Fréttatíminn - 17.06.2011, Side 38
38 heilsa Helgin 17.-19. júní 2011
Kynning NordicaSpa
Heilsan fer ekki í sumarfrí!
Kick Fusion kennt í fyrsta sinn á Íslandi á NordicaSpa.
H eilsan fer ekki í sumarfrí,” segir Unnur Pálmarsdóttir, nýr liðsmaður NordicaSpa og framkvæmdastjóri
Fusion, en Unnur er nýkomin úr prófum þar
sem hún var að ljúka fyrsta árinu af tveimur í
MBA-námi við Háskóla Íslands.
„Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum
og því er það beinlínis lífsnauðsynlegt að
hreyfa sig reglulega og gefa sér tíma til að
hugsa vel um líkama og sál. Fólk gerir iðu-
lega þau mistök að hætta að stunda líkams-
rækt yfir sumartímann og dettur jafnvel í
grillmat, gos og smá léttvínssull. Þó svo að
við förum í sumarfrí er engin ástæða til að
hætta að æfa. Gott er að bæta við útiveru,
sundiðkun og fjallgöngum og við það kom-
umst við í enn betra líkamlegt og andlegt
form og erum tilbúin að takast á við verkefni
dagsins. Með því móti byggjum við upp jafn-
vægi á líkama og sál. Hreyfingin er fyrst og
fremst lífsstíll vetur, sumar, vor og haust.“
Unnur mun bjóða Íslendingum í fyrsta
sinn upp á líkamsræktarkerfið Kick Fusion
sem hún hefur verið að þróa, kynna og kenna
erlendis síðustu ár.
„Ávinningur Kick Fusion er fyrst og fremst
mikil brennsla sem myndast við
ástundun þess ásamt því að styrk-
ur, þrek og þol eykst gríðarlega
við líkamsæfingarnar. Ég legg
einnig mikla áherslu á að styrkja
„Core“ svæði líkamans og því
gerum við góðar kvið og bak æf-
ingar í hverjum tíma sem er mikil-
vægustu vöðvarnir til að viðhalda
góðri líkamsstöðu. Æfingakerfið
er byggt þannig upp að eftir hvern
tíma myndast svokallaður „eftir-
bruni“ í líkamanum, en eftirbruni
er áframhaldandi hærri brennsla
eftir að álaginu lýkur.
Hver og einn getur stýrt álaginu sjálfur
í hóptímanum og því geta allir verið með.
Æfingarnar eru gerðar í takt við kraftmikla
tónlist sem kemur öllum í stuð fyrir sum-
arið. Eftir æfingu fá svo allir
höfuð- og herðanudd í heitu
pottunum í SPA deildinni. Á
góðviðrisdögum munum við
jafnvel stunda æfingarnar úti
því við erum með mjög gott
útisvæði til iðkunar á íþróttum
við NordicaSpa.“
Fjögurra vikna Kick Fusion
námskeið hefst á Nordica Spa
mánudaginn 27. júní og hentar
öllum, báðum kynjum og öllum aldurshópum.
Frítt verður í kynningartíma Kick Fusion
miðvikudaginn 22. júní kl. 16.30.
Nánari upplýsingar um Kick Fusion nám-
skeiðið má sjá á www.nordicaspa.is
Kynning
náttúrulæKningar Lotu- og fjarNám í þrjú ár
N
ámið gefur marga mögu-
leika fyrir nemendur, bæði
í starfi og fyrir persónu-
legan þroska,“ segir Lilja
Oddsdóttir, forstöðukona
Heilsumeistaraskólans. Skólinn býður
upp á þriggja ára lotu- og fjarnám í nátt-
úrulækningum sem fer að jafnaði þannig
fram að kennt er fjóra daga í kringum
helgi annan hvern mánuð í þrjú ár. Námið
er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu
sem sérnám í heildrænum meðferðum og
nemendur geta orðið fullgildir græðarar.
Lilja segir að nemendur umbreytist og til-
einki sér nýjan lífsstíl við skólavistina.
