Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 4

Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 4
Óbundið, lau mál Litlatrés, ljóðrænt að tjáningu, myndnotkun og orðavali, er einn samfelldur óður til lífsins, óður til á arinnar, óður til náttúrunnar, óður til Borgar arðar — en jafnframt slóttug lýsing á sárri einsemd og þeim vanda mannsins að  nna sér merkingu á ævikvöldinu. Óvenjuleg bók — og ógleymanleg! „Þetta er mannbætandi texti.“ ~Ísak Harðarson KOMIN í verslanir www.tindur.is www.facebook.com/litlatre Áttu forngrip í þínum fórum? Almenningi er boðið að koma með gamla gripi í greiningu til sérfræðinga Þjóðminja- safnsins á milli 14 og 16 á sunnudaginn. Að þessu sinni verður sérstök áhersla á silfurgripi, t.d. gamlar skeiðar með stimpli og búningasilfur. Greiningin er gestum að kostnaðarlausu. Reynsla sýnir að það næst að greina um 50 gripi á 2 klukkustundum og því er fólki bent á að koma tímanlega og taka númer í afgreiðslu. Einungis verður reynt að greina muni með tilliti til aldurs, efnis, uppruna o.s.frv. en starfsmenn meta ekki verðgildi gamalla gripa. Eigendur taka gripina með sér aftur að lokinni skoðun. -jh Ungmenni keppa í hugviti Átta lið úr framhaldsskólum landsins keppa til úrslita í Boxinu – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna á morgun, laugardag. Í Boxinu leysa fram- haldsskólanemendur þrautir sem reyna á hugvit, verklag og samvinnu. Keppnin stendur yfir frá klukkan 10-16.30 í Háskól- anum í Reykjavík. Markmiðið með keppninni er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði og gera verkviti hátt undir höfði. Viðsnúningur hjá Toyota á Íslandi Rekstrartekjur Toyota á Íslandi fyrstu átta mánuði rekstrarárs- ins 2012 námu 4.817 milljónum króna. Það er tæplega 78% aukning frá sama tíma í fyrra. Hagnaður af rekstri fyrir af- skriftir og fjármagnsliði var rúmar 125 milljónir en um 11 milljóna tap var af rekstrinum á sama tímabili á síðasta ári. Í árs- byrjun var gengið frá fjárhags- legri endurskipulagningu félagsins með samningi við Landsbankann. Var það hluti af samkomulagi við nýja eigendur. Skuldum var breytt í hlutafé og leiðrétting var gerð á erlendum lánum. Toyota á Íslandi flytur inn Toyota og Lexus bifreiðar auk varahluta. Söluaðilar eru fjórir, í Kauptúni í Garðabæ, á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ. Auk þess eru 7 viðurkenndir Toyota þjónustuaðilar starfandi á landinu. - jh OYSTER PERPETUAL GMT-MASTER II Michelsen_255x50_H_0612.indd 1 01.06.12 07:22 S jávarútvegur á Íslandi nær fjörutíu pró-sent meira út úr hverju veiddu kílói en til dæmis Norðmenn. Þannig er virði hvers veidds kílós af þorski á Íslandi um 2,3 evrur en í Noregi er virðið aðeins 1,7 evrur á kíló. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um íslenskt efnahagslíf sem McKinsey&Company kynnti á þriðjudag. „Ég held þetta sé fyrst og fremst að við höfum náð að tengja betur veiðar vinnslu og markaðsstarf,“ segir Friðrik J. Arngríms- son, framkvæmdastjóri LÍÚ, og bendir á að Norð- menn hugsi meira um magn, salti og þurrki þorskinn, en að á Íslandi sé meira lagt upp úr gæðum og að koma afurðum á þann markað sem skilar besta verðinu. En þótt Íslendingar standi sig vel þegar kemur að veiddum fiski vantar okkur enn mik- ið upp á ef við eigum að teljast samkeppnishæf við Noreg þegar kemur að fiskeldi. Síðasta áratug hafa Norðmenn nær tvöfaldað veltu sjávarútvegsins hjá sér með fiskeldi sem er næstum því ekki til í neinni mynd sem vert er að nefna á Íslandi. Samkvæmt skýrslunni er sjávarútvegurinn enn ein mikilvægasta atvinnu- greinin á Íslandi. Engin þjóð þénar hlutfallslega, miðað við höfðatölu, jafn mikið á sjávarútvegi. Ís- lendingar veiða 3,5 tonn á hvern íbúa og þéna 5.500 dollara á hvern Íslending. Norðmenn þéna aðeins um 1.500 dollara á hvern íbúa og veiða um 0,5 tonn á hvern Norðmann. Sam- kvæmt skýrslu McKinsey&Company á engin sjálfstæð þjóð jafn mikið undir sjávarútvegi og Íslendingar. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is  ÞorSkur ÍSlendingar græða 40% meira á ÞorSkkÍló en norðmenn Engin sjálfstæð þjóð á jafn mikið undir sjávarút- vegi og Ísland Græðum mun meira á þorski en Norðmenn Í nýrri skýrslu McKinsey&Company kemur fram að Íslendingar ná miklu meira út úr hverju veiddu þorskkílói en til að mynda Norðmenn. Við erum líka háðari fisk- veiðum en nokkur önnur sjálfstæð þjóð. Ísland: Útflutningur í evrum: 432 milljónir Heildarafli: 190 þúsund tonn Verð á kíló: 2,3 evrur Noregur: Útflutningur í evrum: 576 milljónir Heildarafli: 339 þúsund tonn Verð á kíló: 1,7 evrur Hornafjörður í náttmyrkrinu. Íslendingar standa sig vel þegar kemur að því að fá sem mest út úr hverju veiddu kílói samkvæmt nýrri skýrslu Mckinsey&Company. veður FöStudagur laugardagur Sunnudagur NorðaN sTorMur og hrÍðarVeður frá VesTfjörðuM ausTur á laNd. höfuðborgarsVæðið: MjöG HVASST oG KALT. SMÁ éL. lÍTið láT á þessu N-áhlaupi. bloTar ausTasT. höfuðborgarsVæðið: SVipAð VEðUR, ÁfRAM éLjAfjúK oG HVASST. geNgur loks Niður og léTTir Til suNNaN- og VesTaNTil. höfuðborgarsVæðið: HæG N-ÁTT, BjART oG HiTi UM fRoSTMARK. Snælduvitlaust fram á laugardag Þessu langa og nær samfellda norðan áhlaupi lýkur snemma á sunnudag, en fram að því er spáð ofsa í veðrinu, mikilli veðurhæð og snjóbyl norðan- og austantil. Hún verður mjög þétt hríðin í dag og fram á morgundag- inn, sérstaklega frá Eyjafirði og austur um. Samgöngur í lofti og á láði munu vafalaust fara meira og minna úr skorðum. Á sunnudag dettur hins vegar allt í dúnalogn, síðast þó austast á landinu. -3 -4 -3 0 0 1 -1 1 3 4 0 -3 -1 0 1 Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 4 fréttir Helgin 2.-4. nóvember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.