Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Side 74

Fréttatíminn - 02.11.2012, Side 74
Borgardekk  Vetrarhátíð Samkeppni um opnunarhátíð Baðaði Hallgrímskirkju í ljósum Samkeppni um hönnun opnunar- verks Vetrarhátíðar í Reykjavík 2013 er í fullum gangi. Hún verður haldin 7. - 10. febrúar næstkom- andi en skilafrestur vegna sam- keppninnar um opnunarhátíðina er til 16. nóvember næstkomandi. Spænski arkitektinn Marcos Zotes sigraði í fyrra með ljósainnsetn- ingu sinni Rafmögnuð náttúra. Þá varpaði hann verkinu á framhlið Hallgrímskirkju með risastórum skjávörpum og breytti þannig ásýnd kirkjunnar og skapaði kraft- mikla sjónræna upplifun. Samkeppnin er opin öllum hönnuðum, arkitektum, mynd- listarmönnum, tónlistarmönnum, ljósamönnum, rafmagnsverk- fræðingum eða öðrum sem vinna með rafmagn og list í einhverju formi. Verðlaunafé er 400 þúsund krónur. Auk þess verður gerður samningur við vinningshafa og fær hann 1,4 milljónir til verksins. „Ég er arkitekt og lít ekki á mig sem listamann,“ segir Marcos sem hefur mjög gaman að því að kanna hvernig nota megi myndvarpa til þess að virkja almannarými.  LeikhúS DagSkrá um hyLDýpi Heilluð af frásagnarhefð ömmu Ragnheiður Harpa Leifsdóttir vakti athygli erlendra gesta sviðslistahátíðarinnar LÓKAL. Hún fékk boð um að taka þátt í tilraunasýningu á gagnvirkri sviðslistahátíð þar sem áhorf- endur taka þátt í mótun verks. Þar flutti hún dagskrárverk um hyldýpi. Hún mun svo fara fyrir föruneyti fjögurra ungra lista- manna til Helsinki þar sem verkið, sem er í stöðugri mótun, verður flutt á alþjóðlegri hátíð. Ragnheiður Harpa tekst á við dagskrá Hyldýpisins í sviðslistaverki sem hún flytur ásamt fleiri á Norðurlöndunum. Helgin 2.-4. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.