Námi Heilsumeistaraskólans má skipta
niður í þrjú meginsvið. Í fyrsta lagi
alþýðu-náttúrulækningar, þar á meðal er
næring og lækningarfæði, sjálfsrækt og
heilsusamlegur lífsstíll þar sem litið er til
allra þátta mannsins, bæði andlegra og
líkamlegra, sem þurfa að vera í jafnvægi
til að góð heilsa náist. Alls kyns heima-
lækningar, eins og bakstrar og böð, til-
heyra þessum námshluta. Í öðru lagi
alþýðu-grasalækningar en þar er meðal
annars kennd tínsla og notkun jurta og
jurtaefna. Einnig eru kenndar ýmsar
meðferðir með kjarnaolíum og unnið er
með íslenska blómadropa. Þriðji náms-
þátturinn er augnfræðin. Nemendur læra
að nota bæði lithimnu- og hvítugreiningu
til að greina heilsu og koma auga á veik-
leika og styrkleika líkamans.
Hluti af náminu er einnig að nemendur
eru leiddir í gegnum ítarlega vinnu með
heilsuna á öllum sviðum í gegnum náms-
árin og læra þannig að vera meistarar í
eigin heilsu og öðrum góð fyrirmynd í
heilsusamlegum lífsstíl. Nemendur fá
einnig innsýn í ræktun á grænmeti og
safnhaugagerð.
Nemendur útskrifast með Naturopat-
hic diploma eða heilsumeistaraskírteini,
að því er fram kemur á síðu skólans. Þar
segir að þessi gráða sé viðurkennd bæði
í Bandaríkjunum og Englandi. Hún er
sambærileg við það sem kallast Heil-
praktiker í Þýskalandi.
Algengast er að nemendur vinni aðal-
lega í gegnum lithimnugreiningu eftir
útskrift, þar sem sett eru upp sjálfs-
heilunarprógrömm fyrir skjólstæðinga
til að styðja þá til bættrar heilsu. En það
eru fjölmargir möguleikar á að þróa sínar
meðferðarleiðir eftir þetta nám. Hægt
er að styðjast aðallega við jurtirnar eða
olíurnar og margir hafa þróað sína eigin
nálgun eftir námið, í gegnum vinnu með
sína skjólstæðinga.
Auk skólans þurfa nemendur að ljúka
námi í líffærafræði til að fá að útskrifast.
Hún er meðal annars kennd í Fjölbrauta-
skólanum við Ármúla og er sex einingar.
Ef nemendur hafa hug á að fá skráningu
sem græðarar þurfa þeir jafnframt að
bæta við sig sjúkdómafræði, sem er þrjár
einingar, og vinnusiðfræði sem kennd er
á helgarnámskeiði.
Skráning í nám Heilsumeistaraskólans
stendur yfir og lýkur 25. júní.
Græðandi nám í
Heilsumeistaraskólanum
Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneyti sem sérnám í heildrænum meðferðum og nemendur
geta orðið fullgildir græðarar.
Lilja Oddsdóttir,
forstöðukona Heilsu-
meistaraskólans.
Nemend-
ur tileinka
sér nýjan
lífsstíl.
Kennd er tínsla og notkun jurta og jurtaefna. Ljósmynd/Hari
Ólétta hefur
líkamleg áhrif
á karlana
Þungun hefur margs konar áhrif
á líkama konunnar, um það þarf
ekki að hafa mörg orð. Morgunó-
gleði og tilfinningasveiflur eru
þekktir fylgikvillar. Færri vita
hins vegar að ólétta kvenna getur
einnig haft líkamlega áhrif á karla
þeirra og væntanlega feður.
Í rannsókn sem bleiufyrirtækið
Pampers gerði meðal tvö þúsund
enskra karla á aldrinum 16-65 ára
kom í ljós að nær fjórðungur fékk
sömu óléttueinkennin og hinn
þungaði maki. Af hópnum fundu
26% fyrir skapsveiflum, tíundi
hluti fékk ákafa þrá í ákveðna
matartegund og 6% þjáðust af
ógleði. -jh
Nýtt!
Hvað ætlar þú
að hafa í matinn?
Unnur Pálmarsdóttir KicK
Fusion-kennari.