“
Meðal þeirra lagafrumvarpa sem sam-
þykkt voru á Alþingi sl. föstudagskvöld
var frumvarp þingflokks framsóknar-
manna um brottfall fyrstu Icesave-
laganna frá árinu 2009.
Mannréttindavegur hvað?
„Of mikil gleði fyrir Laugaveg“
Gleðigangan var orðin of stór fyrir
Laugaveg og því var ákveðið að breyta
gönguleiðinni í ár þannig að hún fari
um Sóleyjargötu í staðinn. Þetta segir
Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin
daga, í Reykjavík.
Og farið aftur
„Sumarið mætt í borgina“
Sumarið virðist loksins komið til höfuð-
borgarinnar eftir frekar brösuga byrjun
... Á morgun er hins vegar spáð rigningu.
Engin þörf á að krydda
„Geislavirkt efni í 2 hrefnum“
Vísindamenn í Japan hafa fundið
geislavirkt sesíum í tveimur hrefnum
sem veiddar voru undan ströndum
Hokkaídó-eyju.
Veit Björn af þessu?
„Íslendingar í herþjónustu í Noregi“
Um þessar mundir gegna tíu íslenskir
ríkisborgarar herþjónustu með norska
hernum og hafa sex þeirra tekið virkan
þátt í hernaðaraðgerðum Norðmanna í
Afganistan.
Eiga landhelgisbrjótarnir að
hringja og láta vita í land?
„Þriðjungur tekna af leigustarfsemi“
Bæði varðskipin og Dash 8-flugvél Land-
helgisgæslunnar eru í útleigu á Miðjarðar-
hafi. Þyrlan TF-LÍF verður ein til taks í
sumarlok þegar TF-GNÁ fer í viðgerð.
Vikan sem Var Heilsugæsla
Falleinkunn hjúkrunar-
heimilisins Holtsbúðar
í Garðabæ
Heimild:
Skýrsla
Landlænis-
embættisins