Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 6

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 6
fyrir sér hvað kæmi „okkur“ við sem gerðist á fjarlægum stöðum: „En hinn sanni mælE_ kvarði á hagsmuni okkar liggur ekki í hversu litlir eða fjarlægir þessir staðir eru eða hvort við eigum erfitt með að bera fram nöfn þeirra. Spurningin, sem við verðum að spyrja, er hvaða afleiðingar það hefur fyrir öryggi okkar að láta átök festast í sessi og breiðast út. Við viljum ekki, og raunar eigum við ekki, að gera allt eða vera alls staðar. En þar sem okkar gildi og okkar hagsmunir eru í húfi og þar sem við getum áorkað einhverju eigum við að vera tilbúin til að gera það.“ Noam Chomsky gerir lítið úr Clinton-kenningunni í grein sem birtist í New Left Review sumarið 1999, allir forsetar þurfi kenningu og segir Anthony Lake öryggis- ráðgjafa hafa kynnt þessa kenningu svo: „Við bjugg- um við ógn gagnvart lýð- ræðislegu markaðsríkjunum allan kaldastríðstímann, nú getum við tryggt sigur lýðræð- isins og hins frjálsa markaðar“ (Chomsky, s. 10). En í þessu felst kannski einmitt sérstaða Clinton-kenningarinnar. Clinton-stjórnin lagði upp með „engagement and enlargement“ sem stjórnar- stefnu. Samkvæmt orðabókinni þýðir „engagement“ þátttaka eða afskipti. Með „enlarge- ment“, stækkun eða útvíkkun, er átt við útvíkkun samfélags lýðræðisríkja. Þessi frasi endurspeglar heimssýn stjórn- arinnar. í grófum dráttum má lýsa henni svo að gamlar hugmyndir um stjórnkænsku og alþjóðapólitík séu úreltar, í stað „geópólitíkur“, er komin „geóökonómía“, alþjóðlegt efnahagskerfi eða hvernig sem það er nú orðað. í stað orðsins „valdajafnvægi“ kemur hug- takið „cooperative security“, eða „öryggi með samvinnu“ sem leggur áherslu á að afstýra hættu með því að draga ríki, sem gætu farið að fjandskap- ast, inn í samstarfskerfi stórs hóps þjóða. Grundvallar- breytingin er sú að samkvæmt gömlu heimssýninni voru þjóðir stundum álitnar hafa gjörólíka hags- muni en í augum Clintons hafa allir sameiginlega hagsmuni - öll ríki eru sögð hagnast á að vinna saman að efnahagslegu frjálsræði og lausn ágreinings- mála (sjá Manning og Clawson). í ljósi þessa verður að skilja frasann „alþjóðasam- félagið“, en utan þess standa ýmsir vandræðagemsar, annars vegar það sem á tungu banda- rískra ráðamanna kallast „rogue states“, afbrigðileg ríki eða utangarðsríki, og hins vegar hryðjuverkamenn sem gjarnan ten^jast þessum ríkjum en ganga þvert á öll landamæri. Með breyttum valda- hlutföllum er kominn tími til að jarða Westfalen-fyrir- komulagið og festa í sessi þá skipan sem sívaxandi hnatt- væðing fjármagns og viðskipta krefst, að fjármagnið og eða handhafar þess hafi hið æðsta vald og fullveldi ríkja verði víkjandi. Innrásin í írak 1991 var réttlætt með því að írak hefði ráðist á fullvalda ríki. Loftárásirnar á Júgóslavíu voru hins vegar réttlættar með mannréttindabrotum innan- lands í Júgóslavíu. Stefna 6

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.