Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Page 4

Fréttatíminn - 02.11.2012, Page 4
Óbundið, lau mál Litlatrés, ljóðrænt að tjáningu, myndnotkun og orðavali, er einn samfelldur óður til lífsins, óður til á arinnar, óður til náttúrunnar, óður til Borgar arðar — en jafnframt slóttug lýsing á sárri einsemd og þeim vanda mannsins að  nna sér merkingu á ævikvöldinu. Óvenjuleg bók — og ógleymanleg! „Þetta er mannbætandi texti.“ ~Ísak Harðarson KOMIN í verslanir www.tindur.is www.facebook.com/litlatre Áttu forngrip í þínum fórum? Almenningi er boðið að koma með gamla gripi í greiningu til sérfræðinga Þjóðminja- safnsins á milli 14 og 16 á sunnudaginn. Að þessu sinni verður sérstök áhersla á silfurgripi, t.d. gamlar skeiðar með stimpli og búningasilfur. Greiningin er gestum að kostnaðarlausu. Reynsla sýnir að það næst að greina um 50 gripi á 2 klukkustundum og því er fólki bent á að koma tímanlega og taka númer í afgreiðslu. Einungis verður reynt að greina muni með tilliti til aldurs, efnis, uppruna o.s.frv. en starfsmenn meta ekki verðgildi gamalla gripa. Eigendur taka gripina með sér aftur að lokinni skoðun. -jh Ungmenni keppa í hugviti Átta lið úr framhaldsskólum landsins keppa til úrslita í Boxinu – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna á morgun, laugardag. Í Boxinu leysa fram- haldsskólanemendur þrautir sem reyna á hugvit, verklag og samvinnu. Keppnin stendur yfir frá klukkan 10-16.30 í Háskól- anum í Reykjavík. Markmiðið með keppninni er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði og gera verkviti hátt undir höfði. Viðsnúningur hjá Toyota á Íslandi Rekstrartekjur Toyota á Íslandi fyrstu átta mánuði rekstrarárs- ins 2012 námu 4.817 milljónum króna. Það er tæplega 78% aukning frá sama tíma í fyrra. Hagnaður af rekstri fyrir af- skriftir og fjármagnsliði var rúmar 125 milljónir en um 11 milljóna tap var af rekstrinum á sama tímabili á síðasta ári. Í árs- byrjun var gengið frá fjárhags- legri endurskipulagningu félagsins með samningi við Landsbankann. Var það hluti af samkomulagi við nýja eigendur. Skuldum var breytt í hlutafé og leiðrétting var gerð á erlendum lánum. Toyota á Íslandi flytur inn Toyota og Lexus bifreiðar auk varahluta. Söluaðilar eru fjórir, í Kauptúni í Garðabæ, á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ. Auk þess eru 7 viðurkenndir Toyota þjónustuaðilar starfandi á landinu. - jh OYSTER PERPETUAL GMT-MASTER II Michelsen_255x50_H_0612.indd 1 01.06.12 07:22 S jávarútvegur á Íslandi nær fjörutíu pró-sent meira út úr hverju veiddu kílói en til dæmis Norðmenn. Þannig er virði hvers veidds kílós af þorski á Íslandi um 2,3 evrur en í Noregi er virðið aðeins 1,7 evrur á kíló. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem McKinsey&Company kynnti á þriðjudag. „Ég held þetta sé fyrst og fremst að við höfum náð að tengja betur veiðar vinnslu og markaðsstarf,“ segir Friðrik J. Arngríms- son, framkvæmdastjóri LÍÚ, og bendir á að Norð- menn hugsi meira um magn, salti og þurrki þorskinn, en að á Íslandi sé meira lagt upp úr gæðum og að koma afurðum á þann markað sem skilar besta verðinu. En þótt Íslendingar standi sig vel þegar kemur að veiddum fiski vantar okkur enn mik- ið upp á ef við eigum að teljast samkeppnishæf við Noreg þegar kemur að fiskeldi. Síðasta áratug hafa Norðmenn nær tvöfaldað veltu sjávarútvegsins hjá sér með fiskeldi sem er næstum því ekki til í neinni mynd sem vert er að nefna á Íslandi. Samkvæmt skýrslunni er sjávarútvegurinn enn ein mikilvægasta atvinnu- greinin á Íslandi. Engin þjóð þénar hlutfallslega, miðað við höfðatölu, jafn mikið á sjávarútvegi. Ís- lendingar veiða 3,5 tonn á hvern íbúa og þéna 5.500 dollara á hvern Íslending. Norðmenn þéna aðeins um 1.500 dollara á hvern íbúa og veiða um 0,5 tonn á hvern Norðmann. Sam- kvæmt skýrslu McKinsey&Company á engin sjálfstæð þjóð jafn mikið undir sjávarútvegi og Íslendingar. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is  ÞorSkur ÍSlendingar græða 40% meira á ÞorSkkÍló en norðmenn Engin sjálfstæð þjóð á jafn mikið undir sjávarút- vegi og Ísland Græðum mun meira á þorski en Norðmenn Í nýrri skýrslu McKinsey&Company kemur fram að Íslendingar ná miklu meira út úr hverju veiddu þorskkílói en til að mynda Norðmenn. Við erum líka háðari fisk- veiðum en nokkur önnur sjálfstæð þjóð. Ísland: Útflutningur í evrum: 432 milljónir Heildarafli: 190 þúsund tonn Verð á kíló: 2,3 evrur Noregur: Útflutningur í evrum: 576 milljónir Heildarafli: 339 þúsund tonn Verð á kíló: 1,7 evrur Hornafjörður í náttmyrkrinu. Íslendingar standa sig vel þegar kemur að því að fá sem mest út úr hverju veiddu kílói samkvæmt nýrri skýrslu Mckinsey&Company. veður FöStudagur laugardagur Sunnudagur NorðaN sTorMur og hrÍðarVeður frá VesTfjörðuM ausTur á laNd. höfuðborgarsVæðið: MjöG HVASST oG KALT. SMÁ éL. lÍTið láT á þessu N-áhlaupi. bloTar ausTasT. höfuðborgarsVæðið: SVipAð VEðUR, ÁfRAM éLjAfjúK oG HVASST. geNgur loks Niður og léTTir Til suNNaN- og VesTaNTil. höfuðborgarsVæðið: HæG N-ÁTT, BjART oG HiTi UM fRoSTMARK. Snælduvitlaust fram á laugardag Þessu langa og nær samfellda norðan áhlaupi lýkur snemma á sunnudag, en fram að því er spáð ofsa í veðrinu, mikilli veðurhæð og snjóbyl norðan- og austantil. Hún verður mjög þétt hríðin í dag og fram á morgundag- inn, sérstaklega frá Eyjafirði og austur um. Samgöngur í lofti og á láði munu vafalaust fara meira og minna úr skorðum. Á sunnudag dettur hins vegar allt í dúnalogn, síðast þó austast á landinu. -3 -4 -3 0 0 1 -1 1 3 4 0 -3 -1 0 1 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 2.-4. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.