Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 38

Dagfari - 01.02.2000, Blaðsíða 38
kosningar þar sem kjördæma- málið var mál málanna. Þjóð- varnarflokkurinn varð utan- gátta með sín stefnumál og gekk illa í þessum kosningum, fékk 2,5% í fyrri kosningunum en 3,4% í þeim síðari. Við þessar aðstæður var starfsemi Þjóðvarnarflokksins furðu lífleg, þrátt fyrir allt. Þjóðvarnarmenn lýstu yfir fullum stuðningi við fyrstu Keflavíkurgönguna 19. júní 1960.53 Flokkurinn tók einnig þátt í stofnun Samtaka her- námsandstæðinga á Þing- völlum 10. september 1960 og tók Gils Guðmundsson þar sæti í landsnefnd við hlið sósíalista á borð við Magnús ✓ Kjartansson og Jónas Arna- son.54 Ólíkir hópar herstöðva- andstæðinga náðu hér þver- pólitískri samstöðu. I áramótaávarpi í Frjálsri Þjóð 1963 heldur Bergur Sigurbjörnsson því fram „að í kosningum þeim, sem í hönd fara, gilda ekki sömu lögmál og að undan- förnu. í þessum kosningum má það ekki vera höfuðatriði, hver af núverandi stjórnarandstöðu- flokkum fær þingsætinu meira eða minna, heldur hitt að sameiginlega komi þeir öflugri út úr kosningunum en núver- andi stjórnarflokkar.“55 Sam- fylking var í uppsiglingu og 20. apríl 1963 birti Frjáls Þjóð stríðsfyrirsögn um „kosninga- samstarf Þjóðvarnarflokks og Alþýðubandalags“. Raunar var samið um að kunnir þjóð- varnarmenn tækju sæti á fram- boðslistum sem þó „skuli aðeins bera nafn Alþýðubanda- lagsins“. Þjóðvarnarmenn ályktuðu í því sambandi að flokkurinn eða þjóðvarnar- menn sem næðu kjöri á þing væru „ekki málefnalega bundnir af samþykktum stofn- ana Alþýðubandalagsins, sem ekki leiðir beint af hinni sam- eiginlegu kosningastefnu- skrá“.56 Eigi að síður var ekki ríkjandi mikil tortryggni gagnvart hinum nýjum sam- starfsaðilum og Frjáls þjóð birti framboðslista Alþýðu- bandalagsins án þess að draga menn í dilka eftir því hvort þeir komu úr Þjóðvarnarflokknum eða ekki.57 Bergur Sigur- björnsson taldi „að samkomu- lag það um kosningasamvinnu, sem Þjóðvarnarflokkurinn hefur nú gert við Alþýðu- bandalagið, hafi í ýmsum mjög mikilvægum efnum orðið mun hagstæðara Þjóðvarnarmönn- um en menn gerðu almennt ráð fyrir.“58 Ekki voru allir þjóðvarnarmenn sammála því og nokkrir þeirra gengu nú til fylgis við Framsóknarflokkinn, t.d. Jafet Sigurðsson og Magnús Bjarnfreðsson. Frjáls þjóð kom út áfram, allt til 1968, en þá var Alþýðu- bandalagið gert að formlegum stjórnmálaflokki. Héldu þá sumir Þjóðvarnarmenn áfram starfi þar, en aðrir gengu til liðs við nýja stjórnmálahreyfingu, sem síðar fékk heitið Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Finnbogi Rútur Valdemarsson hætti á þingi 38

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.